Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 ✝ SnæbjörnHörgsnes Kristjánsson fædd- ist í Reykjavík 23. júlí 1939. Hann lést á heimili sínu 16. mars 2016. Hann var sonur hjónanna Krist- jáns Guðmundar Sigurmundssonar forstjóra, f. 3. september 1905, d. 17. október 1997, og Guð- nýjar Jóhannsdóttur hús- móður, f. 15. júní 1916, d. 17. mars 1993. Eftirlifandi eiginkona Snæ- björns er Hulda Ingibjörg Scheving Kristinsdóttir, fædd í Reykjavík 15. nóvember 1940. Hún er dóttir hjónanna Sigurlínu Scheving Hallgríms- dóttur húsmóður, f. 7. apríl bróður, Smára Arnfjörð Krist- jánsson, f. 26. maí 1946, og tvo hálfbræður, Grétar Svan, f. 17. júní 1938, og Kristján Steinar, f. 26. mars 1937. Snæbjörn ólst upp í Vestur- bæ Reykjavíkur og gekk í Melaskóla og síðar Núp í Dýrafirði árin 1952-1954, eft- ir það lá leiðin til Bretlands í skóla. Eftir heimkomu frá Bretlandi fór hann í Versl- unarskóla Íslands þaðan sem hann lauk verslunarprófi. Snæbjörn starfaði megnið af sinni starfsævi við eigin verslunarrekstur, Laugarnes- kjör við Laugarnesveg og Myndberg sf. í Nethyl sem margir kannast við. Snæbjörn var þekktur laxveiðimaður. Kristján faðir hans var um tíma leigutaki Laxár í Leir- ársveit, Svartár í Svartárdal og Laxár í Dölum og end- urleigði hann þær útlend- ingum. Þar voru Snæbjörn og Smári bróðir hans öll sumur að leiðbeina útlendingum við laxveiði. Snæbjörn var jarðsettur 13. maí 2016 í Fossvogskirkju- garði. Útförin fór fram 7. apr- íl 2016 frá Neskirkju. 1911, d. 18. júní 1976, og Kristins Maríusar Þorkels- sonar bifreiðar- stjóra, f. 17. ágúst 1904, d. 10. mars 1980. Börn Snæ- björns og Huldu eru: 1) Guðný Kristín, f. 7. júlí 1963, sonur henn- ar er Þórður Kristján, og 2) Kristján Guðmundur, f. 18. júlí 1968, dætur hans eru Krist- jana Ósk og Snædís Yrja. Barnabarnabörnin eru tvö. Fyrir hjónaband átti Hulda Ellert Sigurð Markússon, f. 1. desember 1960, kvæntur Rósu Ólafsdóttur, f. 26. apríl 1963 og eru dætur þeirra Guðrún Björg og Anna Karen. Snæ- björn lætur eftir sig einn al- Þann 13. maí síðastliðinn jarðsettum við elsku pabba minn sem lést skyndilega úr heilablæðingu þann 16. mars. Hann var jarðsettur hjá for- eldrum sínum sem ég veit að taka vel á móti honum. Margt flýgur um hugann, söknuður og eftirsjá. En pabbi lenti í slysi í ágúst 2013 og varð hann aldrei sami maður eftir það. Við fallið uppgötvaðist æðagúlpur sem stækkaði eftir því sem tíminn leið og ekkert var hægt að gera. Daginn áður en hann lést keyrði ég þau mömmu og pabba til Stykkis- hólms þar sem mamma átti tíma hjá Jósep Blöndal og vildi pabbi fylgja henni í skoðun hjá honum. Í þessari ferð varstu hrókur alls fagnaðar og þakka ég mikið fyrir að hafa átt þenn- an dag með þér, pabbi minn. Pabbi var glaðvær og góður maður sem vildi allt fyrir alla gera, alls staðar sem hann fór skildi hann við fólk með bros á vör og fór það ekki fram hjá neinum þegar hann mætti á svæðið. Aldrei man ég eftir að hann segði styggðaryrði um nokkurn mann. Laxveiði var honum í blóð borin og naut hann þess að vera úti við laxveiðar á sumrin enda var hann þekktur sem mikill aflamaður í laxveiði. Hann veiddi mikið á maðk, en var einnig góður með fluguna. Allir fjölskyldumeðlimir fengu hálfan dag í Elliðaánum í af- mælisgjöf á hverju ári. Þetta var mjög skemmtileg hefð þar sem við nutum þess að vera saman úti við veiðar. Ég man mjög vel eftir leiðbeiningum frá honum varðandi sjónrennsli, en ég sá auðvitað ekki neitt nema steina, þóttist stundum sjá lax- inn sem hann benti mér á, en hann vissi að ég sá ekki það sama og