Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn 128 Vatnshellir er hraunhellir í Purk- hólahrauni á utanverðu Snæfellsnesi (1. mynd), en það er talið runnið úr Snæfellsjökli fyrir um 5–8 þúsund árum. Hellirinn er í raun hellakerfi þar sem hann skiptist í fjóra minni hella. Hinn eiginlegi Vatnshellir er opinn en hann notuðu bændur áður fyrr til að brynna dýrum sínum. Hinir þrír hlutar hellisins eru Bárðarstofa, Vættagangur og Iður, en saman ganga þeir hlutar undir nafninu Undirheimar. Undirheimar eru lokaðir og voru fyrst kannaðir árið 1968 en talið er að mannaferðir þangað niður hafi byrjað upp úr 1960 en verið þó litlar sem engar enda aðgengi ekki gott. Hellirinn var lokaður almenningi árið 2007 vegna hugsanlegra skemmdarverka en árið 2010 var hann opnaður aftur sem sýningarhellir fyrir ferðamenn undir leiðsögn. Í hellinum er að finna greinilega hvítleita, glitrandi bakteríuþekju á veggjum og í lofti (2. mynd), auk minni örverubreiða og útfellinga af ýmsu tagi. Rann- sókn okkar miðaði að því að fá fulltrúa þessa sérstæða örverulíf- ríkis í rækt og kanna nokkra eigin- leika þeirra, meðal annars með til- liti til mögulegrar starfsemi þeirra í hellinum. Jafnframt höfðum við hug á að velta upp þeirri spurn- ingu hvort örverubreiðurnar hefðu verndargildi. Efniviður og aðferðir Sýni voru tekin úr hellinum þann 18. maí 2011. Í samráði við þjóðgarðs- vörð og landverði í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, voru valdir átta sýnatökustaðir í hellinum (3. mynd) með tilliti til aðgengis og sýnilegs bakteríugróðurs. Sýni (4. mynd) voru tekin með dauðhreinum áhöldum, sett í dauðhrein, 50 mL skilvinduglös og geymd í kæliboxi á leið til Akureyrar. Hrúðursýni voru tekin þannig að um 5x5x5 cm nibba var höggvin af klettavegg með dauðhreinum hamri, strokusýni (sýni 3) var tekið þannig að dauð- hreinum bómullarpinna var núið þéttingsfast eftir um 5x5 cm fleti, vatnssýni (sýni 7) var tekið þannig að skilvinduglasi sem dauðhreinsað hafði verið að utan með spritti var dýft í lindarpoll. Hitastigið í hell- inum var mælt við sýnatöku og reyndist vera 5°C. Hrúðursýni voru verkuð þannig að allt hrúður var skrapað af stein- nibbunni með dauðhreinu skalpel- blaði og því safnað í dauðhreint mortél. Einum mL af butterfields- fosfatdúa var bætt út í mortélið og sýnið marið kröftuglega með dauð- hreinum mortélstaut í a.m.k. tvær mínútur. Strokusýni í bómullar- pinna var stungið í 1 mL af butter- fieldsdúa og vortexað í 2 mín. Verkuð sýni voru svo raðþynnt að 10-6 í butterfieldsdúa og 0,1 mL af hverri þynningu sáð á petriskálar og vandlega dreift úr vökvanum með dauðhreinum glerdreifara. Sáð var í tvítekningu á PCA, AIA og R2A (Difco) og á NA (Difco) sem þynnt hafði verið að 1% styrk næringarefna (1NA). Skálarnar voru ræktaðar við 4°C og 15°C og fylgst með vexti í allt að 3 mánuði. Kóloníur voru skoð- aðar í víðsjá og þeim lýst með til- liti til litar, lögunar, jaðarformgerð og annarra sýnilegra útlitsþátta. Völdum kóloníum var þá umsáð til hreinræktunar, minnst tvisvar, áður en stofnum var komið til varðveislu við -80°C í 28% glýseróli. Endur- ræktanleiki stofnanna var staðfestur með því að sá úr frysti og rækta við 15°C í 3 vikur. DNA var einangrað úr hrein- ræktuðum stofnum með UltraClean Microbial DNA Isolation setti frá MoBio og leiðbeiningum framleið- anda fylgt. Um 1450-basa bútur úr 16S rRNA-geni var magnað með PCR út frá hinum almennu bakteríuvísum 27F og 1492R, líkt og áður hefur verið lýst.16,17 Afurðirnar voru hreinsaðar á NucleoSpin súlu (Machery-Nagel). Í þeim tilvikum þar sem fleiri en eitt band sást á agarósageli var band samsvarandi um það bil 1450 kirnum skorið út og DNA dregið úr preparatívu geli fyrir hreinsun. Hreinsaðar afurðir voru síðan sendar til raðgreiningar hjá Macrogen í Hollandi og var raðgreint ýmist út frá vísi 27F eða 1492R. Röðum sem fengnar voru út frá sama vísi var samraðað í MEGA 5.2 18 og var notast við MUSCLE algóriþma19. Samraðanir voru svo notaðar til að teikna neighbour- joining skyldleikatré20 og skyldleiki raða í einingunni fjöldi varðveittra útskiptinga per samraðaða röð metinn með aðferð Nei og Kumar21. Markverðugleiki greiningarpunkta 2. mynd. A) Hvítt vegg- hrúður er áberandi í Vatnshelli, einkum uppi til lofts. B) Í návígi sést að hrúðrið er ekki sam- fellt. – A) White cave slime is a common fea- ture in Vatnshellir, par- ticularly at or near the ceiling. B) A close-up inspection reveals that the crust is discontinuous. B) A)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.