Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Fornyrði Lögbókar, Kormákssaga 1832, óbundin, óskorin, Krossa- ætt 1-2, Dalamenn 1-3, Kolls- víkurætt, Ættir Austfirðinga 1- 9, MA stúdentar 1-5, Neðantaldir titlar seljast á kr. 10 þús hver, Kennaratal 1-5, Saga Dalvíkur 1- 3. Skipsstjóra- og stýrimannatal 1-4, Morgunn 1. - 20. árg. ib., Bíldudalsminning Péturs Thor- steinssonar, Manntal 1801, 1845, Nokkrar Árnesinga-ættir, Fremrahálsætt 1-2, Ættir Síðupresta, Saga Hraunhverfis á Eyrarbakka, Stokkseyringasaga, Bólstaðir og búendur í Stokks- eyrarhreppi, Deildartunguætt 1-2, Lögreglan á Íslandi, Svardælingar 1-2. Upplýsingar í síma 898 9475. Garðar Garða- og heimilisþrif Fáðu verðtilboð Við komummeð brosið og förummeð ruslið. Sími 861 8752 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Til sölu Járnbakkar Tengijárnskúffur Framleiðum fjölmargar gerðir af járnbökkum Margar skeyti- lengdir í boði Vír og lykkjur ehf Lyngás 8, 210 Grb. víroglykkjur@internet.is víroglykkjur.is S. 772 3200/692 8027 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsbílar Ford húsbíll Eddehus húsbíll til sölu. Árg. 1993. Ekinn um 180 þús. 5 gíra. Beinskiptur. Disel. Skráður 7 manna. Sólarsella, ísskápur, salerni og miðstöð. TILBOÐ 1.190.000 kr. Upplýsingar í síma 897 8705, Kristjana. Húsviðhald Trail Manor 2720, fellihýsi verð 650 þús sjá auglýsingu á www.Bland.is Uppl. í síma 860-2130. Til sölu Leðursófi, 3ja sæta, selst á kr. 10 þús. Barnarúm, stækkanlegt og mjög vel með farið, tilboð. Einnig Epson prentari, mjög vel með farinn. Uppl. í síma 896 6919. Fellihýsi Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? Við samstarfs- menn Sveins á Náttúrufræðistofn- un Íslands vissum að hann ætti við veikindi að stríða, en það kom okkur samt á óvart þegar fregn- ir bárust af andláti hans. Sveinn hafði alla tíð mörg verkefni á skrifborðinu og hann var kapp- samur um að ganga vel frá þeim. Hann var ekki á förum. Sveinn var mikill fræðimaður sem helgaði líf sitt jarðvísind- um. Hann var bæði vandvirkur og nákvæmur og lét ekkert frá sér fara, í ræðu eða riti, án þess að vera fullviss um að það stæð- ist skoðun. Hann hafði frjóar hugmyndir um verkefni og var frumkvöðull á ýmsum sviðum jarðfræðinnar. Má þar nefna rannsóknir á gosbergi frá nú- tíma og eldstöðvakerfum, mynd- un móbergs og eldfjallaútfell- inga. Hann hafði alla tíð góð og mikil tengsl við innlenda og er- lenda jarðvísindamenn. Rann- sóknasvæði Sveins voru Reykja- nes, Reykjaneshryggur, Langjökulssvæðið og Suðurland ásamt Vestmannaeyjum, eða vestra og eystra gosbelti lands- ins. Hann hafði umsjón með jarðfræðirannsóknum í Surtsey frá 1969. Eftir Svein liggur fjöldi merkra vísindagreina um jarðfræði Íslands. Þá hefur hann byggt upp vandað og viða- mikið vísindasafn bergs og steinda. Sveinn var góður kennari og snjall að miðla upplýsingum um jarðfræði á mannamáli. Margir íslenskir jarðfræðistúdentar nutu leiðsagnar Sveins, en hann kenndi bergfræði í mörg ár við Háskóla Íslands og var auk þess duglegur að ráða til sín stúd- enta sem aðstoðarmenn í safn- vinnu og útivinnu á sumrin. Sveinn tók öllum vel sem leit- uðu til hans á Náttúrufræði- stofnun og hann taldi það skyldu sína að upplýsa fólk um undur jarðvísindanna. Sveinn hafði mikinn áhuga á náttúru- minjasöfnum og tók virkan þátt