hann. Pabbi var hins vegar mjög góður í sjónrennsli og gat nánast matað laxinn á maðkinum. Pabbi starfaði nánast alla sína starfsævi við eigin fyrir- tæki, Laugarneskjör er það fyrsta sem ég man eftir, hann var þó ekki alltaf til staðar þá því laxveiðin kom þá í fyrsta sæti á sumrin og man ég að mamma kvartaði stundum yfir því þegar hann hvarf heilu sumrin að „gæta“ útlending- anna í Laxá í Leirársveit, Svartá í Svartárdal og Laxá í Dölum, en Kristján faðir hans var um tíma leigutaki að þess- um laxveiðiám sem hann svo endurleigði útlendingum. Hann gaf einnig út Sportveiðiblaðið í mörg ár ásamt Gunnari Ben- der. Myndberg myndbanda- leigu keyptu þau mamma og pabbi í maí 1986, og störfuðu þar saman þar til þau lokuðu árið 2001. Ég get aldrei þakkað ykkur mömmu nægilega mikið fyrir allt sem þið gerðuð fyrir okkur Dodda minn, en þau voru honum nánast eins og annað par af foreldrum fyrstu árin hans. Pabbi talaði nánast dag- lega við Dodda minn eftir að hann flutti til Bretlands í nám í National Film and Television School og fylgdist náið með framgöngu hans þar. Hann var svo stoltur þegar hann útskrif- aðist sem kvikmyndaleikstjóri og af öllum þeim myndum sem hann gerði og öllum þeim verð- launum sem hann vann og þreyttist aldrei á að tala um hversu duglegur hann væri og hve hreykinn hann væri af hon- um. Elsku mamma sem missir eiginmann sinn og vin til 55 ára, hennar missir er mestur. Ég passa hana fyrir þig, elsku pabbi minn, ekki hafa áhyggjur af því. Þín dóttir, Guðný Kristín. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og vildir alltaf allt fyrir mig gera. Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því ennþá að þú sért farinn frá okkur. Ég passa mömmu að sjálfsögðu, eins og þú hefðir viljað. Þú varst ótrú- lega þolinmóður alltaf við mig þegar ég var yngri og leyfðir mér alltaf að koma með í allar veiðiferðir, þó svo að það væri nú ekki alltaf vel séð af öðrum veiðimönnum. Þessar minning- ar geymi ég og rifja upp þegar söknuðurinn er sem mestur. Þú varst einnig góður afi við dætur mínar og gerðir allt sem þú gast fyrir Snædísi Yrju þegar hún var lítil og var hjá ykkur mömmu alltaf aðra hvora helgi. Endalaust skutl fram og til baka í skólann og heim til hennar er ekki eitthvað sem allir hefðu nennt að gera. En þér fannst það ekkert mál, gerðir það með glöðu geði. Þinn sonur, Kristján Guðmundur. Elsku afi minn, mér finnst ennþá hálfskrítið að þú sért farinn frá okkur. Þetta gerðist svo snöggt og án nokkurs að- draganda. Ég reyni bara að hugga mig við það hversu heppinn ég var að eiga ömmu og afa eins og ykkur. Samband okkar var mun nánara en getur talist vanalegt hjá afa og barnabarni. Þú hafðir svo ótrú- lega mikil áhrif á líf mitt og ég veit að ég væri ekki að gera það sem ég er að gera í dag ef það væri ekki fyrir þig. Í dag er ég leikstjóri og mun ég alltaf hugsa til þín þegar ég stíg fæti á kvikmyndasett eða skrifa handrit. Ég get huggað mig við þær minningar sem ég á um ykkur ömmu í myndbandaleigunni ykkar, öll sumrin og allar þær helgar sem ég var hjá ykkur. Þegar ég hugsa núna til baka þá finnst mér það svo einstak- lega fallegt hversu óeigingjörn þið voruð á tíma ykkar sem amma og afi. Að dyrnar ykkar voru alltaf opnar og að þið vor- uð alltaf tilbúin að hjálpa mér og mömmu. Ég á satt að segja erfitt með að velja einstakar minningar um okkur saman af því ég var svo mikið með ykkur og er öll mín æska yfirfull af fallegum minningum um okkur fjölskylduna saman. Það er svo skrítið að ég átt- aði mig ekki á því hvað ég var heppinn að eiga svona