Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Qupperneq 6
Fyrsta konan
til að leiða
karlalið á
toppinn
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016
Fjórir af hverjum fimm þjálf-
urum í landsliðum kvenna í
Evrópu eru karlar, samkvæmt
nýrri skýrslu UEFA. Tekin var
saman tölfræði frá öllum að-
ildarlöndum og kom þá í ljós
að aðeins 20% þjálfara lands-
liðanna, bæði aðalliða og
yngri landsliða kvenna, eru
konur. Þetta er athygli vert í
ljósi þess að sigursælustu lið-
um í kvennaknattspyrnu síð-
ustu ára hefur verið stýrt af
kvenþjálfurum. Þýskaland og
Bandaríkin hafa nánast skipst
á að hljóta helstu titla í
kvennaknattspyrnu og hjá
báðum þessum liðum
eru konur þjálfarar. Að-
eins einu sinni frá árinu
2000 hefur karlþjálf-
ari stýrt kvenna-
landsliði til sigurs á stórmóti.
Kvenkyns þjálfarar í karllæg-um heimi knattspyrnunnareru ekki margir. Ekki virðist
skipta máli hvort um er að ræða
karlalið eða kvennalið, stærstur hluti
þjálfaranna eru karlar.
Knattspyrnuþjálfarinn Chan Yu-
en-ting braut því blað í íþróttasög-
unni á dögunum þegar hún varð
fyrsta konan til að stýra karlaliði í
efsta sætið í efstu deild í heimalandi
sínu Hong Kong. Yuen-ting var raun-
ar fyrsta konan í heiminum til að ná
þessum árangri og fékk því símtal frá
Heimsmetabók Guinness skömmu
eftir sigurinn.
Þess má geta að landslið kvenna í
Hong Kong er númer 69 á heimslista
FIFA en karlaliðið er númer 143 á
sambærilegum lista yfir karlalands-
lið. Það er því ef til vill eðlilegt að
draga þá ályktun að karlarnir geti
lært heilmikið af konunum.
Sá eftir ákvörðuninni í
fyrstu
Yuen-ting er aðeins 27 ára gömul og
þjálfar liðið Eastern sem er meðal
þeirra sterkustu í Hong Kong. Hún
tók við liðinu á miðju tímabili í desem-
ber á síðasta ári þegar þáverandi
þjálfari hætti og flutti til Kína. „Ég sá
eftir því í fyrstu að hafa tekið að mér
starf aðalþjálfara liðsins. Ég var
hrædd. Ég hélt að ég væri ekki nógu
góð til að leiða eitt besta liðið í Hong
Kong. Mig skorti reynslu en klúbb-
urinn, starfsfólkið og fram-
kvæmdastjórinn hvöttu mig áfram og
studdu mig.“
Spurð um árangur Yuen-ting í við-
tali við Guardian segir fyrrverandi
FIFA-stjórnarmeðlimurinn Moya
Dodd frá Ástralíu að hann komi sér
hreint ekki á óvart.
Konur vandfundnar í
karlaboltanum
„Árangur hennar kemur mér ekki á
óvart. Konur skila almennt ár-
angri sem þjálfarar þegar þær fá
tækifæri,“ segir Dodd án
þess að hika og
bendir á máli
sínu til stuðn-
ings að sigrar
kvenþjálfara
séu mun fleiri
en fjöldi þeirra
ætti að gefa til
kynna. „Við sjáum þetta í kvennabolt-
anum, þar hafa öll lið sem hafa unnið
helstu titla nema einn frá árinu 2000
verið með konu sem þjálfara jafnvel
þótt meirihluti þjálfara séu karlar.“
Í karlaboltanum eru konur vand-
fundnar sem þjálfarar og fá sjaldan
tækifæri. Chan Yuen-ting vonar að
velgengni sín verði öðrum innblástur
og hvetji fleiri karlalið til að meta
konur að verðleikum og velja þjálfara
óháð kyni.
„Kannski get ég orðið gott for-
dæmi.En það fer mikið eftir menn-
ingunni. Það er mikið jafnrétti milli
karla og kvenna í Hong Kong. Við er-
um jöfn. Ég er ung og ég er kona en
klúbburinn veitti mér tækifæri.“
Það er eftir talsverðu að slægjast
að komast að í karlaboltanum sem
þjálfari, enda eru launin þar margföld
á við það sem gerist hjá þjálfurum
kvennaliða. Moya Dodd kveðst viss
um að velgengni Chan Yuen-ting
hvetji aðrar konur til að falast eftir
þjálfarastöðum karlaliða.
Chan Yuen-ting, þjálfari félagsliðsins Eastern í
Hong Kong, leiddi lið sitt til sigurs í efstu deild-
inni þar í landi á dögunum.
AFP
Stuðningurinn sem
Yuen-ting fann frá
yfirmönnum East-
ern klúbbsins skipti
hana miklu máli.
Yuen-ting ræðir við leikmenn Eastern á æfingu í maí síðastliðnum.
AFP
Konur stýra
konum
til sigurs
ERLENT
EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is
’
Árangur hennar kemur mér ekki á
óvart. Konur skila almennt árangri
sem þjálfarar þegar þær fá tækifæri.
Moya Dodd
FRAKKLAND
SAINT-ÉTIENNE Evrópumót karla í knattspyrnu er nú í algleymingi í
Frakklandi. Íslenska landsliðið er eins og kunnugt er að taka þátt í mótinu
í fyrsta skiptið og hófu þeir leik í Saint-Étienne á þiðjudaginn. Þar gerðu
þeir jafntefli við sterkt lið Portúgals og voru tæplega átta þúsund íslenskir
stuðningsmenn á vellinum. Íslendingar leika aftur í dag, laugardag, gegn
Austurríkismönnum sem töpuðu fyrir Ungverjalandi í fyrsta leik sínum.
KAMBÓDÍA
ANGKOR WAT
Fornleifafræðingar hafa
fundið rústir af heilu
borgunum gröfnum undir
frumskógi í nágrenni
Angkor Wat-hofsins í
íu. ÁstralskiKambód
ornleifafræðingurinnf
dr. Damian Evans kynnti
fundinn á mánudaginn í
grein í tímaritinu Journal of
Archaeological Science. Þar
var greint frá fjölda borga á
svæðinu sem voru í blóma
á öldunum 900 og 1400.
Fræðimenn telja þetta
þéttustu byggð síns tíma
og að veldi Khmeranna
hafi verið hið stærsta í
heiminum á 12. öld.
PÓLLAND
VARSJÁ Til stendur að Atlantshafsbandalagið
(NATO) sendi fjögur fjölþjóðleg herfylki til
Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands vegna
vaxandi hernaðarógnar frá Rússlandi. Þetta
NATO, á blaðamannafundi í vikunni. Fram kom á fundinum að
endanleg ákvörðun í þessum efnum yrði tekin á leiðtogafundi
NATO íVarsjá, höfuðborg Póllands, í byrjun næsta mánaðar.
BANDARÍKIN
ORLANDO Mannskæðasta skotárás í sögu
Bandaríkjanna átti sér stað á skemmtistaðnum
Pulse í Orlando aðfaranótt sunnudags. Omar
Mateen drap þar 49 manns og særði 53 aðra
með árásarriffli áður en hann féll í skotbardaga
við lögreglu. Pulse var einna helst sóttur af LGBT-
fólki, þ.e. samkynhneigðum,
tvíkynhneigðum og
transfólki en Mateen ól
með sér mikið hatur í garð
LGBT-samfélagsins að sögn
föður hans.