Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Fallinn er frá, langt fyrir aldur fram, fornvinur okkar Gísli Bene- diktsson. Sorg og söknuður sækja á hugann, en minningar um manninn sefa harminn. Gísli Benediktsson var með afbrigðum skemmtilegur mað- ur. Á unglingsárum og sem ungur maður má segja, að hann hafi verið skemmtilegur sprelli- gosi, en eftir sem árin færðust yfir tók virðuleikinn við, en nærvera hans var ævinlega skemmtileg. Hann var í eðli sínu ná- kvæmur, sem gagnaðist honum vel við þau verkefni, sem hann tók að sér á lífsleiðinni, bæði við leik og störf. Þess vegna voru honum falin hin ólíkustu trúnaðarstörf í samfélagi okk- ar. Hann var keppnismaður, þó að hann fengi meiri útrás fyrir það fyrir framan sjónvarpið en við keppni sjálfur. Hann fylgd- ist líka nákvæmlega með bolta- iðkunum afkomenda sinna og tók virkan þátt í leiknum frá áhorfendapöllum. Lét hann þá stundum fjúka þau sterku hvatningarorðin. Þá varð hann fljótlega sérfræðingur í enska boltanum. Gísli var staðfastur bridgespilari, klúbbur þeirra spilafélaganna starfaði frá því snemma á sjöunda áratug síð- ustu aldar til nútímans. Hann hafði yndi af veiðum, natinn, næmur og nákvæmur sem hann var, náði hann afar góðum árangri við laxveiðar og þar að auki reyndum við stund- um saman að ganga til gæsa- veiða. Þegar Gísli veiktist af bana- meini sínu, barðist hann af miklum kjarki við sjúkdóm sinn. Hann lét meinið ekki aftra sér frá því að sinna áhugamálum sínum, ef heilsan leyfði, og vinnu sína stundaði hann á meðan hann gat. Þá var hann fordómalaus gagnvart meininu og gat greint vinum sínum frá heilsufari sínu og gangi meinsins, umbúðalaust. Minningar sækja á þegar hann er allur. Vinátta sem hófst í mennta- skóla, síðan sumarstörf í Seðla- bankanum. Svo spilamennska okkar hjónanna og hans og Evu Maríu, eftir að menn staðfestu ráð sitt. Sumarleyfisferðir sam- an og veiðiferðir saman allt er þetta okkur ómetanlegt í minn- ingunni. Gísli vildi sjá sem flest fyrir í lífinu, skipulagði sig og fjöl- skyldulíf sitt fyrir fram og þá leið honum vel. Hann var ekki gefinn fyrir óvæntar uppákom- ur. Lán Gísla í lifinu var að eign- ast Evu Maríu fyrir eignkonu. Það er hennar lán nú á erfiðum tímum að þau Gísli eignuðust börn, tengdabörn og barna- börn, sem nú umvefja hana með ást og umhyggju. Hugur okkar leitar líka til föður Gísla, afa Benna, sem sér nú háaldr- aður á eftir einkasyni sínum. Megi Guðs blessun varðveita minningu um Gísla Benedikts- son og styrkja fjölskyldu hans til allrar framtíðar. Agnes Eggertsdóttir, Benedikt Sigurðsson. Kveðja frá Skákklúbbnum Skákklúbburinn hefur nú misst einn af félögum sínum, hinn mæta gleðigjafa Gísla Benediktsson. Á kveðjustund Gísli Benediktsson ✝ Gísli Bene-diktsson fædd- ist 16. apríl 1947. Hann lést 12. júlí 2016. Gísli var jarð- sunginn 22. júlí 2016. minnumst við góðs félaga og í huga okkar rifjum við upp nærri 50 ára vinasamband. Myndin af Gísla er björt, í vinahópi þar sem glettni og gleði réði ríkjum og alvaran átti erf- itt uppdráttar. Á kveðjustund blasir þó alvaran við, og fjölskylda og vinir syrgja góðan dreng. Gísli valdist til allra embætta innan skákklúbbsins þar sem reyndi á forystuhæfileika. Hann sá um bókhald og fjár- mál, réði niðurröðun skák- kvölda og hátíðahalda, þar sem hann hélt gjarnan eftirminni- legar skálarræður. Hann var rútubílstjóri í utanlandsferðum og í Fljótaferðum ef þörf var á. Í einni Fljótaferðinni var Vín- drengjakórinn stofnaður og dró Gísli ekki af sér í slagarasöng með harmonikkuundirleik. Hann fór þó varlega með lag- línuna, ef hann þá snerti hana nokkurn tímann. Fáir höfðu betri mætingu á samkomur klúbbsins en Gísli. Þó kom það fyrir að hann þurfti að sinna „ballett“, sem var okkar nafn fyrir frímúrarafundi, og virðist hann af einhverjum ástæðum hafa tekið þá fram yfir okkar fundi. Á skákkvöldum var stundum teflt, en nær alltaf voru þjóðfélagsmálin krufin til mergjar að hætti klúbbsins og svo var til þess ætlast að Gísli segði eina góða skemmtisögu. Þær urðu margar og varðveit- um við þær í minni okkar. Nú hefur Gísli teflt sína síð- ustu skák. Við höfum fylgst með honum etja kappi við hinn illvíga andstæðing, krabba- meinið, og höfum glaðst þegar hann virtist ítrekað hafa snúið vörn í sókn, en þurft að horfa á gagnsókn andstæðingsins jafn- oft. Að lokum lauk skákinni, Gísli féll á tíma, óbugaður, bjartsýnn og glaðbeittur. Við félagarnir sendum Evu Maríu, Davíð, Maríu og fjöl- skyldum þeirra og Benedikt, vini okkar allra, innilegar sam- úðarkveðjur. Brynjólfur, Guðlaugur, Halldór, Jón Helgi, Snorri, Stefán. Gísli Benediktsson hóf störf hjá Nýsköpunarsjóði atvinnu- lífsins þegar sjóðurinn var stofnaður í árslok 1997. Frá fyrsta degi var Gísli mikil- vægur og mikilsmetinn starfs- maður sjóðsins. Gísli var einn reynslumesti Íslendingurinn þegar kemur að fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Fyrir okkur sem unnum með Gísla voru forréttindi að starfa við hlið svona reynslumikils einstaklings. Hann deildi sinni þekkingu og reynslu af miklu örlæti. Alltaf var hægt að leita í reynslubankann hjá Gísla. Við sem hófum störf á eftir Gísla vitum að Gísli tók einstaklega vel á móti nýjum starfsmönn- um. Gísli var ekki bara reynslu- mikill heldur var hann traust- ur, klár, útsjónasamur og skipulagður í sínu starfi. Hann sinnti öllum verkefnum af ein- stakri fagmennsku. Jafnvel eft- ir að hann veiktist hélt Gísli áfram að starfa og lét það aldr- ei bitna á vinnunni að hann var að glíma við erfiðan sjúkdóm. Við sem störfuðum með honum munum sakna fagmannsins Gísla en við munum sakna fé- laga okkar Gísla enn þá meir. Gísli var meistari í mann- legum samskiptum. Hann hafði fágaða kímnigáfu sem smitaði út frá sér þannig að það var alltaf létt og skemmtilegt í kringum Gísla. Þegar við hugs- um nú til Gísla þá getum við ekki annað en brosað því þá munum við alla skemmtilegu brandarana, hláturinn og hnyttnu svörin. Gísli bjó jafn- framt yfir framúrskarandi frá- sagnargáfu og á samkomum sjóðsins hélt hann margar ræð- ur sem voru í senn bráðfyndnar og djúpar. Þegar Gísli talaði þá sá maður hlutina iðulega í nýju og betra ljósi. Í gegnum störf sín hjá Ný- sköpunarsjóði sat Gísli í stjórn- um margra nýsköpunarfyrir- tækja og núna þegar hann er fallinn frá þá finnum við það svo sterkt hversu vinsæll hann var á meðal frumkvöðla. Hann hjálpaði fyrirtækjum að inn- leiða góða stjórnarhætti og leysa úr erfiðum málum. Gísli gerði þessum fyrirtækjum mik- ið gagn. Hann hlustaði á frum- kvöðla sem voru að takast á við áskoranir, hann miðlaði af eigin reynslu og setti alltaf hag ann- arra í fyrsta sæti. Gísli varði jafnframt frítíma sínum í þágu annarra. Hann setti mikinn kraft í Spes, sam- tök sem reka heimili fyrir mun- aðarlaus börn í Afríku. Hann var líka stoltur faðir og afi og hafði greinilega mikla ánægju af því að passa barnabörnin og það voru margar skemmtilegar afasögurnar sem við heyrðum í vinnunni. Gísli var einstaklega vand- aður og skemmtilegur