náið og fallegt samband við þig, afi minn. Þú varst satt að segja meira en afi minn, þú varst líka vinur minn. Það var ekki fyrr en ég missti þig að ég fór að vona að það væri til himnaríki, því ég vil ímynda mér þig á góðum stað þar sem þér líður vel. Því þú átt það svo innilega skilið. Ég mun elska þig að eilífu og hugsa um þig daglega. Þitt barnabarn, Þórður Kristján. Snæbjörn, fyrrverandi mág- ur minn, er horfinn af sjón- arsviðinu. Hann hefði orðið 77 ára í dag og því tilefni til að minnast hans á þessum degi. Hljóðlega lagði hann upp í þá ferð sem bíður okkar allra án þess hann eða nokkuð annað gæfi það til kynna að hann væri á förum. Eftir standa hans nán- ustu, eiginkona, börn, barna- börn og bróðir og velta fyrir sér hve dauðinn er oft í hróp- legu ósamræmi við lífið sjálft. Snæbjörn Kristjánsson var ekki maður þeirrar gerðar sem læðist um og hverfur á brott hljóðlega. Þvert á móti var æv- inlega líf og fjör þar sem hann fór um og það fór ekki fram hjá neinum að Snæbjörn væri í nánd. Lífsgleði hans og kátína smitaði alla sem á vegi hans urðu frá fyrsta degi og allar götur til enda. Ég kunni strax vel við Snæja, létta lund hans og áhyggjuleysi af amstri hvers- dagsins. Hann var atorkumikill og hafði gaman af að tala og það fylgdi honum ferskur gust- ur. Hann var snillingur í því sem hann tók sér fyrir hendur, einkum því sem hann hafði gaman af. Fáir höfðu roð við honum þegar kom að laxveiði. Það var í blóði hans og uppeldi hæfnin og þekkingin á hegðun laxins. Eins tamt og það er okkur öllum að takast á við hversdaginn, var það fyrir Snæja að renna fyrir lax og landa. Smári, yngri bróðirinn, gaf þeim eldri lítt eftir og þeir bræður öttu kappi hvor við annan sem og aðra, enda ólíkir veiðimenn, en frábærir hvor á sinn hátt. Kunnáttuna öðluðust þeir frá föður sínum Kristjáni Sigurmundssyni sem kenndur var við fyrirtæki sitt. Snæi hóf ungur að fylgja föður sínum í veiði og nam af reynslu hans allt frá barnsaldri. Flest sumur á hátindi lífsins eyddi Snæi við laxveiði en hans aðalstarf var kaupmennska og síðar útgáfa og auglýsingasöfn- un í blöð og tímarit um lax- veiði. Þar var hann umfangs- mikill og góða skapið og lífsgleðin var honum drjúg við það verk. Hann var aufúsgest- ur þar sem hann bar niður við að afla auglýsinga og ekki síst fyrir góðar móttökur var það honum létt. Síðustu árin var Snæi sestur í helgan stein með eiginkonu sinni Huldu og lét ekki eins mikið að sér kveða. Mennirnir áætla en almættið ræður og tók við taumunum og stýrði Snæja í þá ferð sem bíð- ur okkar allra og enginn kemst hjá að fara í. Nokkrum stundum fyrir and- látið fór Snæbjörn í sína hinstu ferð um landið sem fóstraði hann með dóttur og eiginkonu og naut þess mjög. Síðustu kornin voru að renna niður úr stundaglasi Snæbjörns án þess að þau þrjú hefðu hugmynd um. Almættið gefur og tekur án þess að við fáum við neitt ráðið. Heimkominn um kvöldið settist hann niður og horfði á sólarlagið í hinsta sinn, á með- an hann beið eftir kaffibolla, og stóð ekki upp aftur. Það var ekki í neinum takti við líf mágs míns og tilveru að kveðja á þann hátt. Mæðgurnar ylja sér við minninguna um gleðina sem þær nutu svo óvænt með þeim manni sem skipti þær svo miklu og hafði fylgt þeim svo lengi. Huldu, Guðnýju, Kristjáni og Smára bróður hans votta ég mína dýpstu samúð. Meira: mbl.is/minningar Bergljót Davíðsdóttir. Snæbjörn Hörgsnes Kristjánsson Þau eru ófá lýs- ingarorðin sem eiga við Stellu. Hún var skemmti- leg, fyndin, orðheppin, dugleg, skapandi, listræn, bjartsýn og þrautseig. Þrautseigjan kom