Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 9
117 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Gostíðni áætluð út frá fjölda gjóskulaga Ekki varðveitast öll gjóskulög í jarðlögum umhverfis eldstöð og varðveislulíkur minnka með fjar- lægð frá eldstöð. Einungis fimm- tungur Grímsvatnagosa síðustu 800 ára mynduðu gjóskulög sem hafa varðveist í jarðvegssniðum á láglendi Íslands.15 Til þess að áætla gostíðni á forsögulegum tíma út frá fjölda varðveittra gjóskulaga er gert ráð fyrir sömu varðveislu- forsendum og á sögulegum tíma og svokallaður varðveislustuðull reiknaður út frá fjölda varðveittra gjóskulaga í jarðvegi frá sögulegum tíma og fjölda þekktra gosa frá sama tímabili. Varðveislustuðulinn, ásamt fjölda varðveittra gjóskulaga frá forsögulegum tíma, er svo hægt að nota til að nálgast “raunverulega” gostíðni á forsögulegum tíma. Niðurstöður Jarðvegsopnur og uppruni gjósku Heildarþykkt gjósku og jarðvegs í opnunum sjö er breytileg, minnst 325 cm og mest 652 cm, og tíminn sem þær spanna er 2530 til 7320 ár (2. tafla). Gjóskulagið frá Kötlu 1918 er yngsta þekkta lagið en það finnst nálægt toppi jarðvegssniðs í Núpsstaðarskógum (1. mynd). Elstu gjóskulögin finnast í opnum norðan við Vatnajökul, nálægt Kára- hnjúkum og Snæfelli (1. mynd), og eru eldri en 7600 ára. Sé hvert gjóskulag í jarðvegs- sniðunum sjö talið er heildarfjöldi ótengdra gjóskulaga 747, þar af má rekja uppruna 710 laga. Alls eru 279 frá Grímsvötnum, 215 frá Bárðar- bungu og 34 frá Kverkfjöllum sem sýnir að þessar þrjár eldstöðvar hafa myndað rúmlega 2/3 hluta gjóskulaga umhverfis Vatnajökul 3. mynd. Ljósmynd af jarðvegssniði. Nokkur gjóskuleiðarlög eru auðþekkjanleg, það yngsta er svokallað Landnámslag (V-871), basalt gjóskulag myndað á Bárðarbungu- eldstöðvakerfinu, Hrafnkatla og LN eru mynduð í Kötlu, það fyrra er basalt en það seinna kísilríkt en kísilrík Kötlulög eru oft nefnd nálalög vegna lögunar gjóskukorn- anna. HM, HS og H4 eru Heklulög. Aldur þessara gjóskuleiðarlaga og annarra sem notuð eru í rannsókninni er í 1. töflu. – Photo of a soil section. Several readily recog- nisable tephra marker layers, the youngest one, LNL or the Settlement layer is a basal- tic tephra layer originating from the Bárdar- bunga volcanic system. Hrafnkatla is a basaltic Katla tephra layer and LN is a silicic Katla tephra. HM, HS and H4 all originate in the Hekla volcano. The age of these tephra marker layers is given in Table 1. Gjóskuleiðar- lög – Tephra marker layers Eldstöðvarkerfi – Volcanic system Nr. jarðvegsopnu – Soil section No. 14C aldur – 14C dates Leiðréttur aldur1 – Calibrated/ calendar yrs1 Aldur m.v. árið 2005 e.Kr. – Bf 2005 AD Heimildir – References K-1918Δ Katla 7 (S) 1918 e.Kr. 87 t.d. 65 Ö-1727Δ Öræfajökull 7 (S) 1727 e.Kr. 278 65 V-1477 Bárðarbunga 2–7 (L) 1477 e.Kr. 528 26 Ö-1362 Öræfajökull 1–7 (L) 1362 e.Kr. 643 65 H-1158 Hekla 1–5 (L) 1158 e.Kr. 847 28 H-1104 Hekla 1,4 (S) 1104 e.Kr. 901 66, 67 Eldgjá Katla 1,7 (S) 934 e.Kr. 1071 68 V-871 Bárðarbunga 1–7 (L) 871 e.Kr. 1134 38 Hrafnkatla Katla 1–7 (L) *760 e.Kr. 1250 48 Grákolla (G) Torfajökull 1,3–5,7 (L) 1995±30 10 e.Kr. 1995 Guðrún Larsen & Jón Eiríksson óbirt gögn Askja (A) Askja 2,6 (L) 1995±30 10 e.Kr. 1995 Grákollualdur^ Hy Hekla 3,5,7 (L) °~600 f.Kr 2650 69, 70 Hz Hekla 3,4 (S) °~720 f.Kr. 2750 69, 70 UNΔ Katla 7 (S) 2660±50 BP 845 f.Kr. 2850 43 H3 Hekla 1–5 (L) 2879±34 BP 1050 f.Kr. 3055 71 LN Katla 1,3 (S) 3139±40 BP 1430 f.Kr. 3435 43 HS Hekla 6,7 (S) 3515±55 BP 1855 f.Kr. 3860 43 H4 Hekla 1,3–7 (L) 3826±12 BP 2250 f.Kr. 4255 71 N1Δ Katla 1 (S) 3200 f.Kr. 5200 43 HÖ Hekla 1,3–5,7 (L) 5275±55 BP 4110 f.Kr. 6115 37 H5 Hekla 1,3,4 (L) 6185±90 BP 5120 f.Kr. 7125 72 1. tafla. Gjóskuleiðarlög á rannsóknarsvæði, uppruni þeirra og aldur.48 – Tephra marker layers in the study area, their source volcanic systems and ages obtained from written documents, ice core dates C14 dates and soil accumulation rate (SAR) calculations.48 1 Meðaltal leiðrétts aldurs, leiðrétt samkvæmt trjáhringjatali.73 Δ Gjóskuleiðarlög eingöngu notuð við útreikninga jarðvegs- upphleðsluhraða, ekki við tengingu milli jarðvegssniða. (S) Stendur fyrir „staðbundið leiðarlag“ og (L) fyrir „gjósku- leiðarlag“ sem finnst um mest allt land (sjá texta). * Aldur reiknaður út frá jarðvegsupphleðsluhraða. ° Áður óbirtur aldur reiknaður út frá jarðvegsupphleðslu- hraða á Heklusvæði. ̂ Gjóskuleiðarlögin Grákolla og Askja finnast ýmist sem sérstök lög eða blanda beggja í jarðvegsopnum og því eru þau af sama aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.