Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 14
Stórbleikja Ingibjörg Jóhannsdóttir þreytir 59 cm bleikju í Lækjardalshyl í Brunná. Óvenjumikið hefur veiðst af mjög vænum silungi í ánni í sumar. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hin kunna breska veiðikona, Lilla Rowcliffe, sem komin er á tíræð- isaldur, hefur landað tveimur tuttugu punda löxum í Laxá í Aðaldal síðustu daga. Rowcliffe landaði sínum stærsta laxi strax við upphaf veiðifer- ilsins í ánni Spay í Skotlandi fyrir nær hálfri öld og vó hann rúm 45 pund. Hún hefur veitt í Aðaldalnum í aldarfjórðung og hefur sagt blaða- manni að hún sæki þangað vegna fal- legs umhverfisins, kyrrðarinnar og vonarinnar að setja þar í og landa stórum löxum. „Ég vil frekar fá tvo stóra en tuttugu litla,“ sagði hún í samtali okkar fyrir nokkrum árum. Í sumar er Rowcliffe við veiðar í tólf daga á Nessvæðinu í Aðaldal. Og í fyrrakvöld dró til tíðinda þegar hún var ásamt Árna Pétri Hilmarssyni leiðsögumanni við veiðar á Hornflúð. „Það var búið að vera mikið líf og Lilla að hreyfa við löxum án þess að þeir tækju. Þá setti ég undir fluguna Ernu eftir Niels Folmer Jörgensen og þessi stóri lax tók hana,“ segir Árni Pétur. Rowcliffe þreytti laxinn í um fjöru- tíu mínútur áður en hann var kominn í háfinn og mældur 103 cm. Segir hann einstaklega gaman að sjá þessa reyndu veiðikonu þreyta stórlaxana með sérlega fagmannlegum hætti. Í gærmorgun voru þau síðan að veiða Skerflúðir. „Lilla var búin að reisa stóran fisk og tylla í beint undir bátnum án þess að festa í þeim. Klaus Frimor hafði verið í bátnum á undan okkur og gleymt þar einni flugu eftir sig, Randy Candy. Ég hnýtti hana á tauminn og laxinn negldi hana í fyrsta rennsli. Hann reyndist 100 cm langur, annar tuttugu pundari Lillu núna.“ Rowcliffe er því þegar búin að ná sínum tveimur stóru í þessari veiðiferð og á þó eftir að veiða í rúma viku til. Stórlaxaveislan heldur því áfram í Laxá í Aðaldal. „Hér í Nesi hefur þeg- ar veiðst á fjórða tug tuttugu pundara – ég man ekki til þess að hér hafi veiðst yfir þrjátíu slíkir allt sumarið þau 24 ár sem ég hef verið við leið- sögn hér við ána,“ segir Árni Pétur. Þegar spurt er hvort smálaxinn sé eitthvað að skila sér í ána, segir hann þá vera að ganga og veiðast. „Veiði- menn sem voru við Höfðahyl í morg- un sögðu til að mynda allt hafa farið á fleygiferð þegar smálaxaganga brun- aði þar í gegn.“ Rúmlega fimm á dag Fínn gangur er enn í laxveiðinni, þótt nýjar vikutölur sýni að hann sé vissulega upp og ofan frá einni á til annarrar. Frábær veiði var til að mynda í Haukadalsá í liðinni viku en þá veiddust þar 183 laxar á dags- stangirnar fimm. Stórstreymt var nú í byrjun vikunnar og leiðsögumaður sem rætt var við sagði laxinn þá hafa hellst inn og verið afar tökuglaður. „Ég var að segja til veiðimönnum á tveimur stöngum og þeir fengu til að mynda 15 laxa eina morgunvaktina,“ sagði hann. Tvo síðustu holl í Hauku voru með um áttatíu laxa hvort og segir leiðsögumaðurinn öll svæði ár- innar fallegu og aðgengilegu í Hauka- dal vera að gefa góða veiði. Sannkallaðar stórbleikjur Blaðamaður var í vikunni við sil- ungsveiðar í Brunná í Öxarfirði og hefur orðið langa reynslu af þeirri góðu á, hefur veitt hana ásamt sömu félögum í nær tvo áratugi. Gott vatn var í ánni og þótt ekki væri mikið af sjóbleikju mætt í hylina mátti sjá í veiðibók að þær voru stærri en áður; líklega má telja að sú stefna að tak- marka hversu mikið sé drepið af fisk- inum sé að skila sér, fiskurinn fer stækkandi. Allt