Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 71

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 71
179 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ægisdóttir plöntuvistfræðingur og fulltrúi stjórnar HÍN í ritstjórninni, Hlynur Óskarsson vistfræðingur, Kristján Jónasson jarðfræðingur, Rannveig Magnúsdóttir líffræðingur og Tómas Grétar Gunnarsson dýravistfræðingur. Þess ber að geta að á árinu gekk Leifur Símonarson úr ritstjórn eftir áralanga setu þar sem honum ber mikil þökk fyrir. Nefndir Dýraverndarráð: Margrét Björk Sigurðardóttir er fulltrúi HÍN og hefur verið síðastliðin sex ár. Staða ráðsins hefur breyst á árinu og hefur það færst frá Umhverfisstofnun til Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að hún sitji áfram í ráðinu fyrir hönd HÍN þar til væntanlegar breytingar á dýraverndarlögum taka gildi. Samstarfshópur frjálsra félaga- samtaka á sviði umhverfismála á vegum Umhverfis- og auðlindaráðu- neytis: Hópurinn á fulltrúa í ýmsum nefndum á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, svo sem í Rammaáætlun, stjórn og svæðis- ráðum Vatnajökulsþjóðgarðs o.fl. Árni Hjartarson er fulltrúi HÍN en Hólmfríður Sigurðardóttir hjá Fugla- vernd er talsmaður og tengiliður hópsins við ráðuneytið. Allmikið var um að vera í hópnum framan af ári, einkum vegna Rammaáætlunar. Á síðustu mánuðum hefur allt verið með kyrrum kjörum enda er ráðu- neytið á breytingaskeiði vegna sam- einingarmála og á nóg með sjálft sig. Ráðgjafanefnd hagsmunaðila um stjórn vatnamála: Nefndin var skipuð á fyrri hluta árs 2012 vegna inn- leiðingar Vatnatilskipunar Evrópu- sambandsins. Nefndin fundaði nokkrum sinnum og mun starfa áfram að málum í tengslum við vatnstilskipunina. Fulltrúi HÍN er Hilmar J. Malmquist. Aldarminning Sigurðar Þórarinssonar Þann 8. janúar 2012 fyrir rúmu ári voru liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, sem um skeið var ritstjóri Náttúru- fræðingsins og formaður HÍN. Þá efndu HÍN og fleiri félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, nátt- úruvernd og útiveru til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík eins og greint var frá á síðasta aðalfundi. Um mitt ár kom fram sú hugmynd að gefa út geisladisk með söng- textum Sigurðar. Helstu hvatamenn að þessu voru Gunnar Guttormsson, Halldór Ólafsson, Árni Björnsson og Páll Einarsson. Hugmyndin vatt upp á sig og þegar upp var staðið var komið út tveggja diska albúm, hljómdiskur (CD) með 32 lögum og mynddiskur (DVD) með þremur þáttum ásamt vönduðum mynd- skreyttum bæklingi með textum og ýmsum fróðleik. HÍN, Ferðafélag Ísalnds og Jöklarannsóknafélag Ís- lands eru skráð fyrir útgáfunni en upplagið er 2.000 stk. HÍN reiddi fram 250.000 krónur til útgáfunnar og fékk 250 albúm til ráðstöfunar sem eru nú í sölu. Um málefni Náttúru- minjasafns Íslands Barátta HÍN fyrir hagsmunum NMSÍ hefur verið fyrirferðarmikil í starfsemi félagsins. Eins og greint hefur verið frá í ársskýrslum undan- genginna ára hafa stjórnarmenn HÍN heimsótt allmarga áhrifamenn í stjórnkerfi ríkis og borgar til að ýta á eftir málefnum safnsins. Má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur mennta- málaráðherra, Álfheiði Ingadóttur alþingismann og fyrrum ritstjóra Náttúrufræðingsins, Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóra. Í ár var þessu haldið áfram. Katrín mennta- málaráðherra var heimsótt, þá Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og einnig Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður. Segja má að málefnastaða Náttúruminja- safnsins hafi heldur þokast fram á við. Árið byrjaði þó ekki vel því eftir svarta skýrslu Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd laga um Náttúruminjasafnið og allar aðstæður þess. Stjórn HÍN sendi frá sér blaðagrein að þessu tilefni og ályktun um að skoða bæri vel Perluna á Öskjuhlíð sem framtíðar- húsnæði fyrir safnið. Það næsta sem gerðist í málinu var að safn- stjóranum Helga Torfasyni var sagt upp en Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður fengin til að gegna starfinu þar til nýr safnstjóri yrði ráðinn. Lítill þrýstihópur, Perluvinir, sem fulltrúi HÍN var í, vann að til- lögum um nýtingu Perlunnar og umhverfisins á Öskjuhlíð fyrir Nátt- úruminjasafn. Ekki varð af sölu Perlunnar á frjálsum markaði eins og Orkuveitan hafði stefnt að. Þess í stað komu fram hugmyndir um að Reykjavíkurborg keypti húsnæðið og leigði það ríkinu til minnst tíu ára undir náttúruminjasýningu á vegum Náttúruminjasafnsins. Um þetta var samið og jafnframt voru settar á fjárlög ársins 2013, 400 milljónir króna vegna stofnkostnaðar við sýningahald í Perlunni. Á fjár- lögum ársins 2014 var jafnframt ráðgert að bæta 100 m.kr. við vegna stofnkostnaðar við uppsetningu sýningarinnar. Nú er allt þetta mál komið undir alþingi og ríkisstjórn að standa við gefin fyrirheit. Styrkumsóknir Sótt var um styrki til umhverfisráðu- neytis, rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 1.000.000 og styrk til kynningarátaks fyrir Náttúrufræðinginn kr. 700.000. Nýverði barst tilkynning um kr. 600.000 rekstrarstyrk. Starfið framundan Aðalatriðið í starfinu framundan er að halda útgáfu Náttúrufræðingsins í horfinu þannig að ekki taki að myndast útgáfuhali á ný. Fjölga þarf áskrifendum og auka þarf auglýsingatekjur til að útgáfan standi undir sér. Ýta þarf jafnt og þétt á eftir málum NMSÍ en nú virðist meiri byr í seglum en undan- gengin misseri. Reykjavík 20. 2. 2013 Árni Hjartarson, formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.