Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2015, Page 22

Ægir - 01.12.2015, Page 22
Vélar og framdrifsbúnaður frá Marás Nýsmíði Samherja, Útgerðarfélag Akureyringa og FISK Seafood Allt fyrir nýsmíðina Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is AUTOMATION TECHNOLOGY Við leggjum metnað okkar í að bjóða aðeins fyrsta flokks búnað og þjónustu generationpower STAMFORD aðra í 234x175 fiskifréttir TOIMIL „Það er eins og enginn hafi vit á sjávarútvegi nema að hafa starfað á einn eða ann- an hátt í landbúnaði.“ Stefna ríkinu Glófaxaútgerðin vill fá úr því skorið hvort stjórnsýsla Jóns Bjarnasonar í sjávarútvegsráðu- neytinu þegar hann færði til skötuselskvóta milli héraða stenst lög og þess vegna hefur ríkinu verið stefnt. Málið mun fá efnislega meðferð fyrir héraðs- dómi og er Bergvin nokkuð viss um að hver svo sem niðurstað- an verði í héraðsdómi verði málið líka að fara upp í Hæsta- rétt, eða eins og hann orðar það; það verður að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort slík vinnubrögð standist lög. „Ef ríkið getur á einni nóttu gert slíkar grundvallar breytingar með skötuselinn, það er að færa hann í potta út og suður, hlýtur það að gilda um allar aðrar fisktegundir og því þarf að fá úr þessu skorið með dómi í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fá niðurstöðu í málið og það vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einnig.“ Bergvin dregur ekki dul á að einn helsti óvin- ur útgerðarinn- ar í gegnum tíð- ina hafi verið stjórnkerfið og endalaus frum- skógur reglu- gerðarbreyt- inga ár eftir ár, sem hafi gert útgerðinni erfitt fyrir með að gera áætlanir fram í tímann. „Veistu það að ég skil þetta ekki með sjávarútvegsráðherr- ana, það er eins og enginn hafi vit á sjávarút- vegi nema að hafa starfað á einn eða annan hátt í landbúnaði. Núna er Sigurður Ingi Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra og hann er dýralæknir að mennt, áður var Jón Bjarnason, fyrrverandi skólastjóri á Bændaskólanum á Hólum, í þessu ráðuneyti og þar áður Stein- grímur J. Sigfússon, bóndasonur úr Þistilfirði og jarðfræðingur, og síðan ef við förum lengra til baka var Árni M. Mathiesen í sjávar- útvegsráðuneytinu og hann var líka mennt- aður dýralæknir. Þetta er með hreinum ólík- indum! Við hverju getur maður búist þegar í þetta ráðuneyti koma menn ár eftir ár sem aldrei hafa komið nálægt þessari atvinnu- grein? Að sjálfsögðu eru þetta þó allt saman hinir vænstu menn og viðkunnalegir. Ég hef einu sinni hitt Sigurð Inga til þess að ræða við hann um skötuselsmálið. Hann tók okkur vel en ég held að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað við vorum að tala. Hann brosti bara til okkar! Matthías Bjarnason, sem var sjávar- útvegsráðherra í eina tíð, vissi hvað hann var að tala um og það sama átti við um Þorstein Pálsson sem stóð við það sem hann sagði, það mátti hann eiga.“ Hvernig er þetta með sjávarútvgsráðherrana? 22

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.