Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 70

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 70
Náttúrufræðingurinn 178 Heiðursfélagar Á aðalfundinum 25. febrúar 2012 voru kjörnir tveir heiðursfélagar HÍN, þær Adda Bára Sigfúsdóttir og Margét Guðnadóttir. Þá hafði engum hlotnast sá heiður frá 2005. Þeim var veitt skrautritað heiðurs- skjal og gullmerki félagsins ásamt blómvendi. Á heiðursskjölunum kemur fram fyrir hvað vegsemdin hlotnast en þar stendur: Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur kjörið Öddu Báru Sigfúsdóttur veður- fræðing heiðursfélaga fyrir ötult starf að rannsóknum á veðurfari Íslands og baráttu fyrir jafnrétti kvenna og karla í stétt náttúrufræðinga. Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur kjörið Margréti Guðnadóttur veiru- fræðing heiðursfélaga fyrir braut- ryðjandastarf að rannsóknum í veiru- fræði, sér í lagi vegna vísindaframlags á sviði hæggengra veirusjúkdóma í búfé og þróun bóluefnis gegn slíkum sjúkdómum. Adda Bára mætti á aðalfundinn og hélt þakkarávarp. Margrét var erlendis en Guðni Franzson, sonur hennar, var viðstaddur athöfnina fyrir hennar hönd. Seinna hittu full- trúar stjórnar Margréti og færðu henni heiðurstáknin. Fræðsluerindin Fræðsluerindi félagsins voru haldin í stofu 132 í Öskju eins og undan- farin ár. Reglan er að halda erindin síðasta mánudag hvers mánaðar á tímabilinu september til maí að desember undanskildum. Frá síðasta aðalfundi voru haldin sjö erindi. Aðsókn á erindin hefur verið allsæmileg, eða 393 fundargestir á árinu (50 fleiri en á síðasta ári). Eftirfarandi erindi voru haldin: 27.2.2012. Dr. Páll Imsland jarðfræð- ingur. Að fara litum. Litbreytingaferli litföróttra hrossa. 26.3.2012. Björn Pálsson sagnfræð- ingur. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur: Minningabrot. 30.4.2012. Dr. Freysteinn Sigmunds- son jarðeðlisfræðingur. Hvenær gýs Hekla? Innviðir eldfjalls og jarðskorpuhreyfingar. 24.9.2012. Dr. Kristín S. Vogfjörð jarðeðlisfræðingur. Samspil jarð- skjálftavirkni og jökulhlaupa á Íslandi. 24.10.2012. Þorsteinn Sigurðsson fiskifræðingur. Makríll við Ísland. Líffræði - stofnstærð og göngur. 26.11.2012. Dr. Ingibjörg Svala Jóns- dóttir plöntuvistfræðingur. Mosar sem glóa – fjölbreytni og vistfræði mosa í ljósi loftslagsbreytinga. 28.1.2013. Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur. Forvitinn jeppi á Mars. Félagsmönnum HÍN og öðrum áhugasömum um náttúrufræðileg málefni gefst núorðið kostur á því að fylgjast með fræðsluerindum á vegum félagsins á Youtube mynd- bandasíðunni. Erindin eru birt á slóðinni http://www.youtube.com/ user/Natturufraedingurinn og þar er hægt að hlusta á fyrirlesara og horfa á myndefni þeirra. Tengil á mynd- bandsupptökur fræðsluerindanna er einnig að finna í kynningartexat um viðkomandi erindi á heimasíðu HÍN, ww.hin.is. Náttúrufræðingurinn Á árinu kom út fjórfalt tölublað af Náttúrufræðingnum í 82. árgangi og var það helgað Þorleifi Einars- syni jarðfræðingi. Eftir útkomu árgangsins lét ritstjórinn Hrefna B. Ingólfsdóttir af störfum en hún sat í ritstjórastóli frá árinu 2006 og rit- stýrði þá 1. tölublaði 75. árgangs. Á tiltölulega stuttum ritstjóraferli sínum náði hún því langþráða takmarki að hala inn slaka á út- gáfu ritsins sem komið var tveimur árum á eftir áætlun. Á jólafundi stjórnar í desember voru Hrefnu færðar þakkir fyrir störf sín fyrir félagið og færðar gjafir í því skyni, Fuglabók Gröndals og vaxstyttu af geirfugli. Auglýst var eftir nýjum ritstjóra. Tuttugu ágætar umsóknir bárust frá tólf körlum og átta konum. Sex umsækjendur voru boðaðir í viðtal og í kjölfarið var Sighvatur Blöndahl ráðinn ritstjóri. Er hann boðin velkominn til starfa. Von er á næsta tölublaði ritsins eftir um þrjár vikur eða um miðjan mars. Í ritstjórn Náttúrufræðingsins sitja nú: Droplaug Ólafsdóttir líffræðingur, formaður, Esther Ruth Guðmunds- dóttir jarðfræðingur, Hafdís Hanna Ingólfur Einarsson (1927–2012) heiðurs- félagi HÍN. Hann var gjaldkeri félagsins í 28 ár og þar áður endurskoðandi reikninga um árabil. Fáir eða engir hafa setið jafn lengi í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélagsins og Ingólfur. Á aðalfundinum voru Adda Bára Sigfús- dóttir og Margét Guðnadóttir gerðar að heiðursfélögum HÍN. Guðni Franzson, sonur Margrétar, tók við heiðursskjali og blómvendi fyrir hönd móður sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.