Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016 Hvað er Color Run? Color Run-hlaupið svonefnda sem haldiðvar fyrir viku er einn nýjasti viðburður-inn á dagatali íslenska hlauparans, enda þótt hlaupið minni frekar á skemmtilega útihátíð en íþróttaviðburð að mörgu leyti, ef marka má ummæli þátttakenda sem blaðamað- ur ræddi við. Sex milljónir króna runnu til góð- gerðarmála í tengslum við Color Run í ár, enda þótt hlaupið sé ekki skilgreint sem góðgerð- arhlaup. Ljóst er þó að tekjur af hlaupinu nema tugum milljónum króna. Hlaupið er haldið af fyrirtækinu Basic Int- ernational ehf í eigu Davíðs Lúthers Sigurð- arsonar, sem er framkvæmdastjóri Color Run á Íslandi, og Gests Steinþórssonar. Basic Int- ernational var stofnað vorið 2015 og er tilgangur þess skipulagning íþróttaviðburða, framleiðsla og sala á fatnaði og skófatnaði, önnur smásala tengd íþróttaviðburðum og annar skyldur rekst- ur, samkvæmt upplýsingum Credit Info, og er starfsemi þess skilgreind sem „önnur íþrótta- starfsemi“. Ýmsir styrktaraðilar koma einnig við sögu Color Run-hlaupsins, einna helst lyfjafyr- irtækið Alvogen, en hlaupið heitir formlega í höf- uð þess „The Colr Run by Alvogen“. Sérstakt leyfi þarf til að halda viðburð undir formerkjum Color Run, en Color Run er alþjóðlegt vöru- merki sem kom fyrst til sögunnar árið 2011 og hefur síðan verið haldið sem viðburður í meira en tvö hundruð borgum í meira en fjörutíu löndum. „Það tókst frábærlega til með Color Run í ár og mér fannst ótrúlega gaman að sjá þennan fjölda skemmta sér. Markmið okkar með þess- um viðburði er að leyfa gestum okkar að upplifa alvöru sprengju,“ segir Davíð Lúther Sigurð- arson, framkvæmdastjóri Color Run á Íslandi, í samtali við sunnudagsblaðið. Aðkoma ólíkra hlaupa- og íþróttaviðburða að góðgerðarmálum er algeng þótt með ýmsum hætti sé. Til samanburðar við hið geysivinsæla Color Run má nefna að Reykjavíkurmaraþonið er haldið af Íþróttabandalagi Reykjavíkur með styrk frá Íslandsbanka og fleirum. Allur ágóði af því rennur í íþróttastarf, sem hefur numið 10 til 15 milljónum króna undanfarin ár, auk þess sem rúmum 80 milljónum króna var safnað í formi áheita til hinna ýmsu góðgerðarmála í fyrra. Önnur hlaup á borð við Globeathon, sem haldið er hér á landi af LÍF styrktarfélagi og Krabbameinsfélaginu, eru haldin eingöngu í góðgerð- arskyni, en hlaupaviðburðum hér á landi hefur farið fjölg- andi undanfarin ár. Þá er Wow-cyclothon góðgerðarviðburður haldinn af félaginu Wow Sport með styrk frá Wow Air og fleirum, samkvæmt upplýsingum frá Wow Air, og hafði safnað rúmum fimm millj- ónum króna til samtakanna Hjólakraftur þegar blaðið fór í prentun. „Ofsalega dýr“ viðburður Davíð segir ekki klárt að svo stöddu hver heildarkostnaður vegna Color Run hafi verið í ár og vill hvorki gefa upp tekjur né ágóða vegna viðburðarins í fyrra. Ekki sé unnt að tala um prósentu af miðaverði þegar reiknað er hve stórt hlutfall miðaverðs fer í góðgerðarmál því upphæð styrktarframlags sé ákveðin áður en hlaupið á sér stað. Um 9.000 miðar seldust á Color Run í ár að frátöldum boðsmiðum en alls tóku um 12.000 manns þátt, að sögn Davíðs. Miðaverð var 7.000 krónur fyrir fullorðna og 4.500 fyrir unglinga en börn yngri en átta ára fengu ókeypis aðgang. Ef gert væri ráð fyrir 9.000 keyptum miðum þar sem helmingur miða væri seldur á unglings- verði myndu tekjur af miðasölu nema um 52 milljónum króna. Þá eru ótaldar tekjur af ýms- um varningi sem var til sölu í tengslum við hlaupið á borð við blómakransa, sólgleraugu og tútúpils, sem seldist vel að sögn Davíðs. „Það kostar ofsalega mikið að halda Color Run,“ segir Davíð. „Það þarf ekki bara að kaupa litasprengjur, sem við flytjum inn í tonnavís, borga listamönnum og leigja uppblásin hlið heldur er undirbúningsvinnan gífurleg. Það er tólf mánaða vinna fyrir ansi marga starfsmenn að undirbúa þetta.