Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028 Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Veitingahús á HvolsvelliTil sölu Til sölu er veitingastaðurinn Gallery Pizza á Hvolsvelli. Fyrirtækið hefur verið rekið í 25 ár og nýtur vinsælda í héraði og meðal ferðamanna. Vetingastaðurinn sem er vel búinn tækjum, er rekinn í 214 fm húsnæði á góðum stað á Hvolsvelli, auk þess fylgir með einbýlishús, sem staðsett er við hliðina á veitingastaðnum. Mögulegt er að kaupa rekstur, tæki og húsnæði, eða að kaupa einungis rekstur og tæki og leigja húsnæðið. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Ef velja ætti fimm skák-menn úr skáksögunnisem á sinni tíð höfðu al-gera yfirburði yfir sam- tíðarmenn sína koma margir til greina en ég hygg að óhætt sé að setja Magnús Carlsen á þann lista, slíkir eru yfirburðir hans um þess- ar mundir. Garrí Kasparov er þarna vitaskuld líka; á 20 ára ára tímabili, 1985-2005, trónaði hann einn á toppi elo-listans. Síðan koma José Raul Capablanca, Bobby Fisc- her og Anatolí Karpov. Aðra kandí- data má telja Emanuel Lasker sem var yfirburðamaður í byrjun 20. aldar, Alexander Aljekín á árunum í kringum 1930 og Mikhail Tal eftir einvígið við Botvinnik árið 1960. Það vakti athygli á dögunum á mótinu í Bilbao á Spáni að Magnús Carlsen tapaði í fyrstu umferð fyrir Nakamura. Norðmaðurinn hefur unnið fjögur síðustu mót sem hann hefur tekið þátt í og vaknaði sú spurning hvort efsta sætið í móti, þar sem þrjú stig eru gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli væri í hættu. Hann svaraði fyrir sig með því að vinna næstu þrjár skákir og var nálægt því að leggja Giri, sem hann hefur aldrei unnið í kappskák, með svörtu í fimmtu umferð. Eftir fyrri umferð mótsins blasti sú stað- reynd við að hrein úrslit höfðu að- eins fengist í skákum Magnúsar; öllum öðrum viðureignum hafði lokið með jafntefli og staðan þessi: 1. Carlsen 10 stig – 3 ½ v. af 5. 2. Nakamura 7 stig – 3 v. 3. Giri 5 stig – 2 ½ v. 4.- 6. Karjakin, Wei og So 4 stig – 2 v. Viðureignar Magnúsar við áskorandann Sergei Karjakin í þriðju umferð var beðið með mikilli eftirvæntingu og Magnús brást ekki aðdáendum sinum og vann glæsilega. Fátt sem bendir til ann- ars en að hann verji heimsmeist- aratitilinn í New York í haust. Í skákinni sem hér fer á eftir grípur Karjakin hvað eftir annað í tómt þegar hann er að reyna að skapa sér færi á drottningarvæng. Fyrirvaralaust stendur hann frammi fyrir miklum ógnunum á kóngsvæng, sem Carlsen hefur undirbúið af slægð. Vinningsleik- urinn byggist á banvænni leppun. Bilabo 2016; 3. umferð: Magnús Carlsen – Sergei Kar- jakin Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Be2 g6 5. O-O Bg7 6. Bb5+!? Sérkennilegt „tempótap“ sem gefist hefur furðu vel. 6. … Rc6 7. d4 Db6 8. Ba4 cxd4 9. cxd4 O-O 10. d5 Rb8 11. Rc3 Bg4 12. h3 Bxf3 13. Dxf3 Rbd7 14. Hb1 Hfc8 15. Bc2 Re5 16. De2 Rfd7 17. Bg5 h6 18. Bh4 g5 19. Bg3 Da6 20. Dd1 Hc4 21. Kh1 Hac8 22. f4 gxf4 23. Bxf4 Db6 24. Dh5 Rf6 25. Df5! Þarna setur drottningin óþægi- lega pressu á kóngsstöðu svarts. 25. … Dd8 26. Bb3 Hd4 27. Bxe5 dxe5 28. Hbd1 Dd7 29. Df3! Hafnar öllum óskum um upp- skipti og viðheldur hótuninni 30. Hxd4 exd4 31. e5 o.s.frv. 29. … Hb4 30. Hd2 Hf8 31. g4! Peð eru líka sóknarmenn! 31. … a5 32. Hg2 Rh7 33. h4 Hb6 34. g5 Kh8 35. Hfg1 f5? Gerir illt verra. Eina vörnin var fólgin í 35. … Hg6. 36. Dh3! Banvæn leppun. 36. … Hb4 37. gxh6 Bxh6 38. Dg3! Hótar 39. Dg8+! og mátar. 