Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 G uðbjörg Arnardóttir, f. 23. júlí 1976, er fædd og uppalin á Selfossi. Hún lauk grunnskóla- prófi frá Selfossi og vann ýmis sumarstörf á yngri ár- um, m.a. í Mjólkurbúinu, í Prent- smiðju Suðurlands og á leik- skólum á Selfossi. Guðbjörg lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og var síðan eitt ár au-pair í Þýskalandi. Hún lauk kandídatsprófi frá guð- fræðideild Háskóla Íslands í júní 2003 og var eitt ár skiptistúdent við guðfræðideild Kaupmanna- hafnarháskóla. Hún var einn vetur leiðbeinandi í Vallaskóla á Sel- fossi, 2003-2004. Fyrst prestur í Odda Guðbjörg var vígð til prests- þjónustu í Skálholtskirkju 18. júní 2006 til Oddaprestakalls og bjó með fjölskyldunni í Odda á Rangárvöllum 2006-2015. „Við vorum þá með sauðfjár- búskap. Þetta var dýrmæt og góð reynsla og er söknuður eftir góðu fólki sem við kynntumst þar.“ Guðbjörg tók við embætti sóknar- prests Selfossprestakalls í ágúst 2015. „Það er búið að vera ósköp notalegt að koma aftur heim þótt það taki smá tíma að venjast nýj- um vinnustað. Við byrjuðum tvær á sama tíma hér sem prestar, ég og Ninna Sif Svavarsdóttir, og okkur hefur verið vel tekið.“ Félagsstörf og áhugamál Guðbjörg á sæti á kirkjuþingi, hún hefur setið í stjórn Félags prestsvígðra kvenna og er í stjórn Prestafélags Suðurlands. „Áhugamálin eru taekwondo sem ég æfi og er ég með blátt belti í þeirri íþrótt. Ég hef gaman af allri útivist, fer í göngutúra í skógum landsins og hef gaman af ferðum inn á hálendi. Fjölskyldan fer alltaf eina ferð á sumrin í Veiðivötn, en ég hef gaman af því að veiða. Fjölskyldan fer einnig nokkrar ferðir í Þórsmörk á sumr- in til að ganga en ferðirnar tengj- ast einnig vinnu eiginmannsins. Svo hef ég einnig gaman af rækt- un og garðyrkju. Fram undan næstu þrjár vikur er að ferðast um landið í sumar- fríinu og er margt á óskalistanum að skoða. Ég reyni að tileinka mér glað- værð eins og ég á kyn til, meta hvern dag og vera þakklát fyrir fjölskyldu og vináttu og gott sam- starfsfólk í Selfosskirkju og hinum Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur Selfossprestakalls – 40 ára Fjölskyldan Útivistarfólkið Guðbjörg og Hreinn ásamt börnum sínum, Ásrúnu, Frey og Erni. Komin aftur heim til að þjóna sínu fólki Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir er sjötug í dag. Hún fæddist áPatreksfirði og voru foreldrar hennar Þuríður Petrína GíslínaÞórarinsdóttir frá Patreksfirði og Sveinbjörn Samsonarson frá Þingeyri. Hún ólst upp í Króknum á Patreksfirði hjá móðurfor- eldrum sínum, Kristínu og Þórarni, þar sem hún fékk ástríkt uppeldi og átti góð æskuár. Eftir skólagöngu á Patreksfirði hélt hún áfram námi í Héraðsskólanum á Laugarvatni og síðar Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Hún giftist Hannesi Stephensen Friðrikssyni hinn 22. ágúst 1964. Þau eiga fjögur börn, Þórarin, Kristínu, Elfar Loga og Birnu Friðbjörtu. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin eru 6. Þórunn Helga og Hannes hafa búið á Bíldudal öll sín hjúskaparár þar sem Helga hefur fengist við ýmis störf en saman ráku þau Veit- ingastofuna Vegamót á Bíldudal í tæp 30 ár. Hún hefur verið virk í fé- lagsmálum í gegnum tíðina, verið meðlimur í Slysavarnadeildinni, Kvenfélaginu Framsókn og sá lengi um búningahönnun fyrir Leik- félagið Baldur. Hin síðari ár hefur hún verið virk í kirkjustarfi á Bíldudal; verið meðhjálpari, sungið með kirkjukórnum og séð um safnaðarheimilið á staðnum. Helstu áhugamál Helgu eru útivera, garðrækt, hannyrðir og að njóta lífsins með fjölskyldunni. Þórunn Helga ætlar að njóta dagsins á Bíldudal með ættingjum og vinum. Hún vill koma á framfæri að hún afþakkar afmælisgjafir en bendir á Líknarsjóð kirkjunnar á Bíldudal. Reikningsnúmer sjóðsins er 0153-26-100 og kennitala sóknarinnar er 460169-1439. Fjölskyldan Þórunn Helga og Hannes ásamt börnum sínum. Rak Veitingastof- una Vegamót í 30 ár Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir er 70 ára Sara Ósk Ólafsdóttir og Sara Líf Kristinsdóttir héldu tombólu fyrir utan mat- vörubúðina á Vogum á Vatnsleysuströnd. Þær söfnuðu 13.506 kr. fyrir Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.