Morgunblaðið - 19.07.2016, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.07.2016, Qupperneq 25
Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Garðabær Bútasaumur kl.13. Bónusrúta kl. 14.45, heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30, meðlæti selt með síðdegiskaffinu frá kl.14-15.50. Gjábakki Handavinna kl. 9. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kanasta kl. 13. Hárgreiðslu- stofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir! Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir, hársnyrting. Pútt- völlurinn er opinn á opnunartíma stöðvarinnar. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, ganga með starfsmanni kl. 14. Upplýsingar í s. 411-2760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15.Tölvu- námskeið í Valhúsaskóla kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Botsía í Gróttusal kl.13.30. Vitatorg Spilum félagsvist í dag. Allir eru velkomnir. Smáauglýsingar Dýrahald Schnauzer hvolpar Til sölu svartir schnauzer hvolpar frá Black Standard ræktun með ættbók frá HRFÍ. Tegund sem fer ekki úr hár- um. Frekari upplýsingar í síma 862- 6969 eða á FB síðu Black Standard. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Til sölu ÚTSALA KRISTALS LJÓSAKRÓNUR SUMARTILBOÐ Glæsileg úrval af kristalsljósa- krónum, veggljósum, matarstellum, kristalsglösum til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Grensásvegi 8. Sími 7730273 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2016 ✝ Lýdía BertaJörgensen, fædd Schneider, fæddist í Skerja- firði í Reykjavík 29. desember 1936. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 27. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Anton Schneider, fæddur í Þýskalandi 23. október 1898, dáinn 7. nóv- ember 1985 í Reykjavík, og Guðrún Lilja Ingólfsdóttir Schneider, fædd í Noregi 7. nóv- ember 1906, dáin 9. janúar 1991 í Reykjavík. Systir hennar var Sigrún María Schneider, fædd 16. júní 1929, dáin 8. maí 1991. Lýdía giftist árið 1957 Tryggva Eyjólfssyni, bónda á Lambavatni, Rauðasandi, fædd- um 19. september 1927. Þau eignuðust dótturina Guð- Eysteinn Kristjánsson en fyrir átti Sólveig eina dóttur. Sólveig er búsett í Reykjavík. Anton Karl, f. 22. janúar 1970. Hans kona er Janne Hvarre Jörgen- sen, saman eiga þau þrjú börn, en fyrir átti Anton þrjú börn og Janne eina dóttur. Anton er bú- settur í Danmörku. Margrét Sigurfljóð, f. 11. febrúar 1971, og á hún þrjú börn. Margrét er búsett í Reykjavík. Barnabarna- börnin eru orðin þrettán. Lýdía fluttist árið 1939 sem barn að aldri til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni og áttu þau ekki afturkvæmt til Íslands fyrr en eftir stríð. Hörmungar stríðsins voru henni alla ævi of- arlega í minni og skráði hún niður minningabrot frá þessum tíma fyrir afkomendur sína til fróðleiks. Lýdía naut hefðbund- innar skólagöngu í Landakots- skóla en fór síðan til Þýskalands og lærði þar til sjúkraliða. Lýdía vann ávallt hin ýmsu störf utan heimilis, en lengst af við umönnunarstörf og sauma- skap. Útför Lýdíu var gerð í kyrr- þey frá Maríukirkju í Breiðholti að ósk hennar, 5. júlí 2016. rúnu Barböru sem fædd er 15. febrúar 1958, gift Guðjóni Sigurbjartssyni og eiga þau tvær dæt- ur. Guðrún er bú- sett í Reykjavík. Lýdía og Tryggvi slitu samvistum. Árið 1961 