Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 38
Náttúrufræðingurinn
146
dvína. Dauðsföllin verða einkum
þegar mikið af lirfum nær að trufla
starfsemi hjartans, þegar virkni
vöðvanna sem sjá um öndunar-
hreyfingar truflast eða þegar lirfur
hafa náð að safnast fyrir í miklum
mæli í heila að taugakerfið hættir
að starfa eðlilega. Vægar sýkingar
með tiltölulega fáum verpandi kven-
dýrum minna á flensu eða umgangs-
pestir og geta slíkar sýkingar gengið
yfir án þess að viðkomandi átti sig á
orsökinni.
Sömu sjúkdómseinkenna gætir í
dýrum en þau birtast þó á annan
hátt. Í svínum greina eigendur til
dæmis aukin sársaukaviðbrögð, hrað-
ari öndun, kyngingarerfiðleika og
stirðbusalegri hreyfingar en svipað
og í mannfólkinu hverfa þessi
einkenni að mestu þegar þolhjúp-
arnir eru fullmyndaðir.9
Leit að tríkínum á Íslandi
Leit að tríkínum á Íslandi hefur
beinst að T. spiralis og T. nativa en
engin leit hefur enn verið gerð að
T. pseuedospiralis, tegund, sem eins
og áður sagði, myndar ekki þol-
hjúpa en hefur fundist víða um heim
í mönnum, öðrum spendýrum og
fuglum sem éta hrátt kjöt.4,7
Leit að Trichinella spp. í svínum,
hrossum og villimink
Um og eftir seinni heimsstyrjöldina
hófst innflutningur á matvælum
til setuliðs Bandaríkjamanna á Ís-
landi. Þar sem fljótlega var farið að
nota matarúrgang frá herstöðinni
í Keflavík sem fóður á svínabúum
í nágrenninu varð mönnum strax
ljós sú hætta sem skapaðist á því að
tríkínur (T. spiralis, eftir á að hyggja
raunar einnig tegundirnar T. nativa,
T. murelli og arfgerðin T. T6)4 gætu
borist með þessum mararúrgangi
yfir í svín hérlendis. Þannig gætu
svínaafurðir orðið uppspretta
tríkínusýkinga í fólki á Íslandi væri
þeirra neytt hrárra (hráskinka)
eða vaneldaðra. Fljótlega eftir að
Páll Agnar Pálsson, fyrrum yfir-
dýralæknir kom til starfa að Til-
raunastöðinni á Keldum árið 1948 fór
hann ásamt samverkafólki að leita
að tríkínum í svínum sem slátrað
var í Reykjavík og nágrenni.18 Leitað
var með svonefndri tríkínusjáraðferð
þar sem litlir bitar úr þind (hver á
stærð við hrísgrjón) eru pressaðir
milli tveggja glerplatna og leitað
með gegnumfallandi ljósi að þol-
hjúpum lirfanna í víðsjá (4. mynd).
Þessari leit var haldið áfram svo
lengi sem matarleifar frá herstöðinni
voru notaðar sem fóður fyrir svín.
Aldrei fundust þolhjúpar tríkína í
svínunum.18
Áður kom fram að um mið-
bik áttunda áratugarins komu upp
nokkrir tríkínufaraldarar í Evrópu
sem raktir voru til neyslu á hráu
hrossakjöti.4,7,10 Í framhaldinu var
farið að leita skipulega að tríkínum
í hrossakjöti sem neyta átti í löndum
Evrópubandalagsins. Engin undan-
tekning var gerð varðandi inn-
flutning á hrossakjöti frá Íslandi. Til-
skipunin varð til þess að farið var
að leita á nýjan leik að tríkínum á
Tilraunastöðinni á Keldum. Nú var
aftur á móti beitt nákvæmari aðferð.
Fólst hún í því að melta 5 gramma
bita úr þind þeirra hrossa sem flutt
skyldu út. Þolhjúparnir meltast
líka utan af lirfunum þannig að í
smituðum dýrum blasa lirfurnar
við spriklandi þegar botnfalli úr
meltingarlausninni er brugðið undir
víðsjá (3. mynd). Á árunum 1998 til
2011 var leitað með þessari aðferð
að tríkínum í hátt í 2000 íslenskum
hrossum án þess þó að finna nokkru
sinni tríkínulirfur.19
Umfang tríkínuleitar hér á landi
stórjókst árið 2012 þegar farið
var að framfylgja tilskipun EB nr.
2075/2005 sem kveður á um að leita
skuli að tríkínum í þindarsýnum úr
öllum svínum (1 gramm úr hverju
svíni) og öllum hrossum (5 grömm
úr kjálkavöðva) sem færð eru til
slátrunar á Íslandi. Gildir einu
hvort kjötið er flutt út eða þess neytt
innanlands. Á árinu 2012 voru rann-
sökuð á Keldum 671 safnsýni úr
svínum (hámark sýni úr 100 svínum
í hverju safnsýni, stundum þó sýni
úr færri dýrum, alls á að giska um
65.000 sýni) og 351 safnsýni úr
hrossum (hámark 20 hross í hverju
safnsýni, í heildina sýni úr ríflega
6000 hrossum). Tríkínur fundust
ekki í þessum sýnum.19
Árið 1993 leitaði höfundur tríkínu-
lirfa í þind 26 villtra minka Neovison
vison sem veiddir voru víða um land
frá apríl 1990 fram í apríl 1992. Var
þessi athugun gerð í tengslum við
skipulegar rannsóknir á sníkjudýrum
í villta minkastofninum hér á landi.
Beitt var áðurnefndri meltingar-
aðferð. Engar tríkínur fundust í
sýnunum.
Tríkínur staðfestar í hvíta-
björnum á Íslandi
Fyrsta dýrið sem staðfest er að
hafi verið smitað af tríkínum hér á
landi er hvítabjörn sem felldur var
í Hornvík 20. júní 1963 (2. mynd). Í
skýrslu á Keldum er að finna eftir-
farandi frásögn:18
Þau tíðindi gerðust sumarið 1963
að bjarndýr var lagt að velli vestur á
Hornströndum. Skrokkur dýrsins var
fluttur til Ísafjarðar og kjötið boðið til
sölu. Vegna nýjungagirni fólks gekk
kjötsalan vel og fengu færri en vildu.
Strax og fregnaðist að bjarndýrakjötið
væri notað til manneldis fór yfir-
dýralæknir þess á leit við héraðslækninn
3. mynd. Lirfa tríkínunnar Trichinella nativa
(þvermál 40 µm) eftir að hafa verið melt út úr
þolhjúpi úr þind hvítabjarnar sem gekk á land
á Skaga í júní 2008. – Larva of Trichinella
nativa (diameter 40 µm) from the diaphragm
of polar bear that swam to Iceland in June
2008. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson.