Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 39
147 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags á Ísafirði að send yrðu að Keldum sýni af kjötinu til rannsóknar, Komu sýnin með fyrstu ferð. Við rannsókn kom í ljós að í kjötinu var urmull af tríkínum. Var héraðslækni gert aðvart um nauðsyn- legar varúðarráðstafanir en þá var búið að matreiða og borða megnið af kjötinu. Engar fregnir eru um að neytendum kjötsins hafi orðið meint af enda bitarnir soðnir og lirfurnar þannig drepnar og gerðar óskaðlegar. Undanfarna tvo áratugi hefur verið leitað að tríkínum hér á landi í vefjum fimm annarra hvítabjarna. Um er að ræða ungan björn sem drepinn var við ísjaðarinn norður af landinu í júní 1993 og fjögur dýr sem syntu til landsins af eigin hvötum. Fyrstu dýrin komu snemmsumars 2008, aldinn björn og roskin birna (Skagadýrin svonefndu).20 Næst kom ung birna í Þistilfjörð í janúar 2010 og önnur ung birna var felld í Rekavík bak Höfn á Hornströndum í byrjun maí 2011. Leitað var í 50 gramma bitum úr kjálkavöðva, tungu og þind allra dýranna. Tvö reyndust smituð, aldni björninn frá 2008 og unga birnan sem felld var í Þistilfirði 2010. Ríflega sjöfaldur munur var á þéttleika tríkínulirfa í vefjum þessara hvítabjarna. Í gamla birninum voru 8,5 lirfur að meðaltali í hverju grammi tungu, 6,8 í kjálkavöðva og 4,4 í þind en í ungu birnunni voru samsvarandi gildi einungis 1,2, 1,0 og 0,6 lirfur í grammi. Athyglisvert er að í báðum dýrunum var lirfuþéttleikinn mestur í tungu, um tvisvar sinnum meiri heldur en í þind. Þéttleiki þolhjúpa í kjálkavöðva var svo nokkurn veginn mitt á milli tungu- og þindar- gildanna. Sértækar PCR prófanir staðfestu í báðum tilvikum að þarna var á ferðinni T. nativa.21 Möguleikar tríkínu- tegundanna á Íslandi Um helmingur hvítabjarna í Austur- Grænlandsstofninum er smitaður af T. nativa.15,16 Skriflegar heimildir greina frá komum ríflega 500 hvítabjarna til Íslands.22 Oftast hafa dýrin komið þegar hafís var land- fastur eða ís var nærri landi. Mörg bjarndýrin hurfu aftur út á hafísinn, sum voru drepin en önnur urðu inn- lyksa og drápust uppi á landi. Aðrar leiðir til landsins eru mögulegar því stundum hafa misjafnlega úldin hvítabjarnarhræ fundist rekin á fjörur.22 Ofangreindar upplýsingar benda sterklega til þess að T. nativa hafi ítrekað í gegnum tíðina borist til Íslands þannig að þolhjúpa- smitað kjöt hafi getað orðið fæðu- uppspretta fyrir spendýr sem sækja í hræ. Engar heimildir eru þó fyrir- liggjandi um að slíkt hafi nokkru sinni leitt til þess að tríkínur næðu fótfestu í lífríki landsins. Skýringin á því er líklega nátengd fátæklegri fánu og tiltölulega fáliðuðum stofnum villtra spendýra sem gætu viðhaldið lífsferlinum á Íslandi. Refur er það spendýr sem líklegast er til að gera slíkt. Einnig hagamús (Apodemus sylvaticus) sem hér hefur verið algeng í graslendi síðan land byggðist því hún er þekkt af því að narta í hræ ef svo ber undir.23 Einnig mætti nefna brúnrottu sem þekkt er af því að hafa lifað ára- tugum saman í lífmiklum fjörum en tegundin nam hér ekki land fyrr en um miðja 18. öld.23 Skilyrði til að viðhalda hringrás T. nativa úti í líf- ríki landsins eru því óhagstæð. Svipaðar ástæður eru taldar liggja því að baki að T. spiralis er ekki heldur landlæg á Íslandi. Einangrun lands- ins í miðju Norður-Atlantshafinu og fátíður innflutningur dýra til lands- ins í gegn um aldirnar skipta þar væntanlega mestu máli. Svínaeldi lagðist nánast af strax á 15. eða 16. öld á Íslandi.24 Meðan svín gengu um villt hér á landi hafði brúnrotta 4. mynd. Tríkínusjáraðferð var notuð til að finna þolhjúpa Trichinella spp. með því að pressa litla kjötbita milli glerplatna og leita þolhjúpanna í gegnumfallandi ljósi. A: Tríkínusjá undir víðsjá; B: Þolhjúpar í þindarbita og C: Upprúlluð lirfa inni í þolhjúp. Þolhjúparnir (380 x 500 µm) eru með áberandi fitudropa við annan endann. – The trichinoscopy method was used to search for cysts of Trichinella spp. after compressing small meat samples between glass plates and searching for cysts under a stereoscope. A: Thrichinoscope under the stereoscope; B: Cysts in diaphragm and C: Spiral-formed larva within the cyst. The cysts (380 x 500 µm) have prominent lipid droplets at the one end. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. A B C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.