Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 4
Flugatvik þar sem leysigeislum er beint að íslenskum flugvélum Erlendis Alls Ísland 0 6 9 3 2012 2013 2014 2015 2016 12 Heimild: SamgöngustofaAFP Í flugstjórnarklefa Hættulegt er að beina leysigeisla inn í stjórnklefann. BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það sem af er þessu ári hafa Samgöngustofu borist fjórar tilkynningar um atvik þar sem leysigeisla hefur verið beint að íslenskum flugvélum, þar af voru tvö í síðustu viku. Öll tilvikin voru á eða í nágrenni við erlenda flugvelli. Á síðasta ári var tilkynnt um fjögur slík tilvik. Þessum geislum er beint með kraftmiklum leysi- bendum sem eru ólöglegir hér á landi, en í fyrra lagði embætti tollstjóra hald á rúmlega 200 slíka. Öfl- ugustu bendarnir geta náð allt að 30 kílómetra og þegar kraftmiklu leysi- ljósi er beint inn í flugstjórnarklefa flugvélar sem er á ferð getur það valdið hættulegri og afar alvarlegri truflun hjá flugmönnum og -stjórum og valdið varanlegum sjónskaða. Oftast í aðflugi Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngu- stofu hefur Alþjóðasamband flugfélaga skráð fjölda tilfella þar sem flugmenn hafa orðið tímabundið óvinnufærir vegna þessa. Sam- bandið hefur, ásamt Alþjóðaflugmálastofn- uninni, lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessara leysigeislaárása og mælast til þess að aðildarþjóðir vinni að forvörnum og fræðslu um alvarleikann. Af þeim fjórum atvikum sem tilkynnt voru í fyrra voru tvö hér á landi. Í báðum tilvikum var um að ræða flugvélar Flugfélags Íslands, í annað skiptið í Reykjavík og hitt á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngu- stofu eiga leysigeislaárásir sér oftast stað í að- flugi, sem ásamt flugtaki er sá hluti flugsins sem er viðkvæmastur fyrir. Næstalgengast er að geislunum sé beint að flugvélum þegar þær hækka flugið og þá eru einnig nokkur skráð tilvik sem hafa átt sér stað þegar vélin tekur á loft. Frá árinu 2012 og fram til dagsins í dag hefur Samgöngustofa fengið upplýsingar um 33 tilvik af þessum toga. Tíu þeirra voru hér á landi, 23 erlendis og samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er þar fyrst og fremst um að ræða ýmis Evrópulönd. Í næstum öllum tilvikum er leysigeislinn sem notaður er við árásirnar grænn að lit, en einnig eru dæmi um að hann sé blár. Erfitt að lesa á mæla og skjái Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að mesta hættan af geisla leysibendis sé í aðflugi og lendingu. „Geislinn getur ekki ein- ungis blindað flugstjórann og flugmanninn heldur lýsist flugstjórnarklefinn upp með grænu ljósi sem gerir það að verkum að lestur á mæla getur verið mjög erfiður, því mælar og tölvuskjáir í klefanum eru oft grænir,“ seg- ir Þórólfur og segist ekki vita til þess að nokk- urn tímann hafi tekist að gera neinn ábyrgan fyrir þessu athæfi, enda geislanum gjarnan beint að flugvélunum úr talsverðri fjarlægð. „Vissulega getur verið um saklausan leik ung- menna að ræða og þannig er það líka í mörg- um tilvikum. Engu að síður er þetta stór- hættulegt athæfi sem getur valdið miklum skaða,“ segir hann. Flugstjórnarklefinn lýsist upp  Kraftmiklum leysigeislum var beint í tvígang að flugvélum í innanlandsflugi í fyrra  Þetta er stór- hættulegt athæfi sem getur valdið miklum skaða, segir forstjóri Samgöngustofu  Fjögur tilvik í ár Þórólfur Árnason 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Bjarni Berg Elfarsson, flugstjóri hjá Ice- landair, varð fyrir geisla frá leysibendi síð- astliðið haust, þegar hann var við stjórnvöl- inn á flugvél sem var í aðflugi að Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Bjarni