í uppsetningu á hinum ýmsu jarðfræðisýningum svo sem í Náttúrugripasafninu á Hlemmi og Surtseyjarsýningunni í Þjóð- menningarhúsinu. Sveinn var afskaplega smekkvís og hafði auga fyrir vandaðri hönnun og fallegum litum. Hann hafði unun af góðri tónlist. Við kveðjum góðan félaga og samstarfsmann til margra ára með hlýhug og þakklæti fyrir samfylgdina. Við vottum fjöl- skyldu Sveins innilegrar sam- úðar. Lovísa Ásbjörnsdóttir og Kristján Jónasson. Svein Jakobsson jarðfræðing hitti ég fyrst sumarið 1973 þeg- ar ég starfaði sem sumarmaður við Náttúrufræðistofnun Ís- lands. Hann var ekki maður margra orða, en í minningunni var hann þá í útliti og háttum sá sami Sveinn og ég hef unnið með á stofnuninni undanfarinn tæpan aldarfjórðung. Sérstakur og merkilegur maður, vísinda- maður og fagurkeri. Hann helg- aði líf sitt jarðvísindum sem áttu hug og hjarta hans alla tíð. Var gríðarlega vandvirkur og kröfu- harður á gæði og lagði mikla vinnu í allt sem hann gerði. Rit- listi Sveins er langur og merki- legur, sem segir meira en mörg Sveinn P. Jakobsson ✝ Sveinn PeterJakobsson fæddist 20. júlí 1939. Hann lést 12. júlí 2016. Útför Sveins fór fram 22. júlí 2016. orð um vinnusem- ina, enda naut hann mikillar virðingar fyrir vísindastörf sín á vettvangi jarðvísindanna. Sveinn var aðal- jarðfræðingur Náttúrufræðistofn- unar í 40 ár. Kom til stofnunarinnar 1969, nýútskrifaður magister í jarð- fræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla. Doktorsgráðuna fékk Sveinn árið 1980 við sama skóla. Hann lét formlega af störfum vegna aldurs árið 2009 en hafði vinnuaðstöðu við stofnunina áfram eftir formleg starfslok og stundaði sínar rannsóknir þar til veikindi tóku í taumana. Rann- sóknir Sveins við Náttúrufræði- stofnun beindust að bergi og steindum, myndun móbergs og gosvirkni á nútíma. Landið allt var undir, en fyrst í stað beindi hann sjónum aðallega að eystra gosbeltinu. Síðar að vestara gos- beltinu og Surtsey, en hann var kjölfestan í jarðfræðirannsókn- um í eyjunni. Hann var fyrstur til að uppgötva myndun mó- bergs í Surtsey 1969 en þá var almennt talið að móberg mynd- aðist á mun lengri tíma. Eitt af meginverkefnum Náttúrufræðistofnunar er að setja á laggirnar og viðhalda safni íslenskra náttúrugripa, þar á meðal steina. Sveinn kom upp merkilegu og verðmætu steina- safni á starfsferli sínum en skipuleg söfnun steinda og bergtegunda var eitt af fyrstu verkum hans. Þegar hann hóf störf voru aðeins nokkur hundr- uð steinasýni í safninu, en nú, nærri hálfri öld síðar, eru steinasýnin um 30 þúsund. Sveinn fann nokkrar nýjar steindir fyrir vísindin og fékk nokkrar þeirra staðfestar form- lega á alþjóðlegum vettvangi sem nýjar heimssteindir og var ein nefnd eftir Sveini, Jakobs- sonít. Sveinn var mikill náttúru- verndarsinni, áhugamaður um friðun svæða og jarðminja og baráttumaður fyrir náttúru- minjasafni, sýningarsafni sem veiti sem gleggst yfirlit um nátt- úru Íslands. Sveinn kenndi bergfræði við Háskóla Íslands. Hélt jafnframt námskeið í berg- fræði og steindafræði fyrir stofnanir og félög og flutti fyr- irlestra hér og erlendis um jarð- fræði. Hann var formaður Ís- landsnefndar Alþjóðlega jarðfræðisambandsins 1983- 2005, varaformaður Ferðafélags Íslands 1980-1987 og í stjórn Norrænu eldfjallastöðvarinnar 1973-1993. Sveinn sat