Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2015, Page 14

Ægir - 01.12.2015, Page 14
„Takist okkur ekki að koma með lausnir sem stytta matreiðslutíma fisks- ins, er hætta á að hann detta út af innkaupalistum fólks,“ segir Sim-on Smith framkvæmdastjóri Icelandic Seachill. Sífellt styttri mat- reiðslutími ógnar fisksölu í Bretlandi segir Simon Smith framkvæmdastjóri Iceland Seachill Helsta tækifærið til að auka fiskneyslu í Bretlandi er að fá fólk til að kaupa fisk oftar. Mest selda einstaka fiskafurðin í Bretlandi í dag eru beinlaus frosin laxaflök sem Iceland Seachill framleiðir fyrir Tesco verslunarkeðjuna. Þessa vöru kaupa 6% heimila í Bretlandi að jafnaði þrisvar á ári. Til sam- anburðar er mest selda kjötaf- urðin þar í landi 500 gramma kjöthakkpakki framleiddur fyr- ir Sainsbury. Helmingi fleiri heimili kaupa þá vöru en laxa- flökin frá Tesco. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi sem Simon Smith framkvæmda- stjóri Icelandic Seachill í Grimsby í Bretlandi hélt á Sjáv- arútvegsráðstefnunni sem haldin var í Reykjavík nú í nóv- ember. Simon telur að í þessum tölum felist ákveðin tækifæri því það skipti augljóslega miklu máli takist mönnum að fjölga þeim skiptum sem fólk kaupir fisk. Matreiðslutíminn styttist um helming á 25 árum Icelandic Seachill er leiðandi fyrirtæki í Bretlandi í sölu á sjáv- arafurðum tilbúnum til eldunar og til neyslu. Fyrirtækið mark- aðssetur tilbúna rétti undir vörumerkinu The Saucy Fish Co. og meðal stærstu viðskipta- vina þess má nefna verslunar- keðjurnar Tesco, Marks & Spen- cer, Sainsbury´s og Ocado. Sim- on segir það ákveðna áskorun að tíminn sem almenningur eyðir í matreiðslu er alltaf að styttast. Árið 1980 vörðu bresk- ar fjölskyldur að jafnaði 60 mín- útum í að útbúa kvöldverð. Árið 1990 hafði þessi tími styst í 45 mínútur og í 32 mínútur árið 2014. „Þetta skiptir máli fyrir okkur vegna þess að talsvert af þeirri vöru sem við seljum er á mörkum þessara 30 mínútna í matreiðslu. Spaghetti boulog- nese sem í langan tíma hefur verið efst á vinsældalistanum í Bretlandi hefur færst neðar á listann ásamt karrýréttum og Kínamat vegna þess að það tek- ur að jafnaði 30-32 mínútur að S ölu m á l 14

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.