Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2015, Side 13

Ægir - 01.12.2015, Side 13
Hafrannsóknastofnun stendur á tímamótum. Um svipað leyti og haldið var upp á 50 ára af- mæli stofnunarinnar síðastliðið haust ákvað Alþingi að leggja Hafrannsóknastofnun og Veiði- málastofnun niður og sameina þær í nýrri stofnun frá 1. júlí 2016. Þessar tvær stofnanir eru mjög ólíkar að stærð og umsvif- um. Hafrannsóknastofnun með um 150 manns og veltir hátt í 3 milljörðum króna en Veiðimála- stofnun með um 20 manns og 240 milljóna króna veltu. Sam- einuð stofnun mun heita Haf- rannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Markmið sameiningar- innar er að efla vísindalega þekkingu á umhverfi og lifandi auðlindum í hafi og ferskvatni og stuðla að sjálfbærri og arð- bærri nýtingu auðlindanna. „Ég tel að samruni Hafrannsókna- stofnunar og Veiðimálastofn- unar sé jákvætt skref fyrir starf- semina til lengri tíma litið. Það eflir okkur faglega að blanda saman tveimur heimum skyldra fræða en það er hins vegar grundvallaratriði að stofunin verði í framtíðinni vel búin tækjum og mannafla og geti til að mynda rekið þau skip sem nauðsynleg eru til rannsókna á hverjum tíma,“ segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. Sterk fagleg staða Hann segir faglega stöðu Haf- rannsóknastofnunar mjög sterka þrátt fyrir að undanfarin ár hafi verið á brattann að sækja í rekstrarlegu tilliti hjá þeim eins og öðrum opinber- um stofnunum. Vegna aðhalds hafi meðal annars nýráðningar ekki verið í þeim mæli sem æskilegt væri og hætt sé við að þekking tapist ef ekki er hugað að þeim þætti. „Það er ekki allt skráð á blað eða í skýrslur sem hér fer fram heldur berst þekking starfs- manna einnig frá manni til manns. Ef ekki er gripið til sér- stakra aðgerða til að yfirfæra þá þekkingu til nýrra kynslóða er hætta á að hún tapist þegar fólk hættir vegna aldurs. Nýlið- un starfsfólks er því gríðarlega mikilvæg. Við höfum gert átak í þessum efnum í ár og ætlum okkur að halda því áfram á næstu árum.“ Jóhann bendir á að ástandið í hafinu við Ísland og staða nytjastofnanna sé stöðugt að breytast. Þess vegna megi ekki slaka á vöktun lífríkis og um- hverfis hafsins heldur frekar að bæta í svo auðlindin verði áfram uppspretta velsældar um ókomna tíð. „Um allan heim er horft til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar vísindalegan grunn fiskveiða. Sóknarfæri íslensks sjávarútvegs er nú sem fyrr að vera skrefi framar og fyrirmynd öðrum í haf- og fiskirannsókn- um,“ segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar. Hafrannsóknastofnun á tímamótum Jóhann Sigurjónsson forstjóri segir faglega stöðu Hafrannsóknastofnunar mjög sterka og samruna stofnunarinnar og Veiðimálastofnunar jákvætt skref til lengri tíma litið. Mynd: Þormar Gunnarsson H a fra n n sók n a stofn u n 13

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.