Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 84

Fréttablaðið - 21.01.2017, Page 84
18:55ALLA DAGASPORTPAKKINN SPORTPAKKINN Í OPINNI DAGSKRÁ TónlisT sinfóníutónleikar ★★★★★ Sibelius, Tsjajkovskí og Kaija Saariaho í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandi: Anna-Maria Helsing. Einleikari: Kari Kriikku. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 19. janúar Einleikskonsert á dagskrá Sinfóníu- hljómsveitar Íslands felur í sér að að einleikarinn og stjórnandinn ganga saman fram fyrir áheyrendur. Þeir hneigja sig og byrja svo tón- listarflutninginn. Á tónleikunum á fimmtudagskvöldið var þessu öðruvísi farið. Maður spurði sig hvort eitthvað væri að. Nánast öll ljós voru slökkt eins og það væri raf- magnslaust. Aðeins stjórnandinn, Anna-Maria Helsing, kom fram á sviðið. Einleikarinn, Kari Kriikku klarinettuleikari sást hvergi. Var hann týndur? Hljómsveitin byrjaði að spila. Þetta voru dularfullir hljómar, ómstríðir og afstrakt. Allt í einu kvað við skerandi öskur í fjarska. Röddin var rám og ómennsk, eins og úr bíómynd sem fjallar um andsetn- ingu. Þarna var klarinettuleikarinn kominn. Hann sást þó ekki fyrst um sinn, en loks birtist hann, baðaður ljósi. Hvílík innkoma! Einleikarinn stóð ekki bara kyrr eins og á venju- legum tónleikum, heldur valsaði um salinn, gekk spilandi meðfram áheyrendum og fór svo upp á svið. Hann snerist gjarnan í hringi og lyfti stundum höndunum eins og hann ætlaði að kasta klarinettunni hátt í loft upp. Þrátt fyrir tilburðina var leikur hans þó í alla staði fókuser- aður, glæsilegur og tæknilega pott- þéttur. Konsertinn var eftir Kaiju Saari- aho, finnskt samtímatónskáld. Verk hennar eru dulúðug og myrk, og eru oft afar áhrifamikil. Tónsmíðin hér var frábær. Hún er innblásin af sex veggteppum sem voru ofin í upphafi sextándu aldar og hanga í Miðalda- safninu í París. Þau eru einhver stór- kostlegustu listaverk miðalda og tákna skilningarvitin, þessi fimm sem við þekkjum og svo það sjötta. Rétt eins og veggteppin voru kaflar konsertsins sex. Tónlistin var misáköf, en þrungin ólíkum blæ- brigðum eftir því um hvaða skiln- ingarvit var fjallað. Af og til tóku tré- blástursleikarar hljómsveitarinnar þátt í leikritinu, þeir stóðu upp, einn á eftir öðrum og beindu hljóðfærum sínum að einleikaranum um leið og þeir spiluðu. Hann svaraði í sömu mynt, þetta var eins og samræða þar sem mikið gekk á. Lokakaflinn um sjötta skilningar- vitið var magnaður. Þá gengu all- margir strengjaleikarar hægt út af sviðinu og inn á ganginn meðfram áheyrendabekkjunum. Spilandi ofurveikt. Þeir voru eins og svefn- genglar eða uppvakningar. Ólguna í tónlistinni hafði lægt, sama kyrrláta hendingin var endurtekin í sífellu, áleitin og dáleiðandi. Stemningin var eins og atriði í The Walking Dead! Annað á efnisskránni var hefð- bundnara, Elskhuginn eftir Sibelius og sjötta sinfónían eftir Tsjajkovskíj. Það fyrrnefnda rann ljúflega niður. Þetta er eins konar forleikur í þrem- ur stuttum köflum, tónlistin er blíð- leg og nostalgísk. Hljómsveitin gerði henni ágæt skil. Leikurinn var vand- virknislegur og gæddur viðeigandi innileika. Sinfónían eftir Tsjajkovskí var mun stórbrotnari, allt frá þung- lyndislegu upphafi og niðurlagi upp í brjálæðislega hápunkta inn á milli. Túlkun hljómsveitarstjórans var sannfærandi, hamslaus og djörf. Spilamennskan var örugg og fag- mannleg, en þrungin gríðarlegum ástríðum – akkúrat eins og hún átti að hljóma. Maður hálfpartinn dans- aði út í náttmyrkrið á eftir. Jónas Sen niðursTaða: Dásamlegur einleiks- konsert með tilkomumikilli sjónrænni vídd og grípandi sinfónía gerðu þetta að sérlega ánægjulegum tónleikum. Andsetni klarinettuleikarinn Kari Kriikku klarinettuleikari. “Þrátt fyrir tilburðina var leikur hans þó í alla staði fókuseraður, glæsilegur og tæknilega pott- þéttur,” segir í dómnum. Mynd/nordicPHoto/GEtty Save the Children á Íslandi 2 1 . j a n ú a r 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r40 M e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 1 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 3 -2 A 0 C 1 C 0 3 -2 8 D 0 1 C 0 3 -2 7 9 4 1 C 0 3 -2 6 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.