Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2015, Page 47

Ægir - 01.12.2015, Page 47
Nýtt og spennandi eins árs starfsnám. Upplýsingar og skráning hjá Fisktækniskóla Íslands í síma 4125966 og info@fiskt.is. Viljum vekja athygli á að nám hjá okkur er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að uppfylla inntökuskilyrði. Bjóðum upp á þrjár námsbrautir. FISKELDI GÆÐASTJÓRN MAREL VINNSLUTÆKNI Miklir starfsmöguleikar í sjávarútvegi og víðar. Námið skiptist í tvær annir. Námið verður kennt í dreifinámi og lotum sem hentar starfandi fólki í greininni. Námið hefst í janúar 2016 Svona mun hin nýja Vestmannaeyjaferja líta út. Gangi allt upp er þess vænst að hún geti mögulega hafið sigl- ingar milli lands og Eyja um mitt ár 2018. Eins og víða um land er ferða- þjónustan – til hliðar við sjávar- útveginn – stóri vaxtarbroddur- inn í atvinnulífinu í Vestmanna- eyjum. Með tilkomu Landeyja- hafnar sumarið 2010 hefur orð- ið gríðarleg fjölgun ferða- manna í Eyjum. Úr Landeyja- höfn er ekki nema rösklega hálftíma sigling til Vestmanna- eyja í samanburði við um þriggja stunda siglingu milli Eyja og Þorlákshafnar. Hins vegar hefur Herjólfur ekki getað siglt nema hluta úr ári í Land- eyjahöfn vegna erfiðra skilyrða þar í vondum veðrum. Núverandi Herjólfur hefur dugað Vestmannaeyingum vel í gegnum tíðina en tekin hefur verið ákvörðun um smíði nýrrar ferju og er gert ráð fyrir að hún verði boðin út á Evrópska efna- hagssvæðinu mjög fljótlega. Núverandi Herjólfur hefur verið í rekstri í á þriðja áratug. Ný ferja í notkun 2018? Og nú er hönnunarferli ferjunn- ar sem sagt lokið og það styttist í að smíði hennar verði boðin út. Gangi smíðin vel er þess vænst að ný ferja verði mögu- lega tilbúin til notkunar á árinu 2018. Nýja ferjan er um einum metra mjórri og um einum metra styttri en núverandi Herj- ólfur en burðargetan er hins vegar meiri, til dæmis kemur hún til með að taka um 75 bíla á móti um 60 í núverandi ferju. „Skipið er hannað með Land- eyjahöfn í huga og því verður auðveldara að sigla því þangað en núverandi Herjólfi,“ segir Andrés Þorsteinn Sigurðsson, skrifstofustjóri og yfirhafsögu- maður Vestmannaeyjahafnar, en hann er fulltrúi Eyjamanna í smíðanefnd skipsins. Ný Vest- manna- eyjaferja senn í útboð 47

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.