Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 69
177 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir árið 2012 Náttúrufræðingurinn 83 (3–4), bls. 177–179, 2014 Fundir stjórnar Á aðalfundi HÍN, sem haldinn var 25. febrúar 2012, var lokið tveggja ára kjörtímabili þeirra Kristins Alberts- sonar, Rannveigar Guicharnaud og Árna Hjartarsonar. Þeir Kristinn og Árni gáfu kost á sér til áframhald- andi stjórnarsetu og hlutu til þess kosningu. Rannveig Guicharnaud hafði nokkru áður flust til útlanda og sagt af sér stjórnarmennsku. Á aðal- fundinum var Hafdís Hanna Ægis- dóttir kjörin ný í stjórn (sjá mynd). Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn haldið níu venjubundna stjórnar- fundi. Fyrsti fundurinn var haldinn í mars í Perlunni vegna umræð- unnar um hana sem framtíðarhús- næði Náttútuminjasafns Íslands (NMSÍ). Fram á vor voru fundirnir síðan haldnir í skrifstofuhúsnæði NMSÍ í Loftskeytastöðinni gömlu við Brynjólfsgötu en eftir að hlé var gert á starfsemi þess sumarið 2012 var fundarstaðurinn fluttur að Grensásvegi 9. Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verkum öðrum en formannsstarfinu en formaður var kosinn til tveggja ára á aðalfund- inum 2010. Engar breytingar voru gerðar á hlutverkaskipan. Skoðunarmenn reikninga eru þeir Kristinn Einarsson, Arnþór Þórir Sigfússon og Hreggviður Norðdahl til vara. Félagsmenn Á árinu 2012 bættust 57 manns á félagaskrá en 20 sögðu sig úr félaginu og fimm létust. Nettófjölgun ársins er því 32. Félagar í árslok 2012 eru 1.248: tíu heiðursfélagar, þrír kjör- félagar, sex ævifélagar, 39 skóla- félagar, 27 félagar erlendis og ellefu stofnanir og fyrirtæki erlendis. Á meðal þeirra sem létust var heiðursfélaginn Ingólfur Einarsson verslunarmaður og fyrrum gjaldkeri HÍN í heil 28 ár frá árinu 1968. Áður hafði Ingólfur verið endurskoðandi reikninga félagsins, frá árinu 1961 í tíð Guðmundar Kjartanssonar sem formanns. Árið 1991 var Ingólfur Einarsson gerður að heiðursfélaga HÍN. Árni Hjartarson Stjórn HÍN sem kosin var á aðalfundinum 25. febrúar 2012. Kristinn Albertsson gjaldkeri, Hafdís Hanna Ægisdóttir meðstjórnandi, Árni Hjartarson formaður, Hilmar J. Malmquist ritari, Esther Ruth Guðmundsdóttir varaformaður, Jóhann Þórsson félagsvörður og Ester Ýr Jónsdóttir fræðslustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.