Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn 148 enn ekki numið land en sambýli þessara tegunda í mannabyggðum er vel þekkt af því að viðhalda lífsferli T. spiralis. Í dag lýtur inn- flutningur húsdýra og hrárra kjöt- afurða ströngum skilyrðum og öflugu eftirliti. Ekki er þó hægt að útiloka að rottur og jafnvel mýs smitaðar tríkínum berist með inn- fluttum vörum til landsins. Síðustu áratugina eru fjölmörg dæmi þekkt um að nagdýr hafi komið til lands- ins með skipum og í framhaldinu náð að mynda staðbundna stofna.23 Þá er ekki heldur útilokað að hundar sem fluttir hafa verið til lands- ins síðustu áratugina þúsundum saman frá tugum landa um heim allan19 gætu einhverjir hafa borið með sér þolhjúpa tríkína. Þekkt er að hundar smitast auðveldlega af tríkínum en meðan hundaát er ekki stundað hér á landi og tryggilega gengið frá jarðneskum leifum inn- fluttra hunda ætti smithætta að vera í lágmarki. Þetta er nefnt hér vegna þess að árið 2009 smituðust fimm manns af tríkínum í bænum Chita í Síberíu eftir að hafa lagt sér til munns kjöt af hundum sem þar gengu lausir. Og árið áður höfðu níu manns smitast í sama þorpi.25 Þegar grannt er skyggnst geta smitleiðir tríkínanna verið margvíslegar. Öðru máli gegnir um T. pseu- dospiralis sem ekki myndar þol- hjúp. Sú tegund er ekki eingöngu háð hjálp mannsins til að dreifa sér um heimsbyggðina því hún getur borist með farfuglum, einkum rán- fuglum og hræætum. Eins og áður sagði er mjög lítið vitað um tíðni og útbreiðslu tegundarinnar í nágranna- löndunum. Raunar er ekki hægt að útiloka að tegundin sé þegar til staðar í lífríki Íslands því hennar hefur aldrei verið leitað.2,7 Lokaorð Fræðilega séð gætu bæði T. nativa og T. spiralis náð fótfestu og lokið lífs- ferli sínum á Íslandi. Líkurnar á því að það gerist eru þó taldar vera mjög litlar við núverandi aðstæður. Hvað T. nativa varðar eru hvað mestar líkur á því að slíkt gæti gerst ef refir, minkar, hagamýs og brúnrottur fá að gæða sér á tríkínusmituðum hvítabjarnarhræjum því lífsferillinn gæti viðhaldist á svæðum þar sem þessi spendýr þrífast hlið við hlið. Því ber tafarlaust að ganga tryggilega frá hvítabjarnarleifum sem kunna að finnast á Íslandi. Ekki hefur enn verið leitað að T. pseudospiralis í líf- ríki landsins. Summary On Trichinella spp. and their absence in Iceland Genus Trichinella is composed of at least eight species and three additional geno- types. These zoonotic parasites are found in vertebrates, mainly mammals, but also in birds and reptiles in different parts of the world. The life cycle is direct; infec- tions are acquired by eating cysts in raw meat. In humans, these nematodes fre- quently cause serious disease and some- times deaths. Most widespread in Arctic and subarctic areas of the Holarctic re- gion is T. nativa; carnivores at the top of the food chain, mainly polar bear Ursus maritimus and arctic fox Vulpes lagopus, act as a reservoir but a number of omniv- orous and even herbivorous mammals can also become infected. In other parts of the world the most widespread species is T. spiralis and it can be transmitted both in domestic and sylvatic life cycles. In Europe four distinct species occur. However, some countries (Denmark and Luxembourg) and some islands (Ireland, Great Britain, Sardinia, Sicily, Malta and Cyprus) are free of Trichinella spp. Iceland is also one of the Trichinella-free islands. Systematic search for Trichinella larvae in domestic pigs in the country, mainly in the 1950s, and examination of 26 feral minks from various parts of the country in 1993 did not reveal the parasite. Furthermore, no larvae were found in more than 8,000 horses examined during 1998 to 2012 from all parts of Iceland; also in 2012 more than 60,000 domestic pigs were found to be free of a Trichinella-infection. Written sources report more than 500 polar bears that have been seen or re- corded in Iceland. Since 2008 four polar bears have been shot soon after having swum to Iceland. Two of them were in- fected with T. nativa; the third polar bear known to be infected by Trichinella sp. was shot in 1963. It is assumed that T. nativa-infected polar bears have repeat- edly arrived and succumbed in Iceland. However, no sources indicate that the parasite has ever become indigenous. The few terrestrial mammalian species that could participate in Trichinella transmission in Iceland include the arc- tic fox, mice (mainly Apodemus sylvati- cus), rats (mainly Rattus norvegicus) and even the feral mink (Neovison vison). Therefore, in order to prevent a possi- ble transmission in Iceland, remains of polar bears should be safely removed and made inaccessible for mammalian scavengers. The absence of T. spiralis, however, is partly explained by the fact that domes- tic pigs had disappeared in Iceland some centuries before the brown rat (the other mammal usually needed for a successful transmission of T. spiralis) colonized Iceland in the 18th century. The isolation of the country, rare impor- tation of potential hosts and few appro- priate hosts favoring a successful T. spiralis transmission on the island cer- tainly also partly explain why T. spiralis is absent in Iceland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.