að 68 cm langar bleikjur hafa veiðst og talsvert af fiski nálægt 60 cm, sannkallaðar „kusur“ eins og Norðlendingar segja stund- um, og einnig vænir urriðar, stað- bundnir og sjógengnir. Um miðja vik- una, þegar stórstreymið nálgaðist, mátti síðan sjá silfraða nýrenninga mæta í hyljina og ganga hratt upp ána; það voru fiskar á bilinu 45 til 55 cm, öflugir og vel haldnir. Í einum hylnum þreyttu veiðimenn tíu í röð, allt að 62 cm langa og sama gerðist í öðrum, þar sem veiðimaðurinn tókst á við níu í beit sem allir tóku smápúp- ur – og sá stærsti 64 cm sjóbirtingur. Ekki amalegir silungar þar. „Bleikjan er mætt en ekki í þeim mæli sem ég hefði viljað sjá hana,“ segir Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár og Gljúfurár í Húna- þingi. Hann kemur einnig að málum í Skálmardal á Barðaströnd og segir ágæta bleikjuveiði hafa verið þar síð- ustu vikur en hann vill sjá meira af henni í húnvetnsku ánum. „Þær bleikjur sem við höfum verið að fá hér í Vatnsdal eru margar gríð- arstórar, allt að 65 til 67 cm. Svo er nokkuð að veiðast af sjóbirtingi. En við höfum en ekki séð þessar bleikju- torfur sem við þekkjum svo vel hérna. Neðri hluti árinnar hefur verið býsna heitur undanfarið og það kann að vera að bleikjan hiki við að ganga upp ána við þær aðstæður.“ Stórveiðikona landaði tveimur  Lilla Rowcliffe veiddi tvo tuttugu pundara í Aðaldal  Var fjörutíu mínútur að þreyta annan þeirra  Frábær veiði í Haukadalsá í liðinni viku  Stórbleikjur að veiðast í Vatnsdal og Öxarfirði Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson Enn einn Breska veiðikonan Lilla Rowcliffe og Árni Pétur Hilmarsson, leið- sögumaður hennar, með 103 cm lax sem hún veiddi við Hornflúð í Laxá í Að- aldal. Rowcliffe hefur veitt í dalnum í nær aldarfjórðung en hún er níræð. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Ytri-Rangá & Hólsá (20) Eystri-Rangá (18) Blanda (14) Miðfjarðará (10) Þverá - Kjarrá (14) Norðurá (15) Haffjarðará (6) Langá (12) Laxá í Aðaldal (18) Víðidalsá (8) Haukadalsá (5) Elliðaárnar (6) Hítará (6) Vatnsdalsá í Húnaþingi (6) Laxá í Dölum (4) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2014 Staðan 20. júlí 2016 502 202 993 649 735 1068 407 475 229 192 116 238 190 298 84 189 363 882 328 505 470 285 135 208 130 63 176 175 50 31 2549 1633 1492 1459 1153 880 704 623 517 425 416 394 383 301 338 Morgunblaðið/Einar Falur Í veðurblíðunni í fyrri hluta vikunnar dró úr tökugleði laxins í Húnaþingi, að sögn Péturs Péturssonar, leigutaka Vatnsdalsár. Vikuveiðin var þá 46 laxar. Þegar kólnaði um miðja viku fór hann aftur að taka og þá hressilega, það veiðast yfir tuttugu á dag, um alla á. Pétur segir að áin hafi hlýnað mikið, vatnshitinn í hinum fræga Hnausastreng til að mynda verið nítján gráður og það veit ekki á gott. „Stórir laxar eru enn að ganga og lúsugir fiskar að veiðast en inn á milli aðrir sem eru orðnir „grútlegnir“,“ segir hann. „Smá- lax er að tínast inn og er vel haldinn, en mér finnst að við eigum eftir að fá meira af honum og vona að hann mæti á næstu dögum.“ Pétur segir margt hafa verið óvenjulegt við þetta laxveiðisumar þegar laxinn mætti óvenjusnemma í ár um allt land. Sem dæmi þá hafi hann séð nú í vikunni nokkur ný laxahreiður í þveránni Álku. „Það hef ég ekki séð svo snemma þau tuttugu ár sem ég hef verið hér við ána, að laxinn sé farinn að huga að hreiðurgerð á þessum tíma. Það er mánuði á undan áætlun.“ Snemma í hreiðurgerð LAXINN Í HÚNAÞINGI 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.