Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 60
Náttúrufræðingurinn 168 Náttúrugripasöfn utan Reykjavíkur Árið 1951 var að frumkvæði Jakobs Karlssonar stofnað til náttúrugripa- safns á Akureyri og réði bæjarfélagið Kristján Geirmundsson hamskera sem forstöðumann þess. Var það lengi til húsa að Hafnarstræti 81a.2 Íslenskir fuglar voru framan af uppi- staðan í sýningu safnsins en 1960 bættist því grasasafn Steindórs Stein- dórssonar. Helgi Hallgrímsson nátt- úrufræðingur var safnvörður þess 1961–1974 en þá tók við dr. Hörður Kristinsson sem starfað hafði sem sér- fræðingur við safnið og Lystigarðinn frá 1970. Hófu þeir Helgi og Hörður báðir náttúrurannsóknir á 7. áratug- num, einkum á flóru Norðurlands og safnið hélt frá árinu 1972 úti tímaritinu Acta botanica islandica. Árið 1964 hófst undirbúningur að stofnun náttúrugripasafns í Vest- mannaeyjum á vegum bæjarfélagsins og var Friðrik Jesson kennari ráðinn til að vinna að uppbyggingu þess að Heiðarvegi 12 þar í bæ.3 Safnið í Eyjum einbeitti sér frá upphafi að söfnun og sýningu lifandi fiska og annarra sjódýra, en síðar bættist því steinasafn. Atferlisrannsóknir á fiskum urðu liður í starfsemi safnsins. Árið 1965 samþykkti bæjar- stjórn Neskaupstaðar að koma þar upp náttúrugripasafni. Náttúru- gripasafnið í Neskaupstað opnaði sína fyrstu sýningu 1970 og fékk ári síðar samastað í leiguhúsnæði að Mýrargötu 37 þar í bæ4, en flutti í eigið húsnæði vorið 1989 að Mið- stræti 1. Nú er endurhönnuð sýning safnsins á 3. hæð sérstaks safna- húss að Egilsbraut 2 í Neskaupstað. Greinarhöfundur vann á árunum 1966–1978 að uppbyggingu þessa safns, samhliða kennslustörfum og ýmsum rannsóknum á náttúru Austurlands. Þegar hér var komið sögu höfðu þessi þrjú söfn komið upp föstum sýningum, auk ýmissar annarrar starfsemi. Vísir var kominn að fleiri náttúrugripasöfnum um þetta leyti, m.a. hafði verið stofnað til náttúrugripasafns á Húsavík 1966 að frumkvæði Jóhanns Skaftasonar sýslumanns, en sýning á þess vegum opnaði fyrst árið 1980 í sér- stöku Safnahúsi.5 Samvinna var talsverð milli safnanna á Akureyri og í Neskaup- stað, m.a. stóðu þau um skeið saman að útgáfu tímaritsins Týli. Við Helgi Hallgrímsson vorum nákunnugir, báðir ættaðir af Héraði, samstúdentar frá MA árið 1955 og höfðum síðan numið náttúrufræði í Þýskalandi, hvor sínum megin járntjaldsins. Samstarf okkar beindist ekki aðeins að eflingu safnanna heldur einnig að náttúruvernd. Hörður Kristins- son, skólabróðir okkar Helga, varð stúdent frá MA árið 1958 og hafði síðan stundað nám í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann hóf störf við safnið á Akureyri um 1970 og varð síðar forstöðumaður þess. Starf „náttúrugripa- safnanefndar“ 1972–1973 Menntamálaráðuneytið skipaði þann 26. október 1972 þriggja manna „náttúrugripasafnanefnd“. Hún verður hér nefnd N-nefndin til aðgreiningar frá tveimur öðrum stjórnskipuðum nefndum sem á eftir komu (sjá síðar). Sem formann skipaði ráðuneytið Svein Jakobsson jarðfræðing, þá forstöðumann NÍ, og með honum Hörð Kristinsson og undirritaðan. Nefndin vann ötullega, hélt tíu bókaða fundi og skilaði af sér innan árs, nánar til- 2. mynd. Frá sýningu Náttúrugripasafnsins á Akureyri 1988. Ljósm. Hörður Kristinsson. 2 Helgi Hallgrímsson 1971. Náttúrugripasafnið á Akureyri 20 ára. Týli 1. Bls. 35–36. 3 Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum er 30 ára á þessu ári … Morgunblaðið 10. des. 1994. 4 Hjörleifur Guttormsson 1971. Náttúrugripasafnið í Neskaupstað. Týli 1. Bls. 25–28. 5 Safnahúsið á Húsavík. Byggða- sjóminja- og héraðsskjalasafn. http://www.nat.is/sofn/husavik_safnahusid.htm 3. mynd. Úr rannsóknaleiðangri Náttúrugripasafnsins í Neskaupstað á leið í Kringilsár- rana 1978. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.