giftist Lýdía Valgard Jörgensen mál- arameistara, f. 25. mars 1931, d. 1. mars 2006. Lýdía og Valgard eignuðust fimm börn: Hönnu Kristínu, f. 22. ágúst 1960. Hennar maður er Björn Þórisson og eiga þau tvo syni en fyrir átti Hanna einn son. Hanna er búsett á Blöndu- ósi og þar bjuggu Lýdía og Val- gard um 10 ára skeið. Kolbrún Ósk, f. 22. ágúst 1960, og á hún fjögur börn. Kolbrún er búsett í Reykjavík. Sólveig María, f. 14. ágúst 1962. Hennar maður er Þegar sólin braust fram úr skýjunum og þjóðin sameinaðist á gleðistundu, þá fór móðir mín í sína hinstu för. Örlögin höguðu því þannig að ég ólst ekki upp hjá móður minni, heldur móðurforeldrum svo að tengsl okkar mömmu voru tak- mörkuð framan af. Hún bjó lengst af úti á landi en ég í Reykjavík, svo að það gerði okk- ur líka erfitt um vik. Um 1988 flutti hún aftur til Reykjavíkur og þá fóru tengsl að myndast sem urðu sterkari eftir því sem árin liðu sem ég er þakklát fyrir, sér- staklega eftir að hún veiktist og þurfti meira á okkur börnunum sínum að halda. Mamma var glæsileg kona, há, dökk á brún og brá og bar sig allt- af vel fram á síðasta dag. Hún var létt í lund sem hjálp- aði henni yfir erfiðleika sem hún þurfti oft að glíma við, suma sjálf- skapaða eins og gengur. Hún vann alltaf úti frá stóru heimili og hafa dagarnir oft verið langir. Hún var mikil matmóðir og fannst gaman að elda og hafa alla fjölskylduna í mat. Hún var listræn, prjónaði mik- ið, sérstaklega lopapeysur sem hún hannaði oft eftir sínu höfði. Hún málaði myndir, naut tón- listar og ballet var í uppáhaldi. En ekkert jafnaðist á við kvik- myndir, það að fara í bíó var hennar helsta yndi þó að það yrði strjálla eftir því sem heilsu henn- ar hrakaði en þá undi hún sér við sjónvarpið. Hún hafði mikið yndi af blóm- um. Þar fundum við sameiginlega fjöl, hún hafði gaman af að heim- sækja mig og skoða trén og blóm- in sem ég var að rækta í Elliðaár- dalnum og sagði mér sögurnar af því þegar hún og pabbi minn voru að rækta gulrætur, rófur og kart- öflur á Lambavatni. Mamma var aðeins þriggja ára þegar afi missti vinnuna í Sápu- gerðinni Frigg þegar kreppan var farin að herða að hér á Ís- landi. Systkini hans í Þýskalandi hvöttu hann til að koma heim til Þýskalands og útveguðu honum vinnu þar, og fjölskyldan flutti. Þau uggðu ekki að sér eða vildu ekki sjá óveðursskýin sem hrönn- uðust upp í Evrópu á þessum tíma. Stríðið skall á nokkrum mánuðum síðar og móðir mín og eldri systir hennar upplifðu hörmungar sem fylgdu síðari heimsstyrjöldinni í Þýskalandi, hungur, vannæringu, skelfingu, sprengjuárásir og endalausa hræðslu. Í stríðslok komust þau við illan leik á flótta um ýmis Evr- ópulönd og til Danmerkur, en þar tók ekki betra við. Íslendingar höfðu lýst yfir sjálfstæði og Danir voru ekkert hrifnir af að sitja kannski uppi með íslenska, þýska fjölskyldu. Afi var hnepptur í fangabúðir og það átti að senda mæðgurnar aftur til Þýskalands. En þau voru íslenskir ríkisborg- arar svo að lokum komust þau öll heim til Íslands. Undanfarið hef- ur okkur orðið tíðrætt um að sag- an væri að endurtaka sig, mæður og börn á flótta sem enginn vill taka við. Síðustu árin bjó hún við gott atlæti á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og meðan hún hafði krafta til las hún fyrir heimilis- fólkið til að stytta sér og þeim