Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Leggðu þig fram um að ná jafnvægi í lífi þínu. Talaðu við maka, viðskiptavini eða aðra um það sem þig langar til þess að áorka. Sjálfstraust þitt er gott um þessar mundir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kemst að því hver stendur með þér og hver ekki. Svartsýni er ekki til í þinni orða- bók sem betur fer. Taktu þig nú til og bjóddu makanum út að borða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Lífið stillir upp hlaðborði af mögu- leikum. Láttu það eftir þér að smakka en gættu þess bara að fara ekki yfir strikið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sýndu börnum sérstaka aðgát því þau læra ekki aðeins af því sem þú segir heldur líka af því hvernig þú kemur fram við þau. Þolinmæði þrautir vinnur allar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt margan greiðann inni og þeir eru margir sem eru boðnir og búnir að rétta þér hjálparhönd, ef þú bara lætur þá vita. Vilji er allt sem þarf. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu þig ekki dreyma um að ganga á svig við lög og reglur, þótt í litlu sé. Sannleik- urinn er sagna bestur. Félagslífið er í blóma hjá þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það sem þér kann að finnast skipta öllu máli getur öðrum virst þýðingarlítið. Góðlát- legt grín er í lagi, en gættu þess að niður- lægja ekki neinn með gamansemi þinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Grikkir trúðu því að persónu- töfrar væru gjöf frá guðunum. Þú hefur feng- ið ríkulega af þeim. Búðu þig undir að dag- urinn verði alls ekki eins og þú ætlaðir þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skoðaðu ímynd þína vandlega og veltu því fyrir þér, hvort hún er sú, sem þú vilt að hún sé. Skrifaðu hugsanir þínar niður áður en þú deilir þeim með öðrum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skuld sem þú taldir þig eiga van- goldna er nú að fullu greidd, hvort sem um er að ræða foreldra þína, bankann eða vini. Gættu þess að gera ekki úlfalda úr mýflugu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt gott með að fá aðra til liðs við þig en þarft að gæta þess að ganga ekki fram af þeim. Leggðu þitt af mörkum til að halda friðinn á heimilinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hlustaðu á það sem hinn aðilinn hefur að segja áður en þú tekur aðfstöðu til máls sem hefur truflað þig lengi. Farðu varlega í umferðinni. Laugardagsgátan er semendranær eftir Guðmund Arnfinnsson – „með sínu sniði og eru skv. venju gefnar fjórar vís- bendingar: Höfuðból ég hugsa mér. Hér í tímasetning felst. Sama hvernig unnið er. Athvarf þess sem heima dvelst.“ Þessi er lausn Árna Blöndals: Hér til staðar strax ég leita. Staðartími hérna velst. Staðir menn ei stöðu breyta. Staður athvarf heima telst. Og síðan bætir hann við: Ég pældi við gátu og gat ekki neitt þó geisaði stormur í hausnum, ef viðleitni fyrir ég fengi nú greitt hve frábær ég væri í lausnum. Þessi er skýring Guðmundar: Staður heitir höfuðból. Heima dvelst ég fyrst í stað. Í einn stað koma tæki og tól. Tel ég bústað vera það. Og svo er limra: Hún Bogga í bústað sinn bauð honum Jobba inn, þau dvöldu í næði næturlangt bæði, og nú er hann út genginn. Og hér kemur ný gáta eftir Guðmund: Mörg er gátan gerð af hind greypt í lýða sinni, en allir sjá að engin mynd er á gátu minni: Á ferðalagi fékk ég það. Fann það áðan greypt í svörð. Sá ég skunda ský með hrað. Skipi róið yfir fjörð. Á Leirnum á miðvikudag sagði Helgi Zimsen þetta „náttúrlega umhugsunarvert“: Skotið hæfði og heitur dreyri hljóp úr bangsa und, það könnum. Mátti hann ekki eins og fleiri alast vel af ferðamönnum? - „með bestu kveðju af Vest- fjörðum, – Helgi (óétinn enn)“: Páll Imsland heilsaði Leirliði í óþurrkinum í fyrradag: Hann er klókur en skrýtinn hann Skúli og skáldmæltur er víst hans túli, en yrki ’ann að ráði sá ótuktarsnáði, þá yrkir hann eins og Jón Múli. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kemur í einn stað niður Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir GEISP GEEEEIISSP ÞETTA HEFUR KANNSKI VERIÐ FYNDIÐ FYRIR ÞIG EN EKKI SVO FYNDIÐ FYRIR MIG ÉG SEGI „EKKI BÍÐA EFTIR HAMINGJUNNI!“ ÉG HUGSAÐI Á SAMA HÁTT… ÞANGAÐ TIL ÉG VAR SLEGINN UTAN UNDIR!! HALTU Í HANA OG EKKI SLEPPA! FARÐU OG FINNDU HANA! „ÞARNA ER ANDINN!“ „ERTU EINN AF ÞESSU HRAÐLESTRARFÓLKI?“ …þegar hver dagur er sem vor Íslendingar hafa löngum verið stolt-ir af því að geta kallað sig bóka- þjóð. Fyrr á öldum opnuðu þeir varla munninn án þess út úr þeim liðuðust dýrt kveðin ljóð. Orð voru dýr. Nú er öldin önnur, eða það var a.m.k. upplifun Víkverja þegar hann renndi í fljótheitum niður Facebook. Og þó... Inn á milli auglýsinga og deilinga af öðrum vefjum – oftast neikvæðum – leyndust nokkrir gull- molar. Víkverji rakst t.d. á yndislega færslu um gömul hús sem hann las upp til agna þótt hún væri löng. Einnig rakst hann á myndasyrpu með skemmtilegum prósa um það sem dreif á daga Davíðs hunds og fylgdarmanns hans í göngutúrum þeirra. Það eru færslur sem þessar sem koma í veg fyrir að Víkverji hætti á Facebook. x x x Af því að Víkverji minntist á þaðhér að framan að orð væru dýr þá er ekki úr vegi að taka fyrir orðið „ellilífeyrisþegi“. Það er dýrt orð – í bókstaflegri merkingu. Þeir sem hafa lagt fyrir peninga í lífeyrissjóð til efri áranna mega a.m.k. þola ansi mikil afföll af þeim fjármunum, end- ist þeim aldur til að fá eitthvað úr sjóðnum. Víkverji vill leggja niður orðið „ellilífeyrisþegi“ og taka upp orðið „lífeyriseigandi“, því sá sem hefur lagt inn peninga í lífeyrissjóð, jafnvel alla ævi, hlýtur að eiga þá. Þar af leiðandi er hann lífeyriseig- andi, rétt eins og sá sem á sparifé í banka er sparifjáreigandi. Í orðinu „ellilífeyrisþegi“ liggur hins vegar sá neikvætt gildishlaðni skilningur að verið sé að þiggja peninga, jafnvel ölmusu. x x x Þessu þarf að breyta og orðið líf-eyriseigandi þarf að festast í sessi. Þar kemur sterkur til leiks Grái herinn, hagsmunasamtök lífeyriseigenda. Grái herinn er, sam- kvæmt upplýsingum á vefsíðu þeirra og Facebook, „baráttuhópur innan Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Hann berst fyrir mann- sæmandi kjörum og virðingu allra“. Víkverji bindur vonir við það að Grái herinn verði búinn að ryðja brautina þegar hann sjálfur þarf að fara að reyna að ná peningunum sínum til baka. víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 37:5) Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.