Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 70

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 70
Náttúrufræðingurinn 178 Heiðursfélagar Á aðalfundinum 25. febrúar 2012 voru kjörnir tveir heiðursfélagar HÍN, þær Adda Bára Sigfúsdóttir og Margét Guðnadóttir. Þá hafði engum hlotnast sá heiður frá 2005. Þeim var veitt skrautritað heiðurs- skjal og gullmerki félagsins ásamt blómvendi. Á heiðursskjölunum kemur fram fyrir hvað vegsemdin hlotnast en þar stendur: Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur kjörið Öddu Báru Sigfúsdóttur veður- fræðing heiðursfélaga fyrir ötult starf að rannsóknum á veðurfari Íslands og baráttu fyrir jafnrétti kvenna og karla í stétt náttúrufræðinga. Hið íslenska náttúrufræðifélag hefur kjörið Margréti Guðnadóttur veiru- fræðing heiðursfélaga fyrir braut- ryðjandastarf að rannsóknum í veiru- fræði, sér í lagi vegna vísindaframlags á sviði hæggengra veirusjúkdóma í búfé og þróun bóluefnis gegn slíkum sjúkdómum. Adda Bára mætti á aðalfundinn og hélt þakkarávarp. Margrét var erlendis en Guðni Franzson, sonur hennar, var viðstaddur athöfnina fyrir hennar hönd. Seinna hittu full- trúar stjórnar Margréti og færðu henni heiðurstáknin. Fræðsluerindin Fræðsluerindi félagsins voru haldin í stofu 132 í Öskju eins og undan- farin ár. Reglan er að halda erindin síðasta mánudag hvers mánaðar á tímabilinu september til maí að desember undanskildum. Frá síðasta aðalfundi voru haldin sjö erindi. Aðsókn á erindin hefur verið allsæmileg, eða 393 fundargestir á árinu (50 fleiri en á síðasta ári). Eftirfarandi erindi voru haldin: 27.2.2012. Dr. Páll Imsland jarðfræð- ingur. Að fara litum. Litbreytingaferli litföróttra hrossa. 26.3.2012. Björn Pálsson sagnfræð- ingur. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur: Minningabrot. 30.4.2012. Dr. Freysteinn Sigmunds- son jarðeðlisfræðingur. Hvenær gýs Hekla? Innviðir eldfjalls og jarðskorpuhreyfingar. 24.9.2012. Dr. Kristín S. Vogfjörð jarðeðlisfræðingur. Samspil jarð- skjálftavirkni og jökulhlaupa á Íslandi. 24.10.2012. Þorsteinn Sigurðsson fiskifræðingur. Makríll við Ísland. Líffræði - stofnstærð og göngur. 26.11.2012. Dr. Ingibjörg Svala Jóns- dóttir plöntuvistfræðingur. Mosar sem glóa – fjölbreytni og vistfræði mosa í ljósi loftslagsbreytinga. 28.1.2013. Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur. Forvitinn jeppi á Mars. Félagsmönnum HÍN og öðrum áhugasömum um náttúrufræðileg málefni gefst núorðið kostur á því að fylgjast með fræðsluerindum á vegum félagsins á Youtube mynd- bandasíðunni. Erindin eru birt á slóðinni http://www.youtube.com/ user/Natturufraedingurinn og þar er hægt að hlusta á fyrirlesara og horfa á myndefni þeirra. Tengil á mynd- bandsupptökur fræðsluerindanna er einnig að finna í kynningartexat um viðkomandi erindi á heimasíðu HÍN, ww.hin.is. Náttúrufræðingurinn Á árinu kom út fjórfalt tölublað af Náttúrufræðingnum í 82. árgangi og var það helgað Þorleifi Einars- syni jarðfræðingi. Eftir útkomu árgangsins lét ritstjórinn Hrefna B. Ingólfsdóttir af störfum en hún sat í ritstjórastóli frá árinu 2006 og rit- stýrði þá 1. tölublaði 75. árgangs. Á tiltölulega stuttum ritstjóraferli sínum náði hún því langþráða takmarki að hala inn slaka á út- gáfu ritsins sem komið var tveimur árum á eftir áætlun. Á jólafundi stjórnar í desember voru Hrefnu færðar þakkir fyrir störf sín fyrir félagið og færðar gjafir í því skyni, Fuglabók Gröndals og vaxstyttu af geirfugli. Auglýst var eftir nýjum ritstjóra. Tuttugu ágætar umsóknir bárust frá tólf körlum og átta konum. Sex umsækjendur voru boðaðir í viðtal og í kjölfarið var Sighvatur Blöndahl ráðinn ritstjóri. Er hann boðin velkominn til starfa. Von er á næsta tölublaði ritsins eftir um þrjár vikur eða um miðjan mars. Í ritstjórn Náttúrufræðingsins sitja nú: Droplaug Ólafsdóttir líffræðingur, formaður, Esther Ruth Guðmunds- dóttir jarðfræðingur, Hafdís Hanna Ingólfur Einarsson (1927–2012) heiðurs- félagi HÍN. Hann var gjaldkeri félagsins í 28 ár og þar áður endurskoðandi reikninga um árabil. Fáir eða engir hafa setið jafn lengi í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélagsins og Ingólfur. Á aðalfundinum voru Adda Bára Sigfús- dóttir og Margét Guðnadóttir gerðar að heiðursfélögum HÍN. Guðni Franzson, sonur Margrétar, tók við heiðursskjali og blómvendi fyrir hönd móður sinnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.