Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.06.2016, Page 34
Það er mikið huggulegra að
borða matinn undir berum himni
heldur en inni á stífum veitinga-
stað. Tompkins Square Park í
East Village er einkar róman-
tískur og þá má einnig nefna til
sögunnar Prospect Park í Brook-
lyn. Tilvalið er að kneyfa eilitla
brjóstbirtu í formi öls með mat-
num og sammælist fólk yfirleitt
um að lagerbjórinn Rolling Rock
sé þar bestur. Hægt er að fjár-
festa í kassa með tólf slíkum í
lyfjaversluninni Duane Reade sem
gnótt er af á eyjunni. Tólf bjóra
kassi fer þar á um eitt þúsund
íslenskar krónur og því ljóst að
þar er kostugur díll á ferð. Kaninn
er þó strangtrúaður þegar kemur
að áfengi og er meðal annars
bannað að svolgra í sig djöflaseyð-
inu undir berum himni. Vinsælt er
því að láta lítið á alkóhólinu bera
með því að koma því fyrir í brún-
um pappírspokum eða með því að
hella því í tómar gosdósir. Löggan
þekkir vel til tilboðsins á 99 Cent
Pizza og röltir því yfirleitt grun-
ferðalangurinn getur því
vel gert sér glaðan dag í
borginni.
Bjór í gosdósum
New York er að sjálf-
sögðu stútfull af mat-
arperrum með Michelin-bónera
enda stórborg og því ákveðin mið-
stöð slíks runks. Það er hins vegar
mikið hagstæðara fyrir ferðalang-
inn að fara í matvöruverslunina
Westside Market, sem er dreifð
víðsvegar um Manhattan, og dýfa
sér í salatbarinn. Það vill nefnilega
svo til að barinn verður talsvert
ódýrari þegar líða tekur á kvöldin
og ekki skemmir fyrir að flestar
eru búðirnar opnar allan sólar-
hringinn. Einnig eru Halal-vagnar
á nær hverju einasta horni þar
sem hægt er að fá falafel og annað
skyndifæði á rúmar þrjú hundruð
krónur. Það mikilvægasta þegar
verslað er við slíka vagnsala er að
biðja um nóg af hvítu sósunni.
Hún gerir gæfumuninn. Svo má
ekki gleyma öllum pítsusneiða-
sjoppunum en þar ber helst að
nefna 99 Cent Pizza sem finna má
víða. Þar má meðal annars fá
þrjár sneiðar og gosdós á undir
fimm hundruð krónum en slíkt
súpertilboð hlýtur að kitla fátæka
ferðamanninn.
Það þarf ekki að taka smálánupp á margar milljónirþegar land er lagt undir
fót. Þó standa margir í þeirri trú
að þeir einu sem geti skemmt sér
almennilega í steypufrumskógi
New York séu þeir sem hafa efni
á því að sveifla sér á milli skýja-
kljúfa með marglitan kokteil í
annarri og Broadway-miða í
hinni. Það er mikill misskiln-
ingur. Vissulega er smekkur
manna misjafn en það verður þó
að segjast að margt það sem
borgin hefur upp á að bjóða er
ódýrt ef ekki fríkeypis. Fátæki
Listin að skemmta sér
ódýrt í New York
Það þarf ekki endilega mikinn pening til
að njóta stórborgarferða og er New York
þar engin undantekning. Ef sneitt er
fram hjá túristagildrum má finna ódýr
undur steypufrumskógarins.
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is
Steypufrumskógurinn er
þéttur á Manhattan-eyju en
hverfin á henni þó mjög ólík.
Halal-vagnarnir eru víða og er hvíta sósan sem sett er á falafelið mjög góð.
Í Lower East Side-hverfinu má víða finna mjög skemmtileg götulistaverk.
Neðanjarðarlestakerfi borgarinnar er einkar gott og auðvelt í notkun.
Það má oft finna ódýran mat í Westside Market.
FERÐALÖG New York er þekkt fyrir pítsur og slíkar sjoppur á nærhverju horni. 99 Cent Pizza er þar ofarlega á blaði
sem og júmbó-sneiðin sem fæst í Koronet Pizza.
Pítsusneiðin
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.6. 2016
Sjá útsölustaði á www.heggis.is
SILKIMJÚKAR
hendur