stundirnar. Hún var alltaf að og viljinn var sterkur þó að líkaminn væri orðinn veikburða. Hvíl í friði, mamma mín, dill- andi hláturinn þinn mun fylgja mér um ókomna tíð. Guðrún Barbara Tryggvadóttir. Elsku móðir mín. Það er svo óraunverulegt að þú sért farin. Svo erfitt að hugsa til þess að geta ekki séð fallega bros- ið þitt aftur, að geta ekki leitað í faðm þinn þegar mér líður illa, því faðmlag þitt gerði allt betra. Ég veit að ég er eigingjörn að vilja hafa þig alltaf hjá mér, því þú varst kletturinn minn og ljósið mitt í myrkrinu. En núna þarftu ekki að berjast lengur eins og þú gerðir eins og hetja í átta ár án þess svo mikið að kveinka þér, gafst aldrei upp og lifðir lífinu til fullnustu til sein- asta dags. Þú áttir alltaf til nóga samúð og ást handa öllum í kringum þig alveg sama hvað þú varst að ganga í gegnum, elsku mamma. Ég get ekki hugsað mér betri fyrirmynd í lífinu, enda varstu hetjan mín og konan sem var allt- af hægt að leita til, því að þú hlustaðir og allt varð alltaf svo miklu betra. Ég veit að hvíldin var þér kær- komin, elsku mamma, og núna ertu komin til pabba, og það er huggun í því, og ég veit að þið pabbi vakið yfir okkur og leið- beinið okkur áfram í lífinu. Þú varst fyrirmynd allra, elsk- uð og virt af öllum sem voru svo heppnir að hafa þig í lífi sínu. Ég elska þig og sakna þín, elsku móðir mín, og ljósið þitt og minningin þín mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Þín ástkæra dóttir, Margrét Sigurfljóð. Amma Lýdía var stríðshrjáð kona á margan hátt. Eins og hún sagði sjálf frá í útvarpsþætti um æsku sína komst hún aldrei yfir að hafa verið ungt barn í Þýska- landi annarrar heimsstyrjaldar innan um sprengingar og dauða. Hún sótti í spennu alla tíð síðan. Hún kynntist fyrri manninum sínum, afa mínum, þegar hún var að hjúkra honum á spítala eftir að hann hlaut skotsár. Þetta var upphaf mömmu sem átti sitt fyrsta ár í þeirri fögru sveit á Rauðasandi, rétt við vestasta odda Íslands. Seinna taldi amma stórborgina Reykjavík betri kost fyrir framhaldið. Amma var hress kona. Við átt- um góðar stundir við prjónaskap þar sem hún sagði mér sögur. Hún hló hátt og óheflað og mér þótti það gott. Hláturinn er eitt af því fáa sem ég man frá systur hennar Sigrúnu sem dó þegar ég var aðeins smákrakki, svipaður hjá báðum. Það var nú kannski langt í hlát- urinn þegar fjölskyldan náði til Íslands eftir stríð, allslaus og í áfalli. En sama hversu mikil áföll við upplifum tekst okkur mann- eskjunum oftast að halda áfram, og það gerðu þau. Það er virðing- arvert. Samt var ekki langt í skömmina, amma sagði mér að þær systur hefðu aldrei mátt tala um stríðið, hvorki heima fyrir né utan veggja heimilisins. Stríðið átti að gleymast eins og gærdag- urinn. Það gerði það aldrei. Spurningin er bara hvaða form upplifanirnar taka á yfirborðinu. Elsku amma, góða ferð og takk fyrir allt. Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ég hitti þau hjónin Lydíu Bertu Jörgensen og Valgard mann hennar fyrst síðla árs 1998. Þau tóku mér af varfærinni kurt- eisi, eins og títt er um tilvonandi tengdasyni. En í næstu heim- sóknum og fjölskylduboðum lyft- ist mikið á henni brúnin og var hún jafnan hrókur alls fagnaðar. Ég var boðinn velkominn í fjöl- skylduna og á næstu 18 árum átt- um við margar skemmtilegar stundir. Ekki síst hafði hún gam- an af bíltúrum út á land. Lydía átti sannarlega ekki dæmigerða ævi. Hún fæddist hér á landi, en fluttist þriggja ára gömul með foreldrum sínum til Þýskalands á því óheppilega ári 1939 og kom ekki aftur heim fyrr en að stríði loknu 1946. Í Þýska- landi komst hún í kynni við hörm- ungar seinni heimstyrjaldar og var með fjölskyldu sinni á flótta við og eftir stríðslok. Aðlögunin eftir heimkomuna hlýtur að hafa verið erfið og vafalaust hafa þessi ár haft mjög mótandi áhrif á ævi hennar. Hún varð sterk og bein- skeytt alþýðukona og gat stund- um runnið í skap þætti henni ástæða til. Lydía var ávallt hamhleypa til allra verka. Jafnvel eftir að hún missti eiginmann sinn og heilsu hennar sjálfrar tók mjög að hraka síðustu árin, dró hún lítið af sér. Stundum óþarflega lítið þótti mér og mörgum ættingjum. Hún hélt ótrauð áfram í prjónaskap, eldamennsku þegar hún fékk tækifæri til og einnig varð hún vinsæl meðal annars vistfólks á hjúkrunarheimilinu fyrir skýran upplestur sinn á ýmsum góðum bókum. Ég mun ávallt sakna þessarar góðu konu og minnast hennar af miklum hlýhug og virðingu. Mágfólki mínu og þeirra mök- um, barnabörnum og þeirra börnum, og öllum öðrum vinum Lydíu, votta ég mína innilegustu samúð. Eysteinn Kristjánsson. Lýdía Berta Jörgensen Fyrir nærri hálfri öld kynntist ég mági mínum, honum Magga, eins og hann var kallaður af upprunafjöl- skyldunni. Þá sá ég sérlega myndarlegan og fríðan mann, Sveinn Magni Daníelsson ✝ Sveinn MagniDaníelsson fæddist 1. júní 1934. Hann and- aðist 3. júlí 2016. Jarðarför Sveins fór fram 11. júlí 2016. vasklegan og glað- legan. Hann var sjó- maður á aflaskipum, stýrimaður. Seinna flutti hann sig á far- skip og sigldi á er- lendar hafnir en kom svo í land og fór að vinna í Fiskkaup- um hjá Jóni mági sínum. Hann var vinnusamur og verkhagur, ábyrgur með það sem honum var trúað fyrir. Þegar fjölskyldan kom saman var hann hæglátur og lét ekki margt uppi en ávallt vinsamlegur og glettinn. Systrum sínum fagn- aði hann notalega og þar var gagnkvæm velvild auðsæ. Börnin og fjölskyldan voru honum allt og innilega gladdist hann yfir fram- förum þeirra. Hann hélt sér afar vel fram á efri ár og bjó að sterkum líkama og traustu atgervi. Hann var klár og skynsamur og því svo átak- anleg þversögn að uppgötva það að hann fór að villast á fleiru og meiru og mundi loks ekki nokk- urn skapaðan hlut. Þessi and- styggilegi sjúkdómur, Alzheim- er, étur upp persónuleikann og skilur aðeins eftir skelina af manni fyrir rest. Hún Fanney hans stóð með honum eins og klettur í þessum erfiðleikum og hafði hann heima hjá sér þar til í vor. Honum vildi það til happs að hún kunni til verka, hafði enda stundað umsjá aldraðra árum saman og hún kunni á hann. Það var líka fallegt að sjá það traust sem hann hafði á henni í þessum kringumstæð- um. Þau systkinin, Maggi, Halla og Auður hittust seinast saman heima hjá Rósu dóttur Magga og fór þá vel á með þeim sem jafnan. Ég veit ekki hvort það dagaði að sjálfráðu fyrir því hjá honum að þau væru þarna saman öll þetta skiptið en hann var jafn glaður hvert sinn sem hann var á þetta minntur. Ég þakka samleiðarsporin og bið Guð að blessa minningu þessa góða drengs og varðveita Fann- eyju og fjölskyldu þeirra alla. Jakob Ágúst Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.