Morgunblaðið - 19.07.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.07.2016, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 ✝ Agnar Ólafs-son fæddist 4. janúar 1944 í Borg- arnesi. Hann and- aðist á heimili sínu í Borgarnesi 7. júlí 2016. Foreldrar hans voru Ólafur Klem- ensson, f. 10. októ- ber 1893, d. 14. apr- íl 1961, og Hjört- fríður Kristjáns- dóttir, f. 20. júlí 1900, d. 10. febrúar 1966. Systkini Agnars eru: 1) Jón, f. 1. desember 1926, d. 28. apríl 2006. Hann var kvæntur Ernu Guðmundsdóttur og börn þeirra eru: Guðmundur Þór, Hjörtfríður, Brynja og Ólafur Örn. 2) Kristján, f. 9. maí 1928, kvæntur Ásu Ólafsdóttur og er dóttir þeirra Ólöf. 3) Kristólína, f. 11. október 1930, gift Jóni Benedikts- syni og er sonur þeirra Ólafur Hjörtur. Agnar lauk hefð- bundnu barna- og gagnfræðanámi í Borgarnesi. Hann hóf störf hjá Vír- neti í Borgarnesi ungur að árum og vann þar alla tíð þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá var hann um skeið í stjórn Verkalýðs- félags Borgarness. Agnar var ókvæntur og barnlaus. Útför Agnars fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 19. júlí 2016, og hefst klukkan 14. Elsku Agnar. Ég vil þakka þér fyrir öll árin okkar saman. Þú varst 22 ára þegar mamma þín dó og þú komst til okkar Kristjáns í fæði og þjón- ustu og árin urðu 20. Við vorum ekki alltaf sammála en við vorum fljót að jafna okkur og vona ég að þú sért sáttur við mig núna. Mér finnst sárt að geta ekki fylgt þér en heilsufar mitt leyfir ekki ferð í Borgarneskirkju, kirkjuna sem mér þykir svo vænt um. Ég fékk tækifæri til þess að kveðja þig á föstudaginn við kistulagninguna og er þakklát fyrir það. Ég vil þakka þér allar ferðirn- ar til að heimsækja mig í veik- indum mínum og eins varst þú að hjálpa bróður þínum. Takk fyrir tryggðina og vinátt- una sem þú ætíð hefur sýnt Ólöfu og börnum hennar. Þá vil ég þakka þér fyrir hvað þú varst góður við móður mína, sem líka var mikið á heimili okkar Krist- jáns, en henni þótti mjög vænt um þig og ég held að það hafi ver- ið gagnkvæmt. Þín mágkona, Ása. Elsku frændi, margs er að minnast síðustu 50 árin sem okk- ar leiðir hafa legið saman. Þegar ég var tveggja ára gömul komst þú inn á heimili foreldra minna þegar hún amma dó. Þú varst ákaflega natinn og góður við mig og varst þú ætíð eins og stóri bróðir minn. Á sunnudögum var alltaf farið í ísbíltúr og keyptur ís og rúntað upp í Hvítárvallaskála, eins man ég eftir því þegar við fórum til Reykjavíkur í sirkus- ferð, þú bauðst mér og nutum við þess bæði að fara þó að 20 ára ald- ursmunur væri á milli okkar. Öll jól og áramót vorum við saman og voru alltaf stærstu og skemmti- legustu gjafirnar frá þér. Þegar ég fór að halda heimili í Reykja- vík komst þú og varst með mér og mínum börnum og við nutum há- tíðanna saman, en hin síðustu ár- in þín fórstu í sólina til Kanar- íeyja um jólin. Árið 1996 fæddist sonur minn, hann Kristján, hann varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér vel. Þið smíðuðuð saman allskyns hluti í þvottahús- inu og alltaf var gott og gaman að fara með afa til Agga frænda og fá mix og góðgæti. Frændi giftist aldrei og eign- aðist ekki börn og var því alla tíð einn. Hann bjó á Borgarbrautinni sem var æskuheimili hans, þar fæddist hann og þar var hann þegar hinsta kallið kom. Frændi átti fáa en mjög góða vini, hann var ekki allra, en þeir sem hann tengdist voru vinir hans ætíð. Við Agnar heyrðumst í hverri viku og oft voru símtölin ansi löng. Við gátum talað nánast um alla hluti og kom ég aldrei að tómum kof- unum, því frændi var vel lesinn og vel gefinn maður. Þegar móðir mín veiktist í vetur reyndist hann mér sannur vinur og sálufélagi og mátti ég alltaf leita til hans þegar ég þurfti og var það mér mikill styrkur. Helstu áhugamál frænda voru að ferðast og ferðaðist hann víða á meðan hann lifði. Lestur góðra bóka var í uppáhaldi hjá honum og var það oftast fróðleikur um menn og málefni og allskyns