Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Side 28
Fyrir 6-8 olía til steikingar 3 pressuð hvítlauksrif 4 dl soðnar svartbaunir, t.d. Rapunzel lífrænar baunir 1 sæt kartafla, skorin í litla bita 1 meðalstór rauðlaukur 3 gulrætur, skornar í litla bita sítrónusafi úr ½-1 sítrónu Mexíkó-kryddblanda kóríander-lauf eftir smekk, söxuð Ef notaðar eru þurrar baunir er gott að setja þær í bleyti yfir nótt. Þær eru síðan soðnar í um 40 mínútur, kældar og notaðar í réttinn. Það er einnig hægt að kaupa svartbaunir í dós. Hitið olíuna á pönnu og léttsteikið hvítlaukinn og rauðlaukinn. Setjið gulrætur og sæta kartöflu út í og látið malla í smá stund. Blandið saman við sítrónusafa og örlitlu vatni. Setjið baunirnar út í og að lokum krydd- blönduna. Gott að hræra í og mauka baunirnar aðeins með sleifinni. Maukið á að vera ögn blautt. Að lokum er ferskum kóríander blandað saman við. Svartbaunamauk 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016 MATUR Við vorum að elda svona mat í vetur á starfsbrautinni og okkurlíkaði þetta svo vel að ég ákvað að leyfa öðrum að prufa. Éghef áhuga á grænmetisréttum og vegan-réttum og langar að sýna að það er hægt að gera svo margt annað með grænmeti en að saxa það og sjóða. Það er hægt að gera það sama við grænmeti og dýraafurðir. Það er mjög spennandi. Svo finn ég að mér líður miklu betur af þessum mat,“ segir Guðfinna sem bauð samstarfskonum sínum úr Menntaskóla Kópavogs í veglegt matarboð. Skipulögðu göngu yfir mexíkómatnum Guðfinna bauð upp á marga grænmetisrétti ásamt tortilla-kökum og var allt unnið frá grunni. Guðfinna dásamar grænmetið sem nú er í boði. „Það er svo gott að skipta um gír núna þegar sumarið er komið og allt þetta ferska grænmeti er komið í búðir,“ segir hún og ákvað að hafa mexíkóskt þema að þessu sinni. Í veislunni var mikið spjallað og hlegið en einnig var stofnaður gönguhópur. Þær lögðu drög að því að ganga Leggjabrjót á næstunni. „Þetta var mjög skemmtileg veisla en hún var gerð í samstarfi við Innnes sem styrkti okkur skvísurnar, en ég er mjög hrifin af þeirra vörum,“ segir Guðfinna. Eygló Ingólfsdóttir lánaði heimilið til veislunnar og aðstoðaði Guðfinnu Guðmunds- dóttur sem sá um matreiðsluna. Veislugestir voru spenntir að prófa réttina hennar Guðfinnu. Bragð af Mexíkó Guðfinna Guðmundsdóttir, matreiðslu- meistari og kennari á matvælasviði Menntaskólans í Kópavogi, eldaði mexí- kóska grænmetisrétti fyrir samkennara sína. Sumarkvöldið var fagurt og maturinn ferskur og ljúffengur. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fyrir 6-8 2 dl íslenskt bankabygg soðið samkvæmt leiðbeiningum á poka 2 dl olífuolía grænmetiskraftur, gerlaus 1dl sólþurrkaðir tómatar smátt saxaðir 1dl soðnar nýrnabaunir 1dl soðnar kjúklingabaunir 1 stk grænt epli smátt saxað 1 dl saxaðar döðlur 1 dl saxaðar apríkósur Blandið þessu saman í skál. Síðan má setja allar gerðir af ristuðum hnetum og fræjum. Einnig má setja fleiri tegundir af baunum og líka smátt saxað grænmeti eftir smekk. Byggsalat

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.