og aðstoðarflugmaður vélarinnar höfðu tekið sjálfstýringuna af og voru í um 500 feta hæð yfir jörðu þegar geisla var beint að stjórnklefa vélarinnar. Um mínúta var í áætlaða lendingu. „Við vorum í aðflugi, á stuttri lokastefnu, þegar við sáum leysigeisla sem kom frá smá- bátahöfn sem er norður af lokastefnu braut- arinnar. Það var greinilegt að sá sem beindi honum var að leitast við að beina geislanum að stjórnklefanum, því hann vafraði aðeins áður en hann hitti beint á klefann,“ segir Bjarni. Að hans sögn blinduðust þeir algerlega þegar geislinn hitti klefann. „Besta leiðin til að lýsa þessu er að þetta er svipað og rafsuðu- blinda, við blinduðumst báðir tímabundið. Ég sagði flugmanninum að beygja sig strax und- ir mælaborðið þannig að hann hefði þá getað tekið við vélinni ef ég hefði blindast alger- lega,“ segir hann. Hefur lent í fleiri tilvikum Bjarni segir að svartamyrkur hafi verið úti og ekkert tunglsljós. Nætursjón þeirra beggja takmarkaðist tíma- bundið og hann segir mildi að ekki hafi farið verr. Hann tilkynnti dönskum flugmálayfirvöldum strax um atvikið á meðan vélin var enn í loftinu, lögregla fór þegar á staðinn þaðan sem geislinn barst en þá var sökudólgurinn á bak og burt. Bjarni og samstarfs- maður hans fundu báðir fyrir óþægindum í augum næstu daga og þurftu að leita til augn- læknis. Hvorugur varð fyrir varanlegum skaða á augum. Að mati Bjarna hefði atvikið auðveldlega getað hamlað heimför vélarinnar, því leysi- geislinn hefði getað haft þau áhrif á sjón þeirra að þeir hefðu ekki getað flogið henni til baka. „Það gæti vel gerst við svona að- stæður og ég þekki dæmi um það erlendis frá,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að ef þetta gerist við slæm veðurskilyrði í lendingu gæti það haft alvarlegar afleiðingar.“ Bjarni hefur lent í áþekkum tilvikum áður, aðallega á flugvöllum víða um Evrópu en ekki hér á landi. „En það hefur aldrei verið svona vel miðað eins og þarna í Kaupmannahöfn.“ Blinduðust þegar geisla var beint inn í klefann Bjarni Berg Elfarsson Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Prófkjör Pírata í Reykjavíkur- kjördæmum og Suðvesturkjördæmi hefst þriðjudaginn 2. ágúst kl. 18 í rafrænu kosningakerfi Pírata og stendur yfir til kl. 18 hinn 12. ágúst. Píratar munu halda sameig- inlegt prófkjör fyrir ofangreind kjördæmi og mun sá sem náði fyrsta sætinu síðan velja sér kjör- dæmi sem hann býður sig fram í. Flokksmeðlimum fjölgað Þeir sem vildu eiga kosninga- rétt í prófkjörinu þurftu að gerast flokksmeðlimir fyrir 11. júlí. Þeir sem tryggðu sér kosningarétt í tæka tíð fyrir prófkjör á höfuð- borgarsvæðinu eru um 2.200 en má ætla að það verði fleiri eftir sam- keyrslu við þjóðskrá. Flokks- meðlimir Pírata eru enn færri en meðlimir Vinstrihreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, en þessir þrír flokkar njóta mests stuðnings sam- kvæmt nýjustu könnun Gallup og hafa Píratar mest fylgi, eða 27,9%. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, kvaðst ekki hafa áhyggjur af því þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær. „Mér finnst fólk sem tekur þátt í skoðanakönnunum sýna stöð- ugan stuðning við Pírata vegna málefnanna.“ Hún bætti því við að fólk kysi ekki endilega þá flokka sem það væri skráð í, en samtals væru meðlimir VG á höfuðborg- arsvæðinu og í Suðvesturkjördæmi 3.593 og eru meðlimir Sjálfstæð- isflokksins í sömu kjördæmum vel á þriðja tug þúsunda. Fjöldi skráðra meðlima fyrir prófkjör er ekki vandamál Morgunblaðið/Eggert Fundað Birgitta Jónsdóttir fylgist grannt með á aðalfundi Pírata.  Prófkjör Pírata er á næsta leiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.