vís- indi. Elsku frændi, takk fyrir allar stundirnar okkar saman, takk fyrir að reynast mér svona góður allt þitt líf og takk fyrir að vera þú, heiðarlegur, hreinskilinn og sannur vinur. Hvíl í friði, kæri frændi. Þín frænka, Ólöf. Mánudagskvöldið 11. júlí bár- ust mér þau hörmulegu tíðindi að móðurbróðir minn, Agnar Ólafs- son, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Hann fæddist í húsi foreldra sinna, Ólafs Klemens- sonar og Hjörtfríðar Kristjáns- dóttur, og átti þar heimili alla tíð. Þegar Agnar var rúmlega 17 ára andaðist faðir hans og tæpum fimm árum síðar dó móðir hans og eftir það bjó hann einn í hús- inu. Örugglega hefur þetta mótað hann þó aldrei talaði hann um það enda bar hann tilfinningar sínar ekki á torg. Hann kvæntist ekki og eignaðist ekki börn og var það miður því hann var mjög barn- góður. Agnar var yngsta barn afa og ömmu og var rúmlega þrettán ára aldursmunur á honum og móður minni sem var næst hon- um í aldri. Móðir mín hefur oft minnst á það hvað Agnar hafi ver- ið fallegt barn og víst varð hann stór og myndarlegur og ímynd hreystinnar þegar hann óx úr grasi. Á unglingsárum æfði hann frjálsar íþróttir á gamla íþrótta- vellinum í Borgarnesi en ekki varð þó framhald á íþróttaiðkun- um hans. Ungur að árum, innan við tví- tugt, hóf hann að vinna hjá Vír- neti og helgaði því fyrirtæki starfskrafta sína allt til starfs- loka. Það með öðru sýnir að hann var trúr því sem hann tók að sér og hann var alla tíð forkur til vinnu og ósérhlífinn. Hann var vinfastur og rækti vel vini sína og aðstoðaði þá ef á þurfti að halda. Hann ferðaðist mikið til útlanda og hafði af því ánægju en síðasta ferðin var farin til Kanaríeyja um síðustu jól og áramót. Skóla- ganga hans varð ekki löng en hann las alla tíð mikið, fylgdist vel með fréttum og var vel að sér um margvíslega hluti. Það má segja að hann hafi ver- ið foreldrum mínum sem sonur og mér sem bróðir en á okkur var sjö ára aldursmunur. Frá því á ung- lingsárum gisti hann á heimili foreldra minna þegar hann kom suður og var alla tíð aufúsugestur og sýndi þeim mikla ræktarsemi. Það er því sár harmur kveðinn að foreldrum mínum sem sakna nú vinar í stað. Sjálfur á ég ekkert nema ljúfar og góðar minningar um frænda minn sem ég leit upp til og var mér að vissu leyti fyr- irmynd. Hann passaði mig þegar ég var lítill uppi í Borgarnesi, lék við mig og seinna fórum við í bíó og brölluðum margt saman. Við áttum oft löng samtöl í síma þar sem dægurmálin voru brotin til mergjar og þeirra samtala mun ég sakna. Ég kveð frænda minn með kærri þökk fyrir allt það sem hann var mér, konu minni og for- eldrum mínum. Blessuð veri minning Agnars Ólafssonar. Ólafur H. Jónsson. Fallinn er frá langt fyrir aldur fram föðurbróðir minn Agnar Ólafsson. Agnar var yngstur fjög- urra systkina en á milli hans og föður míns sem var elstur í systk- inahópnum voru 18 ár. Ég man fyrst eftir Agnari í heimsóknum fjölskyldunnar upp í Borgarnes en Agnar bjó í húsinu sem for- eldrar hans byggðu að Borgar- braut 50. Agnar var víðlesinn og á heimili hans var fjöldi bóka m.a. um seinni heimsstyrjöldina sem ég man hvað gaman var að grúska í. Þegar maður komst svo sjálfur til vits og ára fann maður hvað Agnar var fróðleiksfús enda spurði hann um margt sem hann taldi mann vita eitthvað um. Ég man eftir löngum samtölum um stöðu heimsmála, tækni, vísindi og sögu. Agnar var sterklega byggður, handtakið þéttingsfast og maður fann að frá honum stafaði hlýja. Hann var alltaf rausnarlegur við okkur systkinin en ég man sem barn að það var alltaf sérstakt til- hlökkunarefni að opna jólapakk- ann frá Agnari frænda. Eftir að pabbi féll frá þá hittumst við sjaldnar en það breytir því ekki að það var alltaf gaman að hitta Agnar. Það var aldrei skortur á umræðuefnum og aldrei leiðin- legt að ræða við Agnar um allt milli himins og jarðar. Nú verða þessir fundir okkar ekki fleiri og komið er að trega- blandinni kveðjustund. Hvíl í friði, Agnar frændi. Ólafur Örn Jónsson. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Við kveðjum í dag hann Agga, tryggan heimilisvin til áratuga, jafnvel meira en það því Bjössi og Aggi hafa verið vinir frá 6-7 ára aldri, eða í kringum 65 ár og báðir alla tíð búið á sömu þúfunni í Borgarnesi, svo margs er að minnast sem ekki verður rakið hér. En Agnar naut þess að ferðast og fór víða um heim. Því kveðjum við með ósk um að hann njóti ferðalagsins um ókunnar slóðir. Kæru aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði vinur, þökkum samfylgdina. Sæunn og Björn, Borgarnesi. Agnar Ólafsson ✝ SvanfríðurGuðmunds- dóttir fæddist 17. júlí 1930 á Akur- eyri. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 30. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Baldvins- son, f. 1. febrúar 1897, d. 10. júní 1983, og Jónína Magnúsdóttir, f. 19. ágúst 1900, d. 27. ágúst 1990. Systkini Svanfríðar eru: Hulda, f. 12. desember 1926, d. 2. októ- ber 2013, og Skarphéðinn, f. 5. ágúst 1932. Svanfríður giftist Tryggva Sæmundssyni, múrarameistara, f. á Hjalteyri 12. maí 1923, d. 17. mars 1991. Börn þeirra eru: 1) Gunnhildur, f. 15. febrúar 1953, gift Guðbrandi R. Leóssyni, f. 19. febrúar 1952. Börn þeirra eru: a) Tryggvi, f. 28. maí 1973, kvænt- ur Þuríði Ósk Pálmadóttur, f. 12. febrúar 1973, börn þeirra eru Birta Karen, f. 2000 og Tómas Orri, f. 2006, b) Atli, f. 4. júní 1983. 2) Haukur Tryggva- son f. 3. ágúst 1955, í sambúð með Hólmfríði Sigurð- ardóttur, barn þeirra er Hringur, f. 14. september 2010. Börn Hauks og Steinunnar Jóns- dóttur eru: a) Guðni, f. 23. júní 1982, d. 24. júní 1982, b) Styrmir, f. 8. desember 1983, í sambúð með Rósu Björk Bergþórsdóttir. Barn þeirra er Haukur Leó, f. 27. maí 2015, 3) Þorgerður Ása, f. 2. júlí 1960, gift Hólmsteini Björnssyni, f. 16. maí 1959. Börn þeirra eru: Björn, f. 20. júní 1980, Haukur, f. 11. janúar 1986, og Hjörvar, f. 21. mars 1990. Sambýlismaður Svanfríðar frá 1996 var Hólmsteinn Hall- grímsson, f. 31. maí 1925, d. 6. mars 2003. Útför Svanfríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 19. júlí 2016, klukkan 13. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp fer ekki hjá því að fram komi í hugann ótal myndir og notalegar minningar um tengdamóður mína, sem ég kynntist fyrir rúmlega fjórum áratugum. Hún tók mér strax vel, 18 ára menntaskólapiltinum, sem var að gera hosur sínar grænar við 17 ára dóttur þeirra Fríðu og Tryggva á Ásveginum á Akur- eyri, en þar áttu þau stórt og glæsilegt heimili. Með Tryggva eignaðist Fríða þrjú mannvæn- leg börn sem öll komust á legg og hafa eignast sínar fjölskyld- ur. Svo sem títt var um fólk af hennar kynslóð naut hún ekki langrar skólagöngu en á móti skiluðu góðar eðlisgáfur og dugnaður henni góðum árangri í lífinu. Þau hjónin höfðu búið sér fal- legt heimili að Furulundi á Ak- ureyri, þegar Tryggvi dó eftir stutta sjúkdómslegu rétt liðlega 67 ára gamall og eftir stóð Fríða 60 ára ekkja. Fyrstu bú- skaparár sín var hún heima- vinnandi enda börnin þrjú á unga aldri, og ærin starfi að halda heimili á meðan Tryggvi vann langan vinnudag við múr- verk og byggingaframkvæmdir. Fríða hóf störf í snyrtivörudeild KEA árið 1970 og færði sig síð- an í snyrtivörudeildina í Amaró, þar sem hún starfaði allt til 67 ára aldurs er hún lét af störfum og flutti búferlum til Reykjavík- ur. Hún bjó í Kringlunni 17 allt þar til hún lést. Hún lagði ætíð mikið upp úr því að heimili hennar væri til fyrirmyndar. Fríða var glæsileg kona, sem bar sig vel og var ætíð vel til höfð. Hún var hreinskiptin og hreinskilin, bjó yfir sterkri skapgerð og óhrædd við að láta í ljós skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Auk þess að reyn- ast mér jafnan vel var hún drengjunum okkar hin besta amma og langömmubörnin dýrkuðu hana. Einkennandi fyrir Fríðu var að hún vildi ekki skulda neinum. Þegar við hjálp- uðum henni við að snyrta garð- inn eða brugðum pensli á vegg, þá vildi hún alltaf