“ Tæplega fimmtán lykilstarfsmenn vinni að hlaupinu allt árið en þegar mest lét hafi um tvö hundruð manns komið að hlaupinu. Þá kostar einnig sitt að leigja Color Run-vörumerkið af stofnendum þess í Banda- ríkjunum, en sérstakt leyfi þarf til að kalla viðburðinn því nafni. Kostnaður vegna gatnalokunar í Reykjavík nam rúmum 250 þúsund krónum vegna hlaups- ins í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Um- hverfis- og skipulagssviði. Aðstandendur hlaupsins sjá um alla hreinsun. Ekki skilgreint sem góðgerðarhlaup „Samstarfsaðilar hlaupsins taka á sig ýmsan kostnað, hjálpa við að auglýsa viðburðinn og þar fram eftir götum,“ útskýrir Davíð aðspurður um hlut samstarfsaðila Color Run. Alvogen á þar stærstan þátt en alþjóðlega lyfjafyrirtækið kemur að viðburðinum sem styrktaraðili og kaupir til að mynda nafnið, en formlegt heiti hlaupsins er „The Color Run by Alvogen“. Aðrir samstarfsaðilar eru Íslandsbanki, Toppur, Víf- ilfell, Lenovo, Dominos og Under Armour. „Alvogen kemur ekki að skipulagningu Color Run og er ekki ábyrgðaraðili hlaupsins. Það er ég sem ábyrgðaraðili,“ segir Davíð. Tvö góðgerðarverkefni voru valin og styrkt af samfélagssjóði Alvogen og Color Run og var upphæðin alls sex milljónir króna. Þau voru Reykjadalur, sumarbúðir fyrir fötluð börn, og Rauði krossinn, með verkefnið „Vertu næs“. Í fyrra fengu þrjú verkefni styrk, en það voru UNICEF, Rauði krossinn og Íþróttasamband fatlaðra. „Þrátt fyrir að The Color Run sé ekki skil- greint sem góðgerðarhlaup þá lætur það samt gott af sér leiða. Okkur er sönn ánægja að styðja við svona flott málefni hér á landi,“ er haft eftir Davíð á vefsíðu Alvogen. Partý frekar en íþrótt „Skemmtun, partý og hátíð eru orð sem koma í hugann. Þetta var eiginlega ekki hlaup fannst mér. Það var mjög skemmtilegt í Color Run en maður var bara í góðu stuði og margir labbandi. Þetta er hvor sinn hluturinn í mínum huga,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- fulltrúi fyrir Reykjavíkurmaraþonið, beðin um að bera saman hlaupin tvö. Anna bendir meðal annars á að allur ágóði vegna Reykjavíkurmaraþonsins renni til íþróttastarfs. „Íþróttabandalag Reykjavíkur rekur Reykja- víkurmaraþonið og flestir sem starfa við hlaupið eru sjálfboðaliðar að stunda fjáröflun fyrir sín Íþróttafélög. Íþróttabandalagið hlýtur allan ágóðann af maraþoninu í sinn hlut og peningarnir renna til íþróttastarfs. Svo er framlögum í góðgerðarmál safnað í formi áheita.“ Þá eru hlaupin ólík að því leyti að ekki er tek- inn tími á hlaupurum í Color Run-hlaupinu, en tímataka í maraþonhlaupi er að sögn Önnu mjög kostnaðarsöm. Morgunblaðið/Eggert Davíð Lúther Sigurðarson Anna Lilja Sigurðardóttir Um 12.000 manns tóku þátt í Color Run-hlaupinu í síðustu viku en búast má við að hlaupið verði árlegur við- burður næstu árin. Alvogen er stærsti styrktaraðili hlaupsins, sem er að sögn skipuleggjenda afar kostn- aðarsamt í rekstri. Tekjur og ágóði vegna viðburðarins fást ekki gefin upp. ’ Ég vildi búa til viðburð sem myndi hvetja fólk til að fara út og hlaupa bara upp á gamanið. Mig langaði til að láta fólk njóta þeirrar samfélagslegu upplifunar sem felst í að hlaupa saman og mig langaði að bæta einhverju sérstöku við hlaupið... Travis Snyder, stofnandi Color Run í Bandaríkjunum. INNLENT MATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON mth@mbl.is Ég sá þetta fyrst á netinu fyrir nokkrum árum og fannst þetta líta út eins og skemmtilegur og heillandi viðburður. Ég ákvað að prufa að sækja um þetta og var hátt í þrjú ár að fá þetta til lands- ins,“ segir Davíð, sem tók fyrst þátt í Color Run-hlaupi í Danmörku fyrir þremur árum. „Þetta var alveg geggj- að. Maður fór strax að spyrja sig hvort þetta væri eitthvað sem Íslendingar myndu fíla, sem þeir greinilega gera.“ Margir prufa Color Run-hlaupið án þess að vera með mikið hlaup í huga en fá hlaupabakteríu í kjölfarið, að sögn Davíðs, sem segist hafa fengið mörg skilaboð sem þakka honum fyrir við- burðinn. Fá hlaupabakt- eríu í kjölfarið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.