í stjórn Surtseyjarfélagsins 1972-2009 og hélt lengst af utan um starf- semi félagsins. Starfsfólk Náttúrufræðistofn- unar Íslands saknar Sveins, sem hefur verið óaðskiljanlegur hluti stofnunarinnar í tæpa hálfa öld, góður félagi og samstarfsmaður. Við sendum dætrum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Mér þótti vænt um Svein og bar mikla virðingu fyrir störfum hans. Jón Gunnar Ottósson. Á seinni árum hefur komist í tísku að meta framlag vísinda- fólks með einföldum mælikvörð- um. Í þessari þróun liggur sú hætta að magn sé metið umfram gæði. Fjöldi vísindagreina sem gefinn er út í heiminum vex með ári hverju en erfiðara er að meta hvort gæði aukist sam- hliða. Sveinn Jakobsson fylgdi aldrei tískustraumum í vísind- um. Unnið var að verkefnunum þar til full yfirsýn náðist og þeim ströngu gæðakröfum sem Sveinn sjálfur setti sér var full- nægt. Fyrir vikið standast ára- tuga gamlar niðurstöður Sveins furðu vel tímans tönn. Hann varpaði nýju ljósi á bergfræði Íslands og skiptingu gosbelt- anna í eldstöðvakerfi, sýndi hvernig móberg myndaðist á fáum árum í Surtsey og lýsti steindum sem áður voru óþekktar. Er þá fátt talið af mikilvægu framlagi Sveins Jakobssonar til jarðvísinda. Sem stundakennari í berg- fræði við Háskóla Íslands í ára- tugi var Sveinn lærifaðir meiri- hluta þeirra jarðfræðinga sem nú starfa á Íslandi. Hann var með áhrifameiri kennurum. Þó var kennslan hjáverk við hlið starfsins á Náttúrufræðistofn- un, en henni veitti hann m.a. forstöðu um langt skeið. Marg- ar greinar í Náttúrufræðingn- um og víðar bera vitni um þá sannfæringu Sveins að mikil- vægt væri að þjóna almenningi með aðgengilegum ritverkum samhliða því að birta fræði- greinar í alþjóðlegum vísinda- ritum. Leiðir okkar Sveins lágu saman vegna sameiginlegs áhuga á móbergsmyndun og eldgosum í jöklum. Hann var hollráður samstarfsmaður og ég lærði margt af honum. Heiðarleiki gagnvart fræðunum var honum eðlislægur enda jafnan tilbúinn til að endur- skoða fyrri niðurstöður á grundvelli nýrra upplýsinga. Eldgos í Grímsvötnum í árslok 1998 varð til þess að Sveinn fór sína fyrstu jöklaferð, töluvert slark um hávetur 1999, árið sem hann varð sextugur. Í Grímsvötnum var ætlunin að bera þróun gíga og hugsanlega móbergsmyndun þar saman við Surtsey. Tíð eldgos og ágangur jökulsins hafa þó gert þá vinnu erfiðari en við höfðum vonast eftir. Jöklaskakinu tók Sveinn af reynslu og yfirvegun þess sem víða hefur farið. Í lok mik- illar baslferðar þetta sama vor varð honum þó að orði að kannski væri best að yngra fólk sinnti þessum mælingum í framtíðinni. Krafta sína vildi hann nota til að rannsaka Surtsey og móbergsmyndanir í Vesturgosbeltinu. Þessum við- fangsefnum sinnti Sveinn um árabil og hélt því áfram ótrauð- ur eftir að hann fór á eftirlaun. Að rannsóknum sínum vann hann eftir mætti allt fram í andlátið þó að heilsan væri ekki góð síðustu misserin. Einnig bjó hann svo um hnútana að ókláruðum verkefnum var kom- ið í hendur yngra fólks. Samtölin um móbergsfjöllin eða góð ráð um Surtseyjar- rannsóknir framtíðarinnar verða ekki fleiri en við leiðarlok minnist ég Sveins Jakobssonar með hlýju og þakklæti. Orðstír hans mun lifa. Magnús Tumi Guðmundsson.  Fleiri minningargreinar um Svein Peter Jakobsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.