Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 60
Náttúrufræðingurinn 168 Náttúrugripasöfn utan Reykjavíkur Árið 1951 var að frumkvæði Jakobs Karlssonar stofnað til náttúrugripa- safns á Akureyri og réði bæjarfélagið Kristján Geirmundsson hamskera sem forstöðumann þess. Var það lengi til húsa að Hafnarstræti 81a.2 Íslenskir fuglar voru framan af uppi- staðan í sýningu safnsins en 1960 bættist því grasasafn Steindórs Stein- dórssonar. Helgi Hallgrímsson nátt- úrufræðingur var safnvörður þess 1961–1974 en þá tók við dr. Hörður Kristinsson sem starfað hafði sem sér- fræðingur við safnið og Lystigarðinn frá 1970. Hófu þeir Helgi og Hörður báðir náttúrurannsóknir á 7. áratug- num, einkum á flóru Norðurlands og safnið hélt frá árinu 1972 úti tímaritinu Acta botanica islandica. Árið 1964 hófst undirbúningur að stofnun náttúrugripasafns í Vest- mannaeyjum á vegum bæjarfélagsins og var Friðrik Jesson kennari ráðinn til að vinna að uppbyggingu þess að Heiðarvegi 12 þar í bæ.3 Safnið í Eyjum einbeitti sér frá upphafi að söfnun og sýningu lifandi fiska og annarra sjódýra, en síðar bættist því steinasafn. Atferlisrannsóknir á fiskum urðu liður í starfsemi safnsins. Árið 1965 samþykkti bæjar- stjórn Neskaupstaðar að koma þar upp náttúrugripasafni. Náttúru- gripasafnið í Neskaupstað opnaði sína fyrstu sýningu 1970 og fékk ári síðar samastað í leiguhúsnæði að Mýrargötu 37 þar í bæ4, en flutti í eigið húsnæði vorið 1989 að Mið- stræti 1. Nú er endurhönnuð sýning safnsins á 3. hæð sérstaks safna- húss að Egilsbraut 2 í Neskaupstað. Greinarhöfundur vann á árunum 1966–1978 að uppbyggingu þessa safns, samhliða kennslustörfum og ýmsum rannsóknum á náttúru Austurlands. Þegar hér var komið sögu höfðu þessi þrjú söfn komið upp föstum sýningum, auk ýmissar annarrar starfsemi. Vísir var kominn að fleiri náttúrugripasöfnum um þetta leyti, m.a. hafði verið stofnað til náttúrugripasafns á Húsavík 1966 að frumkvæði Jóhanns Skaftasonar sýslumanns, en sýning á þess vegum opnaði fyrst árið 1980 í sér- stöku Safnahúsi.5 Samvinna var talsverð milli safnanna á Akureyri og í Neskaup- stað, m.a. stóðu þau um skeið saman að útgáfu tímaritsins Týli. Við Helgi Hallgrímsson vorum nákunnugir, báðir ættaðir af Héraði, samstúdentar frá MA árið 1955 og höfðum síðan numið náttúrufræði í Þýskalandi, hvor sínum megin járntjaldsins. Samstarf okkar beindist ekki aðeins að eflingu safnanna heldur einnig að náttúruvernd. Hörður Kristins- son, skólabróðir okkar Helga, varð stúdent frá MA árið 1958 og hafði síðan stundað nám í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann hóf störf við safnið á Akureyri um 1970 og varð síðar forstöðumaður þess. Starf „náttúrugripa- safnanefndar“ 1972–1973 Menntamálaráðuneytið skipaði þann 26. október 1972 þriggja manna „náttúrugripasafnanefnd“. Hún verður hér nefnd N-nefndin til aðgreiningar frá tveimur öðrum stjórnskipuðum nefndum sem á eftir komu (sjá síðar). Sem formann skipaði ráðuneytið Svein Jakobsson jarðfræðing, þá forstöðumann NÍ, og með honum Hörð Kristinsson og undirritaðan. Nefndin vann ötullega, hélt tíu bókaða fundi og skilaði af sér innan árs, nánar til- 2. mynd. Frá sýningu Náttúrugripasafnsins á Akureyri 1988. Ljósm. Hörður Kristinsson. 2 Helgi Hallgrímsson 1971. Náttúrugripasafnið á Akureyri 20 ára. Týli 1. Bls. 35–36. 3 Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum er 30 ára á þessu ári … Morgunblaðið 10. des. 1994. 4 Hjörleifur Guttormsson 1971. Náttúrugripasafnið í Neskaupstað. Týli 1. Bls. 25–28. 5 Safnahúsið á Húsavík. Byggða- sjóminja- og héraðsskjalasafn. http://www.nat.is/sofn/husavik_safnahusid.htm 3. mynd. Úr rannsóknaleiðangri Náttúrugripasafnsins í Neskaupstað á leið í Kringilsár- rana 1978. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.