Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 53
161 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Stöðum með fleiri en tíu varp- pörum fjölgaði úr átta í tólf frá talningunni vorið 2005, en það vor var stærsta varpið í Hrísey. Þar fundust 72 pör og hafði þeim fækkað um 23% frá árinu 2005. Næststærsta varpið var í Laufás- hólmum, 54 pör, sem er þreföldun frá talningunni 2005. Þriðja stærsta varpið var í óshólmum Eyjafjarðar- ár norðan gamla þjóðvegar, 48 pör. Önnur stór vörp vorið 2010 voru í Krossanesborgum (45 pör), austan Eyjafjarðarár á móts við Kropp (45 pör), við Munkaþverá (41 par), við Akureyrarflugvöll (35 pör), við Stokkahlaðir (30 pör), á áreyrum Þverár (29 pör), í óshólmum Eyja- fjarðarár sunnan gamla þjóðvegar (26 pör), norðan ósa Svarfaðardalsár (24 pör) og við Arnarnes á Gálma- strönd (15 pör). Á þessum tólf stöðum urpu 464 pör árið 2010, eða 70% allra stormmáfspara í Eyjafirði. 3. mynd. Fjöldi og útbreiðsla stormmáfspara í Eyjafirði vorið 2005. – The numbers and distribution of breeding Common Gull pairs in Eyjafjörður in 2005. 4. mynd. Fjöldi og útbreiðsla stormmáfspara í Eyjafirði vorið 2010. – The numbers and distribution of breeding Common Gull pairs in Eyjafjörður in 2010. Á 29 stöðum (35% varpstaða) voru stök pör og tvö varppör á hverjum af tólf stöðum (15% varpstaða). Eins og í talningunni 2005 voru eitt eða tvö pör á um helmingi allra varp- staða stormmáfs í Eyjafirði. Umræða Framvinda einstakra varpa Eftir talninguna vorið 2010 eru þekktir alls 154 staðir í Eyjafirði þar sem vitað er að stormmáfar hafi orpið frá árinu 1980. Heildarlista varpstaða er að finna í viðauka. Ef tölur frá einstökum varpstöðum eru kannaðar má sjá vísbendingar um að stormmáfar færi sig milli varpstaða. Eins og fyrri ár drógust nokkur vörp saman en önnur stækkuðu á sama tíma.1 Hér verður fjallað um nokkrar af helstu breytingunum. Stærsti hluti varpsins í Hrísey árið 2010 var í grasmóum ofan vegar frá þorpi norður að syðri Miðbæjar- girðingu í svokölluðu hreppslandi (land sem tilheyrði Hríseyjarhreppi sem nú er sameinaður Akureyrarbæ). Í Hrísey stækkaði varpið ört frá 1980 með hámarki vorið 2005. Í talningunni 2010 hafði fækkað um 23% frá 2005, úr 94 pörum í 72. Engar öruggar ástæður skýra fækkun stormmáfa í Hrísey milli 2005 og 2010. Þó vekur athygli að varp þeirra er einungis á suðurhelmingi eyjarinnar. Á norðurhluta hennar er stórt æðarvarp og þar er talsvert skotið af máfum og öðrum fuglum sem talið er að hafi neikvæð áhrif á æðarvarpið. Þar er því bæði truflun og hugsanlega eitthvað skotið af stormmáfum. Á sama tímabili fjölgaði í næstu vörpum sunnan Hríseyjar, t.d. á áreyrum Fnjóskár austan fjarðar úr 18 pörum vorið 2005 í 54 pör 2010. Einnig varð mikil fjölgun við Arnarnes á Gálmaströnd,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.