launa greið- ann með einhverjum hætti og þurfti þá gjarnan að sannfæra hana um að þetta væri hluti af skyldum okkar yngri og kaffi- bolli væri meira en nóg. Hún kynntist Hólmsteini Hallgrímssyni, málarameistara um 1996 og áttu þau góðar stundir saman þar til hann lést í mars árið 2003. Fríða var virkur félagi í Odd- fellow reglunni í liðlega 50 ár og naut þess ríkulega að sækja fundi og skemmtanir á vegum reglunnar. Með söknuði og þakklæti fyr- ir einstaklega skemmtilega samfylgd kveð ég Fríðu tengda- móður mína sannfærður um að hið eilífa ljós muni ávallt af mis- kunn sinni umlykja hana. Guðbrandur. Hlý, góð og glæsileg varstu. Það var ávallt gaman að sjá þig, spjalla og fá kossinn frá þér. Þennan rembingsfasta ömmu- koss sem rataði ávallt beint á munninn minn. Enga kinna- kossa, bara beint á munninn. Á unglingsárunum reyndi ég margoft að breyta kossinum yf- ir í kinnakoss, en þú haggaðist ekki. Þú tókst um þétt um höfuð mitt með báðum höndum eftir kinnakossinn minn og smelltir einum föstum á munninn minn. Ákveðin varstu. Síðar komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri bara allt í lagi að kyssa ömmu sína á munninn. Mér fannst það fallegt og tákn um hversu náin við vorum. Ég sé mest eftir að hafa ekki rætt þessi kossamál við þig. Það hefði verið gaman. Þú varst svo hreinskilin, sagðir þína skoðun hiklaust. Djöfull fíl- aði ég það. Fólk á að vera hrein- skilið og segja skoðun sína. Engan milliveg, bara beint að efninu og ekkert kjaftæði. Hreinskilni þín hefur haft mikil áhrif á mig í seinni tíð og ég hef reynt að vera eins hreinskilinn og ég get við mína nánustu. Það er að miklu leyti þér að þakka. En Amma, ég vil samt segja þér að ég á eftir að sakna þín. Þú hafðir mikil áhrif á mig, góð og hvetjandi áhrif sem hafa í gegnum tíðina hjálpað mér mik- ið. Takk fyrir það. Ég hlakka til að hitta þig aftur. Þá get ég kysst þig, fast á munninn, og þakkað þér að hafa gert mig að betri og sterkari manni. Sjáumst síðar. Hvíldu í friði. Atli Guðbrandsson. Nú þegar langamma Fríða er farin frá okkur þá koma ótal minningar fram í hugann og eiga þær eftir að fylgja mér alla mína tíð. Ég á eftir að sakna samveru- stundanna sem ég átti með ömmu, sem voru svo góðar og dýrmætar. Í hvert skipti sem ég kom í heimsókn til ömmu Fríðu hafði hún alltaf myntusúkkulaði og pönnukökur á boðstólum því hún vissi að það væri uppáhald- ið mitt. Amma hafði mjög mikinn áhuga á okkur systkinunum og vildi alltaf fá að vita hvað var að gerast í okkar lífi. Það var alltaf gaman að spjalla við hana ömmu. Hún sagði svo skemmti- lega frá hlutunum og var hún oftast ekkert að skafa af skoð- unum sínum, heldur sagði bara það sem henni fannst. Amma var alltaf mjög fín til fara í flottum fötum, með hárið fallega greitt og varalit. Ég veit að amma er nú komin á góðan stað, en ég á eftir að sakna hennar óendanlega mikið. Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég vona að þú sért byrjuð að baka pönnukökur þarna uppi fyrir Tryggva afa. Birta Karen Tryggvadóttir. Svanfríður Guðmundsdóttir Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA BJÖRK GEORGSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 13. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 22. júlí klukkan 15. . Haukur Jóhannsson, Rúnar Hauksson, Bryndís Magnúsdóttir, Jóhanna V. Hauksdóttir, Páll M. Stefánsson, Örn Hauksson, Gréta Steindórsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS VALGEIRSDÓTTIR, Íragerði 14, Stokkseyri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 17. júlí. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 22. júlí klukkan 15. . Guðbjörg Magnúsdóttir, Kristján Már Hauksson, Sesselja Magnúsdóttir, Hreggviður S. Magnússon, Díana Björk Eyþórsdóttir og barnabörn. Lokað Lokað verður miðvikudaginn 20. júlí vegna jarðarfarar SOFFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR. Herrahúsið Laugavegi 47

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.