Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 69
177 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir árið 2012 Náttúrufræðingurinn 83 (3–4), bls. 177–179, 2014 Fundir stjórnar Á aðalfundi HÍN, sem haldinn var 25. febrúar 2012, var lokið tveggja ára kjörtímabili þeirra Kristins Alberts- sonar, Rannveigar Guicharnaud og Árna Hjartarsonar. Þeir Kristinn og Árni gáfu kost á sér til áframhald- andi stjórnarsetu og hlutu til þess kosningu. Rannveig Guicharnaud hafði nokkru áður flust til útlanda og sagt af sér stjórnarmennsku. Á aðal- fundinum var Hafdís Hanna Ægis- dóttir kjörin ný í stjórn (sjá mynd). Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn haldið níu venjubundna stjórnar- fundi. Fyrsti fundurinn var haldinn í mars í Perlunni vegna umræð- unnar um hana sem framtíðarhús- næði Náttútuminjasafns Íslands (NMSÍ). Fram á vor voru fundirnir síðan haldnir í skrifstofuhúsnæði NMSÍ í Loftskeytastöðinni gömlu við Brynjólfsgötu en eftir að hlé var gert á starfsemi þess sumarið 2012 var fundarstaðurinn fluttur að Grensásvegi 9. Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verkum öðrum en formannsstarfinu en formaður var kosinn til tveggja ára á aðalfund- inum 2010. Engar breytingar voru gerðar á hlutverkaskipan. Skoðunarmenn reikninga eru þeir Kristinn Einarsson, Arnþór Þórir Sigfússon og Hreggviður Norðdahl til vara. Félagsmenn Á árinu 2012 bættust 57 manns á félagaskrá en 20 sögðu sig úr félaginu og fimm létust. Nettófjölgun ársins er því 32. Félagar í árslok 2012 eru 1.248: tíu heiðursfélagar, þrír kjör- félagar, sex ævifélagar, 39 skóla- félagar, 27 félagar erlendis og ellefu stofnanir og fyrirtæki erlendis. Á meðal þeirra sem létust var heiðursfélaginn Ingólfur Einarsson verslunarmaður og fyrrum gjaldkeri HÍN í heil 28 ár frá árinu 1968. Áður hafði Ingólfur verið endurskoðandi reikninga félagsins, frá árinu 1961 í tíð Guðmundar Kjartanssonar sem formanns. Árið 1991 var Ingólfur Einarsson gerður að heiðursfélaga HÍN. Árni Hjartarson Stjórn HÍN sem kosin var á aðalfundinum 25. febrúar 2012. Kristinn Albertsson gjaldkeri, Hafdís Hanna Ægisdóttir meðstjórnandi, Árni Hjartarson formaður, Hilmar J. Malmquist ritari, Esther Ruth Guðmundsdóttir varaformaður, Jóhann Þórsson félagsvörður og Ester Ýr Jónsdóttir fræðslustjóri.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.