Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 48
Náttúrufræðingurinn 156 og 50 µg/m3 á Hvaleyrarholti miðað við Grensásveg. Skýringin á því gæti verið að tíðni vindátta sem hafa sömu stefnu og bein lína milli Hvaleyrarholts og Hellis- heiðarvirkjunar virðist hafa til- hneigingu til að vera lægri en tíðni vindátta sem hafa sömu stefnu og bein lína milli Grensásvegar og virkjunarinnar; þetta er þó ekki mjög skýrt.40,41 Mælistöðin á Hvaleyrarholti er sú mælistöð sem er fjær virkjuninni og mengunin ætti því að þynnast meira á leiðinni. Á milli mælistöðvar og virkjunar er einnig landslag sem gæti torveldað dreifingu H2S vegna eðlisþyngdar þess.1,35 Að lokum eru talsvert færri klukkustundir yfir 10 µg/m3 í janúar á Hvaleyrarholti miðað við aðra vetrarmánuði og það á við um öll þrjú árin. Þetta gæti verið tilviljun þar sem veðuraðstæður sem auka líkur á háum styrk H2S á höfuð- borgarsvæðinu hafa ekki skapast í janúar undanfarin ár, en einnig gæti verið um bilanir að ræða. Það er áhugavert að skoða hversu oft og hve lengi styrkur H2S var yfir lyktarmörkum ef leyfileg mengun miðaðist við þau. Hér miðum við lyktarmörkin við 10 µg/m3 meðal annars vegna vand- kvæða við kvörðun tækja1 og þess að mjög misjafnt er eftir efna- samsetningu meðal annars hvar mörkin liggja. Til dæmis er gefið upp bilið 1–190 µg/m3 á heimasíðu OR.42 Í stað 13 klukkustunda í janúar og 6 klukkustunda í febrúar fyrir 50 µg/m3 heilsuverndarmörk, yrðu nú yfir 400 stundir í desember (5. mynd). Þannig færi styrkurinn yfir mörkin að meðaltali 78±2 daga á ári (4–9 daga í mánuði) fyrir tímabilið 2010– 2012, í stað tveggja daga árið 2010 og engra árin 2011 og 2012. Umræður Forsvarsmenn Samorku (Samtök orku- og veitufyrirtækja) og OR hafa gagnrýnt íslensku heilsuverndar- mörkin. Forstjóri OR sagði, árið 2012, að reglugerð um brennisteins- vetni sé strangari hér á landi en erlendis.43 Eins og sést á 2. mynd er mjög mismunandi hvort lönd/ ríki setja sér strangari mörk/viðmið en Ísland. Af þeim 22 löndum/ ríkjum sem voru skoðuð voru átta með strangari viðmið en Ísland og fimm með strangari mörk. Á meðal ríkja með strangari mörk eru Kalifornía, þar sem uppsett afl jarðvarmavirkjana er yfir 2700 MW44 og New York ríki, sem eru tvö af þremur fjölmennustu ríkjum Bandaríkjanna.45 Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku, lýsti stuttu eftir setningu reglugerðarinnar 2010 yfir vonbrigðum með mörkin og sagði að viðmið WHO ættu að gilda.46 Flest ríkjanna sem skoðuð voru hafa sett sér strangari mörk/ viðmið en WHO (2. mynd). Útfrá þessum athugunum er ekki hægt að segja að Ísland skeri sig úr, hvorki hvað varðar leyfðan styrk né að mörkin séu lögbundin. Einnig er grundvallarmunur á viðmiðum WHO og íslensku mörkunum, þar sem viðmið WHO eru ákvörðuð með vernd fyrir bráðaáhrifum í huga2, en þau íslensku eru sett til að vernda heilsu almennings til lengri tíma10. Því ætti að bera íslensku mörkin saman við mörk eða viðmið sem sett eru með langtímaheilsu al- mennings í huga. Upp hefur komið umræða um hve há mengunarmörkin eru og til dæmis hafa forsvarsmenn Vinnu- eftirlitsins fært rök fyrir því að það ætti að lækka mengunarmörk H2S.47 Þar sem augnerting hefst við 15 mg/ m3 2, þýðir það að starfsmenn eiga á hættu að vera í vinnuumhverfi sem er mjög nálægt þeim styrk sem heilsa þeirra er talin hljóta tjón af án þess að vinnuveitanda beri skylda til að bregðast við. Erfitt er að fullyrða um langtíma- áhrif lágs styrks H2S á heilsu. Enda þótt mun fleiri rannsóknir bendi til þess að þau séu neikvæð, meðal annars aukning í öndunarfæra- sjúkdómum6,48,49 og aukin hætta á krabbameini í öndunarfærum50, voru áhrifin í rannsókn Bates og félaga á astma jákvæð7. Eins og áður var nefnt eru rannsóknir fáar og aug- ljós þörf á frekari rannsóknum. Summary Hydrogen sulfide concentration in the Reykjavik area and related health limits An ambient air quality standard, health limit, for hydrogen sulfide was set in Iceland in 2010, which is one third of the WHO (World Health Organization) guideline, or 50 µg/m3 for 24 hour run- ning arithmetic mean concentration. A health limit for the annual mean was also set at 5 µg/m3. The Icelandic health limit is compared with health limits and guidelines in other countries because it has been implied that it is overly strict. Comparison shows that stricter limits 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 Ja nú ar Fe brú ar Ma rs Ap ríl Ma í Jú ní Jú lí Ág ús t Se pte mb er Ok tób er Nó ve mb er De se mb er K lu kk us tu nd ir – H ou rs 5. mynd. Klukkustundir þegar hlaupandi 24 klukkustunda meðaltal er yfir 10 µg/m3 við Grensásveg. – Hours when the running mean is above 10 µg/m3 at the Grensásvegur measurement station. 2012 2011 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.