sér vel í baráttunni við krabba- meinið því það hefðu örugglega margir verið búnir að gefast upp fyrir löngu, en ekki Stella. Hún kom vel fram við alla, hvort sem það voru menn eða málleysingjar og þeir sem minna máttu sín löðuðust að henni. Þegar ég var að alast upp bjuggum við fjölskyldan í sömu götu og Haukur og Stella. Stella Björk Georgsdóttir ✝ Stella BjörkGeorgsdóttir fæddist 8. maí 1937. Hún lést 13. júlí 2016. Útför Stellu Bjarkar var gerð 22. júlí 2016. Það var alltaf gam- an að koma til þeirra. Þau voru með alls konar dýr heima hjá sér, svo sem naggrís, hund, hænur og kálf, en samt var alltaf allt hreint og snyrti- legt. Seinna settu þau nánast upp húsdýragarð í Hallstúni þar sem þau byggðu upp dásamlega paradís sem stórfjölskyldan hefur fengið að njóta á hverju sumri. Hugmyndaauðgi og gestrisni Stellu var engu lík. Gamlárskvöldsveislurnar sem þau Haukur héldu í mörg ár í Heiðvanginum eru ógleyman- legar. Einnig var aðdáunarvert hvað hún varðveitti barnið í sér. Þrátt fyrir erfið veikindi lék hún við börn eins og hún væri ein af þeim og gaf sér allt- af tíma til að tala við þau en ekki bara þá fullorðnu. Elsku Haukur og allir af- komendur ykkar Stellu, við Fúsi og stelpurnar sendum ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Minningin um einstaka konu lifir. Hafdís Garðarsdóttir. Í dag kveðjum við Stellu okkar, yndislega konu sem verður sárt saknað. Stella var alltaf svo skemmtileg og dugleg kona og alveg einstaklega barngóð. Öll börn dáðu hana og dýrkuðu. Hún var svo hugmyndarík og það var alltaf líf og fjör í kring- um hana. Þegar ég var barn sótti ég mikið í að fá að vera í pössun hjá Hauki og Stellu og ef ég þurfti ekki pössun var ég samt mikið hjá þeim. Það var alltaf svo gaman og gott að vera hjá þeim. Dýr áttu hug minn og hjarta og alltaf var nóg af þeim hjá Stellu og Hauki. Hestar voru í sérstöku uppáhaldi hjá mér og fékk ég að taka þátt í hestamennskunni með þeim eins og ég væri þeirra eigið barn. Mig minnir að ég hafi farið nær daglega með þeim í hesthúsið að sinna dýrunum. Ég tók svo alvarlega hlutverk mitt sem aðstoðar- kona í hesthúsinu að eitt skipti þegar við fjölskyldan þurftum að fara til Reykjavíkur bað ég um að það yrði stoppað við Heiðvang 15 til að ég gæti at- hugað hvort ég fengi frí í hest- húsinu. Þeir voru ófáir reiðtúrarnir sem ég fékk að fara með þeim og margar voru ferðirnar í Hallstún sem var og er algjört ævintýraland fyrir börn. Stella var ekki bara góð og skemmtileg, hún var líka alveg einstaklega hæfileikarík. Hvort sem það var matargerð, garðrækt eða listaverkafram- leiðsla, allt lék þetta í hönd- unum á henni. Fallegir gler- munir frá henni prýða heimili mitt og eru þeir í sérstöku uppáhaldi. Elsku Haukur og öll fjöl- skyldan, innilegar samúðar- kveðjur frá mér, Antoni og börnunum. Minningin um alveg einstaka konu lifir í hjörtum okkar. Hanna Valdís. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDAR EINARSDÓTTUR, Bolungarvík, sem jarðsungin var frá Hólskirkju í Bolungarvík 9. júlí. . Einar Benediktsson, María Guðmundsdóttir, Halldóra Benediktsdóttir, Sören Pedersen, Bjarni Benediktsson, Bjarnveig Eiríksdóttir, Ómar Benediktsson, Guðrún Þorvaldsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Elsku hjartkæra móðir okkar, GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR, Grímsstöðum í Mývatnssveit, lést þriðjudaginn 19. júlí. Jarðarför fer fram frá Reykjahlíðarkirkju 2. ágúst klukkan 14. . Erlingur, Þórunn, Sigga og stórfjölskyldan á Grímsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.