Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 65
173
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
skyldi stofnað til eins seturs á Akur-
eyri strax við gildistöku laganna.
Byggt verði yfir Reykjavíkursetur
NÍ í Vatnsmýri við hliðina á Nátt-
úrusafni og kallaði nefndin bygg-
inguna Náttúruhús.
• Sérstakur kafli er um náttúru-
stofur í frumvarpinu, efnislega með
svipuðum ákvæðum og sett voru
fram í tillögum N-nefndarinnar frá
1973, m.a. heimild til að stofnsetja
eina slíka stofu er njóti ríkisstuðn-
ings í hverju kjördæmi. Tvær nátt-
úrustofur verði heimilaðar innan
fimm ára frá gildistöku laganna.
• Kveðið er á um tengsl NÍ við
aðrar rannsóknastofnanir og sam-
starf við náttúrustofur.
• Rannsóknir sem tengjast
umhverfismálum geta verið meðal
verkefna NÍ og náttúrustofa og
fyrirhuguð lög skyldu sett undir
umhverfisráðuneyti, sem stofnað
var til um sama leyti árið 1990.
• Uppbygging og rekstur náttúru-
sýningarsafna eru aðskilin frá rann-
sóknum og verða verkefni sérstakra
félaga, etv. sem sjálfseignarstofnanir.
Nefndin átti fundi með rektor
Háskóla Íslands og Davíð Odds-
syni borgarstjóra um þátttöku Há-
skóla Íslands og Reykjavíkurborgar
ásamt ríkinu um byggingu yfir
sýningarsafn í Náttúruhúsi í Vatns-
mýri austan Norræna hússins. Var
gert ráð fyrir að stofnað yrði hið
fyrsta undirbúningsfélag aðila um
byggingu þess og rekstur.
Umfjöllun stjórnvalda um
tillögur NNN-nefndar
Fljótlega eftir samþykkt laga vorið
1990 um sjálfstætt umhverfisráðu-
neyti sendi menntamálaráðuneytið
tillögur NNN-nefndar þangað.
Júlíus Sólnes umhverfisráðherra
mælti á Alþingi þann 12. mars 1991
fyrir stjórnarfrumvarpi um Nátt-
úrufræðistofnun Íslands og nátt-
úrustofur.14 Ráðuneyti hans hafði
talið rétt að kanna betur nokkur
atriði í frumvarpinu áður en það
yrði lagt fyrir Alþingi, einkum þau
sem lutu að stjórn og skipulagi
Náttúrufræðistofnunar. M.a. hafði
heimild til stofnunar setra Náttúru-
fræðistofnun Íslands verið fjölgað úr
fimm í sex og forstöðumaður seturs
í Reykjavík skyldi jafnframt vera
forstjóri stofnunarinnar, skipaður af
ráðherra. Júlíus boðaði hins vegar
engar breytingar á tillögum NNN-
nefndar um náttúrustofur. Jafn-
framt greindi hann frá því í fram-
söguræðu sinni að samstarfshópur
ríkis, Reykjavíkurborgar og Háskóla
Íslands um byggingu Náttúruhúss
á lóð Háskólans í Vatnsmýri hefði
verið skipaður.15 Málinu var vísað til
allsherjarnefndar, en þingi var þá að
ljúka í aðdraganda alþingiskosninga
vorið 1991, og lauk nefndin ekki
umfjöllun um frumvarpið.
Þann 10. desember 1992 var öðru
sinni lagt fram á Alþingi stjórnar-
frumvarp um Náttúrufræðistofnun
Íslands og náttúrustofur.16 Mælti nýr
umhverfisráðherra, Eiður Guðnason,
fyrir málinu þann 18. febrúar 1992.
Hafði hann áður skipað nefnd til
að fara yfir frumvarpið og meta
hvort æskilegt eða nauðsynlegt væri
að gera breytingar á því. Í nefnd-
inni áttu sæti Jón Gunnar Ottósson
deildarstjóri formaður, og alþingis-
14 Nd. 12. mars 1991. Náttúrufræðistofnun Íslands, 1. umr. Stjfrv., 435. mál (heildarlög). – Þskj. 788.
15 Náttúruhús í Reykjavík. Áfangaskýrsla, júlí 1991. Samstarfshópur um byggingu Náttúruhúss í Reykjavík. Umhverfisráðuneytið – Kristinn Sv. Helgason – Sveinn Jakobsson.
Reykjavíkurborg – Hjörleifur Kvaran – Þórður Þ. Þorbjarnarson. Háskóli Íslands – Sveinbjörn Björnsson – Örn Helgason. Menntamálaráðuneytið – Álfheiður Ingadóttir.
16 Frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, 203. mál á þskj. 228. á 115. löggjafarþingi 1991–1992.
9. mynd. Skilagrein NNN-nefndar 1990.