Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 53
161
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Stöðum með fleiri en tíu varp-
pörum fjölgaði úr átta í tólf frá
talningunni vorið 2005, en það
vor var stærsta varpið í Hrísey.
Þar fundust 72 pör og hafði þeim
fækkað um 23% frá árinu 2005.
Næststærsta varpið var í Laufás-
hólmum, 54 pör, sem er þreföldun
frá talningunni 2005. Þriðja stærsta
varpið var í óshólmum Eyjafjarðar-
ár norðan gamla þjóðvegar, 48 pör.
Önnur stór vörp vorið 2010 voru
í Krossanesborgum (45 pör), austan
Eyjafjarðarár á móts við Kropp (45
pör), við Munkaþverá (41 par), við
Akureyrarflugvöll (35 pör), við
Stokkahlaðir (30 pör), á áreyrum
Þverár (29 pör), í óshólmum Eyja-
fjarðarár sunnan gamla þjóðvegar
(26 pör), norðan ósa Svarfaðardalsár
(24 pör) og við Arnarnes á Gálma-
strönd (15 pör). Á þessum tólf
stöðum urpu 464 pör árið 2010, eða
70% allra stormmáfspara í Eyjafirði.
3. mynd. Fjöldi og útbreiðsla stormmáfspara í Eyjafirði vorið 2005.
– The numbers and distribution of breeding Common Gull pairs in
Eyjafjörður in 2005.
4. mynd. Fjöldi og útbreiðsla stormmáfspara í Eyjafirði vorið 2010.
– The numbers and distribution of breeding Common Gull pairs in
Eyjafjörður in 2010.
Á 29 stöðum (35% varpstaða) voru
stök pör og tvö varppör á hverjum
af tólf stöðum (15% varpstaða). Eins
og í talningunni 2005 voru eitt eða
tvö pör á um helmingi allra varp-
staða stormmáfs í Eyjafirði.
Umræða
Framvinda einstakra varpa
Eftir talninguna vorið 2010 eru
þekktir alls 154 staðir í Eyjafirði þar
sem vitað er að stormmáfar hafi
orpið frá árinu 1980. Heildarlista
varpstaða er að finna í viðauka. Ef
tölur frá einstökum varpstöðum eru
kannaðar má sjá vísbendingar um að
stormmáfar færi sig milli varpstaða.
Eins og fyrri ár drógust nokkur vörp
saman en önnur stækkuðu á sama
tíma.1 Hér verður fjallað um nokkrar
af helstu breytingunum.
Stærsti hluti varpsins í Hrísey
árið 2010 var í grasmóum ofan vegar
frá þorpi norður að syðri Miðbæjar-
girðingu í svokölluðu hreppslandi
(land sem tilheyrði Hríseyjarhreppi
sem nú er sameinaður Akureyrarbæ).
Í Hrísey stækkaði varpið ört frá
1980 með hámarki vorið 2005. Í
talningunni 2010 hafði fækkað um
23% frá 2005, úr 94 pörum í 72. Engar
öruggar ástæður skýra fækkun
stormmáfa í Hrísey milli 2005
og 2010. Þó vekur athygli að varp
þeirra er einungis á suðurhelmingi
eyjarinnar. Á norðurhluta hennar
er stórt æðarvarp og þar er talsvert
skotið af máfum og öðrum fuglum
sem talið er að hafi neikvæð áhrif á
æðarvarpið. Þar er því bæði truflun
og hugsanlega eitthvað skotið af
stormmáfum. Á sama tímabili
fjölgaði í næstu vörpum sunnan
Hríseyjar, t.d. á áreyrum Fnjóskár
austan fjarðar úr 18 pörum vorið
2005 í 54 pör 2010. Einnig varð mikil
fjölgun við Arnarnes á Gálmaströnd,