38. … Rf6 39. Dg6 Rg4 40. Hxg4 - og Karjakin gafst upp. Í Þýskalandi dró til tíðinda þegar Vachier-Lagrave vann hið árlega skákmót í Dortmund með yfirburð- um, hlaut 5 ½ vinning af sjö mögu- legum og varð 1 ½ vinningi fyrir of- an næstu menn, Kramnik, Caruana og Dominguez. Úrslitin þýða að þessi hógværi franski stórmeistari er nú kominn í 2. sæti heimslistans með 2811 elo-stig. Vachier-Lagrave – nýr maður í 2. sæti heimslistans Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Enn er sóknin að Ríkisútvarpinu hert. Það hefur lengi verið krafa margra sem reka fjölmiðla, einkum þeirra sem reka ljós- vakamiðla, að Rík- isúrvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Nýlega skoruðu fimm stjórnendur einkarek- inna ljósvakamiðla, þ.e. Símans, 365 fjölmiðla, sjónvarps- stöðvarinnar ÍNN, Útvarps Sögu og miðla Hringbrautar, á stjórnvöld að taka Ríkisútvarpið af auglýs- ingamarkaði eigi síðar en um næstu áramót. Jafnframt leggja þessir að- ilar til að útvarpsgjald verði hækkað til fyrra horfs og þannig verði tryggð áframhaldandi starfsemi RÚV. Greiðendur útvarpsgjalds eiga sam- kvæmt þessari kröfu að bæta upp það sem frá RÚV er tekið og fært þeirra fjölmiðlum. Þetta kalla stjórn- endurnir að gera „nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breyt- ingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði“. Þessi krafa fjölmiðlanna er ein- faldlega krafa einkarekinna fjöl- miðla um ríkisstyrk. Krafa um að þeim verði færðar tekjur sem Rík- isútvarpið hefur haft af auglýsingum frá upphafi. Skattborgarar verði látnir borga tekjutap RÚV. Þannig á almenningur beinlínis að borga fyrir starfsemi þessara einkareknu miðla sem allir urðu til áratugum seinna en RÚV. Þessi einkafyr- irtæki hafa væntanlega reiknað með í rekstr- aráætlunum sínum við stofnun að afla tekna á auglýsingamarkaði í samkeppni sem þau stofnuðu til við RÚV. Eða hafa þessi félög alltaf reiknað með að þeim yrðu færðar aug- lýsingatekjur RÚV á kostnað skattborg- aranna? Greiðendur útvarps- gjalds hljóta að eiga rétt á að njóta auglýsinga í dagskrá sinna miðla. Stöð 2 selur dagskrá sína í áskrift og þar eru auglýsingar hluti af dag- skránni. Líta verður á RÚV sjón- varp sem það sé í áskrift vegna út- varpsgjaldsins sem þorri landsmanna greiðir og eru auglýs- ingar hluti dagskrárinnar. Verði RÚV tekið af auglýs- ingamarkaði á að sjálfsögðu að taka Stöð 2 ásamt öðrum áskrift- arstöðvum, ef til eru, af auglýs- ingamarkaði. Einkareknu sjónvarps- stöðvarnar, sem ekki selja dagskrá sína í áskrift, sóma sér vel í fjölmið- aflórunni og hafa staðið sig ágætlega í að framleiða og sýna innlent efni. En það á ekki að þýða að þegar þær stöðvar vilja auka umfang sitt eigi þær að ganga í tekjustofna RÚV með þeim hætti sem stjórnendur einka- stöðvanna leggja til og fjármagna þannig starfsemi sína. Það sama á við um einkareknu útvarpsstöðvarnar. Þessir ljósvakafjölmiðlar verða að leita annarra leiða til að auka umfang starfsemi sinnar. Þeir eiga að sjálf- sögðu að sýna yfirburði sína í einka- rekstri og taka áhorfið frá RÚV með því að sýna betra og fjölbreyttara efni. Það væri heilbrigð samkeppni. Auglýsendur fara þangað sem áhorf- ið er mest. Nú er áhorf og hlustun mest á RÚV og því væntanlega mest- ur árangur af því að auglýsa þar. Áskorendum ofangreindra fjölmiðla virðist þykja það réttlátt gagnvart auglýsendum að takmarka val þeirra á fjölmiðlum til að birta í auglýsingar sínar. Það er undarlegt réttlæti og getur varla verið í anda hinnar frjálsu samkeppni. Það er augljóst að ef kröfur ljós- vakamiðlanna ná fram að ganga verður RÚV að skerða dagskrá sína enn frekar en orðið er. RÚV hefur á undanförnum árum látið undan síga í starfsemi sinni vegna þess að póli- tískir ráðamenn hafa gefið eftir og viljað takmarka getu RÚV til dag- skrárgerðar og því tekið hluta út- varpsgjaldsins til annarra þarfa rík- isins. Ljósvakamiðlar sem vissu við stofnun þeirra að þeir yrðu í sam- keppni við RÚV eiga að spjara sig án ríkisstyrks en ekki ganga fyrir tekjum sem teknar eru frá RÚV með valdi. Að taka RÚV af auglýsinga- markaði er eyðilegging þessarar mikilvægu menningarstofnunar. Verður Ríkisútvarpið eyðilagt? Eftir Árna Þormóðsson » Að taka RÚV af aug- lýsingamarkaði er eyðilegging þessarar mikilvægu menning- arstofnunar. Árni Þormóðsson Höfundur er eldri borgari. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.