Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 47
155 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 0 50 100 150 200 250 300 350 Ja nú ar Fe brú ar Ma rs Ap ríl Ma í Jú ní Jú lí Ág ús t Se pte mb er Ok tób er Nó ve mb er De se mb er K lu kk us tu nd ir – H ou rs 1 da gu r 1 da gu r >1 0 >5 0 >5 0 (2 4 kl st .)verður lítil lóðrétt blöndun á lofti og mengun getur safnast fyrir og náð háum styrk. Athugasemdir íbúa höfuðborgarsvæðisins renna stoðum undir þessar skýringar þar sem þeir hafa tekið eftir því að lykt af H2S finnst frekar í frosti og hægum vindi.1,35 Gögn frá tveimur föstum mæli- stöðvum utan virkjanasvæða sem mæla styrk H2S í andrúmslofti á suðvestur horni landsins voru notuð; við Grensásveg í Reykjavík36 og á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði37. Mælistöðin við Grensásveg hefur mælt styrk H2S síðan 20061 og er rekin af Umhverfisstofnun36. Mæli- stöðin á Hvaleyrarholti er rekin af Álverinu í Straumsvík og Um- hverfisstofnun38 og hefur mælt styrk H2S síðan 200737. Í flestum tilfellum var um óyfirfarin mæligögn að ræða og því verður að taka niðurstöðum með þeim fyrirvara. Til dæmis voru vandamál við kvörðun á mælitækinu við Grensásveg á tímabilinu júní og fram í október 201039, en þeir mán- uðir skera sig þó ekki sérstaklega úr og eru því hafðir með. Á 3. mynd sést hvar mælistöðvar og virkjanir eru staðsettar. Reiknaðar voru klukkustundir á mánuði þar sem meðaltalsstyrkur H2S er yfir 10 µg/m3, 50 µg/m3 og klukkustundir þegar hlaupandi 24 klukkustunda meðaltal er yfir 50 µg/m3 á mælistöðvunum við Grensásveg og á Hvaleyrarholti á árunum 2010–2012. Við Grensás- veg var styrkur yfir heilsuverndar- mörkum í samtals 19 klukkustundir sem náðu yfir tvo daga árið 2010 (4. mynd A). Styrkur H2S fór aldrei yfir mörkin á Hvaleyrarholti á árunum 2010–2012 (4. mynd B). Niðurstöður Samanburður á heilsuverndar- mörkum/viðmiðum sýnir að ís- lensku mörkin skera sig ekki úr varðandi að vera strangari en víða annars staðar (2. mynd). Raunar má segja að íslensku mörkin séu ekki svo ströng þar sem hæsta mögulega klukkustundar gildi á H2S, ef öll önnur gildi eru 0 og viðmiðið 50 µg/m3 er 1200 µg/m3 fyrir 24 klukkustunda meðaltal, 400 µg/m3 ef um er að ræða 8 klukkustunda meðaltal og 50 µg/m3 nái meðaltalið yfir eina klukkustund. Mengunarmörkin eru tekin beint frá Evrópusambandinu14 og athygli vekur að þau liggja mjög nærri þeim styrk sem dugar til að valda skemmdum á vefjum líkamans (1. mynd). Styrkur H2S er lægri á báðum mælistöðvunum (GRE og HEH) sem skoðaðar voru yfir sumarmánuðina en á veturna og klukkustundirnar yfir 10 µg/m3 og 50 µg/m3 eru fæstar á bilinu maí til júlí (4. mynd). Skýringin á þessu er sennilega að meiri líkur eru á hitahvörfum, sem geta valdið því að mengun safnast fyrir og nær háum styrk, að vetri en sumri. Sambærilegt mynstur kemur fram hér og í athugun Þrastar Þorsteinssonar o.fl. frá 2013 á styrk H2S á sömu mælistöðum fyrir árin 2007–2009.1 Almennt eru færri klukkustundir þar sem styrkur er yfir 10 µg/m3 0 50 100 150 200 250 300 350 Ja nú ar Fe brú ar Ma rs Ap ríl Ma í Jú ní Jú lí Ág ús t Se pte mb er Ok tób er Nó ve mb er De se mb er K lu kk us tu nd ir – H ou rs >1 0 >5 0 4. mynd. Klukkustundir á mánuði þar sem meðalstyrkur H2S er yfir 10 µg/m3 (fyrsta súla), 50 µg/m3 (önnur súla) og klukkustundir þar sem hlaupandi 24 klukkustunda meðal- tal er yfir 50 µg/m3 (þriðja súla) á mælistöðinni við (A) Grensásveg og á (B) Hvaleyrarholti á tímabilinu 2010–2012. Einnig eru sýndir dagar þar sem styrkur fór yfir 24 klukku- stunda hlaupandi meðaltalið, einn í janúar 2010 og einn í febrúar 2010 (A). – Hours above 10 µg/m3 (first column), 50 µg/m3 (second column) and hours when the running 24 hour mean is above 50 µg/m3 (third column) at the (A) Grensásvegur and (B) Hvaleyrarholt measurement station in 2010–2012. Also shown are the days above the running 24 hour mean, one in January 2010 and one in February 2010 (A). A B 2012 2011 2010 2012 2011 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.