Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 1
Hryðjuverkaárásir » Með árásinni í gær hafa vel yfir 500 manns látist í hryðju- verkaárásum í Evrópu frá árs- byrjun 2015. » Fjölmargir þjóðarleiðtogar stigu fram í gærkvöldi, for- dæmdu árásina og lýstu yfir samúð sinni með Þjóðverjum. » Enn ríkti mikil óvissa í gær- kvöldi um verknaðinn. Börkur Gunnarsson Elvar Ingimundarson „Ég næ ekki einu sinni að koma orð- um yfir það hvernig okkur líður,“ seg- ir Júlía Sigursteinsdóttir sem búsett er í München. Hún segir mikið óvissu- ástand hafa myndast í borginni fyrst eftir árásirnar, þegar misvísandi fréttir bárust af árásum á mörgum stöðum í borginni. Eftir klukkutíma hafi ástandið orð- ið skýrara og lögreglan hafi komið upplýsingum til borgarbúa í gegnum fjölmiða og samfélagsmiðla. Hún seg- ir marga ekki hafa komist út úr borg- inni þar sem allar lestar- og rútuferð- ir voru felldar niður. Um kl. 18 að staðartíma en 16 að ís- lenskum tíma er talið að í það minnsta einn maður hafi skotið á saklaust fólk fyrir utan McDonalds-veitingastað við verslunarmiðstöðina Olympia sem er í Moosach-hverfinu í München. Talið er að tíu manns hafi látist í árás- inni og í það minnsta 20 særst. Neyð- arástandi var lýst yfir í borginni eftir árásina, samgöngur lömuðust og fólk var hvatt að halda sig inni við. Á miðnætti í gærkvöldi taldi þýska lögreglan að árásarmaðurinn hefði verið einn að verki og svipt sig lífi. Annars ríkti mikil óvissa um hverjir árásarmennirnir væru, t.d. hvort þeir tilheyrðu öfgahreyfingum. Til er myndband sem var tekið upp á farsíma sem sýnir upphaf árásar- innar þar sem maður dregur upp skammbyssu og hefur skothríð á fólk. „Margir borgarbúar komast ekki heim til sín og hótel og íbúar hafa boð- ið fólki að koma til sín í nótt. Það eru samt allir hræddir því það er ekki vit- að hvað byssumennirnir voru margir eða hvort einhverjir þeirra ganga enn lausir,“ sagði Júlía í gærkvöldi. AFP Ótti Ógnarástand var í München í gær og íbúar hvattir til að halda sig heima. Óttast var í fyrstu að árásarmennirnir væru þrír en var líklega bara einn. Neyðarástand í München  Minnst tíu létust í skotárás í München  Talið að árásarmaðurinn hafi verið einn og svipt sig lífi  „Það eru allir hræddir,“ segir Íslendingur í borginni MTíu látnir í München »21                                                                             !         " # L A U G A R D A G U R 2 3. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  171. tölublað  104. árgangur  ÁSTIN KVIKN- AÐI Í MÚMÍN- SAFNINU MAKT MYRKURSINS KÆLAN MIKLA BÝR YFIR DULMAGNI 38MÚMÍNSAFNARI 12 Kraftmiklum leysigeislum var beint í tvígang að flugvélum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi í fyrra, í annað skiptið í Reykjavík og hitt skiptið á Akureyri. Enginn skaði hlaust af en Þórólfur Árnason, for- stjóri Samgöngustofu, segir að um sé að ræða stórhættulegt athæfi. Til þessa eru notaðir öflugir leysi- bendar, sem bannaðir eru hér á landi, en þeir geta náð allt að 30 kíló- metra og ljósið í þeim er oftast grænt. Að sögn Þórólfs getur geisl- inn blindað flugmann og flugstjóra og flugstjórnarklefinn lýsist upp með grænu ljósi sem gerir það að verkum að lestur á mæla og skjái getur reynst erfiðleikum bundinn. Tvö atvik í síðustu viku Samkvæmt gögnum Samgöngu- stofu hafa 33 atvik af þessu tagi ver- ið skráð frá árinu 2012, þar af voru tíu hér á landi. Af þessum 33 hafa fjögur átt sér stað það sem af er þessu ári, tvö þeirra í síðustu viku. Bjarni M. Berg Elfarsson, flug- stjóri hjá Icelandair, varð fyrir geisla frá leysibendi síðastliðið haust, þegar hann var við stjórnvöl- inn á flugvél sem var í aðflugi að Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann segir að hann og aðstoðar- flugmaðurinn hafi blindast algerlega þegar geislinn hitti flugstjórnarklef- ann. annalilja@mbl.is »4 33 tilvik á 4 árum Leysibendir Öflugir bendar geta valdið usla í flugstjórnarklefa.  Leysigeislum beint að flugvélum Ljósmynd/Keldur Hvalnesbirnan Krufning leiddi í ljós að dýrið var tríkínusmitað. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Birnan sem var felld við Hvalnes á Skaga laugardagskvöldið 16. júlí síð- astliðinn var smituð af tríkínum, að sögn dr. Karls Skírnissonar, dýra- fræðings á Keldum. Því er ljóst að þrír af fimm hvítabjörnum sem hafa verið felldir hér frá árinu 2008 hafa verið smitaðir af sníkjudýrinu. Karl er staddur í Finnlandi á al- þjóðlegri ráðstefnu sníkjudýrafræð- inga. Þar greindi franskur vís- indamaður frá þremur Frökkum sem nýlega greindust með væg ein- kenni tríkínusmits eftir að hafa neytt hvítabjarnarkjöts í Austur- Grænlandi í mars síðastliðnum. Þeir borðuðu um 200 grömm af kjötinu hver um það bil þremur vikum áður en einkennin voru greind. Frakk- arnir léttsteiktu kjötið þannig að það var bleikt í sárið þegar þess var neytt. Heimamenn suðu kjötið áður en þeir neyttu þess. Grænlenskur veiðimaður skaut björninn, sem vó um 400 kíló, á Scoresbysunds- svæðinu. Fram kom í erindinu að tríkínu- smit væri vel þekkt í Grænlandi. Fyrir 60 árum smituðust margir samtímis af tríkínum. Síðan þá hafa einungis einstök tilvik um trík- ínusmit í fólki verið staðfest. Rann- sókn sem gerð var í Ammassalik, þar sem þorpið Kulusuk er, sýndi að blóðprufur um 20% þeirra manna sem rannsakaðir voru gáfu jákvæða svörun um tríkínusmit. Rannsókn á refum á sama svæði sýndi að um 35% refastofnsins voru með tríkínur og sama gilti um 32-41% hvítabjarna á svæðinu. Greint var frá nið- urstöðum þessarar rannsóknar árið 1995. Franski vísindamaðurinn sagði að bjarnarkjöt ylli oft tríkínusmiti í ferðamönnum. Hann og samstarfs- menn hans vita um 31 tilfelli smits í ferðamönnum frá árinu 1995, þar af voru 27 hinna sýktu Frakkar. Fyrsta staðfesta tilvik um tríkínur hér var í hvítabirni sem var felldur á Hornströndum 20. júní 1963. Kjötið var boðið til sölu á Ísafirði og fengu færri en vildu. Rannsókn leiddi í ljós að í kjötinu var krökkt af tríkínum. Ekki er vitað til að fólki hafi orðið meint af átinu, enda hafa tríkínurnar líklega drepist við suðu. »22 Hvalnesbirnan reyndist smituð af tríkínum  Þrír af fimm hvítabjörnum frá 2008 til 2016 voru smitaðir  Tríkínusmitað kjöt selt á Ísafirði 1963

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.