maður. Hann var líka ungur í anda. Gísli hafði lofaði okkur að hann myndi halda áfram að vinna að minnsta kosti til sjötugs. Því miður kveðjum við Gísla á allt annan hátt en við vildum. Við höfðum reiknað með að ein- hvern tímann færi hann á eft- irlaun og hann og Eva myndu þá eiga mörg skemmtileg ár saman. Við þökkum Gísla Benedikts- syni fyrir einstaklega farsælt samstarf. Við sendum Evu, Davíð, Maríu, Benedikt og öll- um afabörnunum hans Gísla okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kveðja frá starfsmönnum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, Helga, Egill, Smári, Svala, Jenný og Hekla. Kveðja frá SPES barnahjálp Allt of snemma, allt of fljótt er Gísli Benediktsson horfinn til hins eilífa austurs. Við minnumst hans með virð- ingu og þakklæti fyrir vináttu og samstarf í þágu vegalausra barna í Tógó, þar sem unnið er samkvæmt kjörorðinu: „Sá sem bjargar einu barni, bjargar mannkyninu.“ Það er rétt, því ef hver og einn tekur að sér eitt vegalaust barn, eru öll börn hólpin. Gísli vissi vel, að með okkar starfi tekst ekki að bjarga nema fáeinum börnum, þótt þau séu nú orðin 176, en eins og Þorsteinn frá Hamri segir: „Í mannlegri viðleitni / munar um lítið handtak.“ Gísli gegndi formennsku í Ís- landsdeild SPES barnahjálpar af einstakri alúð og trú- mennsku, samfara ljúfmennsku og ákveðni, og lagði mikla vinnu í starfið. Allt sem hann sagði og ákvað, stóð ævinlega eins og stafur á bók. Með við- móti sínu aflaði hann sér vin- áttu og trausts allra þeirra sem hann starfaði með. Þau Eva María fóru til Tógó til að fylgj- ast með starfinu þar og sóttu fundi heildarsamtakanna í Par- ís, allt á eigin kostnað, enda ófrávíkjanleg regla hjá SPES, að allt skuli unnið í sjálfboða- vinnu og enginn ferðakostnaður greiddur. Þáttur þeirra hjóna í þessu starfi er ómetanlegur og verður aldrei fullþakkaður. Við fráfall hans ríkir sorg á heimilunum tveimur í Lomé og Kpalimé og meðal vina hans í Tógó, Frakklandi, Belgíu, Aust- urríki og reyndar víðar. Við kveðjum Gísla með sár- um söknuði. Farðu vel, bróðir og vinur. Evu Maríu og fjölskyldunni sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Njörður P. Njarðvík, Bera Þórisdóttir. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Þessi orð Jónasar komu mér í hug er ég fékk þær sorg- arfréttir að vinur okkar Gísli hefði kvatt okkur eftir snarpa baráttu við erfiðan vágest. Við Sigrún áttum því láni að fagna að kynnast Gísla og Evu konu hans í gegnum starf hans hjá Nýsköpunarsjóði og stjórn- arsetu hans hjá Íshestum í rúmlega 10 ár. Þetta voru mikl- ir umbrotatímar hjá ungu ferðaþjónustufyrirtæki og því ómetanlegt að njóta krafta og reynslu Gísla. Hann lagði svo sannarlega sitt af mörkum og var vakinn og sofinn yfir veg- ferð fyrirtækisins. Heiðarleiki og uppbyggileg gagnrýni var það sem einkenndi störf hans í stjórn Íshesta alla tíð og það ásamt nákvæmum vinnubrögð- um og mikilli rekstrarþekkingu gerðu hann svo mikilvægan við uppbyggingu fyrirtækisins. Við þökkum góðum vini sam- fylgdina og yljum okkur við minningar frá skemmtilegu starfi og ótal vinnuferðum inn- anlands sem utan. Evu, börnum og fjölskyldu sendum við okkar einlægu sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð um að styrkja þau í sorg þeirra. Fyrir hönd fyrrum eigenda og stjórnarmanna Íshesta ehf., Einar Bollason og Sigrún Ingólfsdóttir. Vinur okkar, Gísli Bene- diktsson, er fallinn frá langt um aldur fram eftir hetjulega bar- áttu við illvígt krabbamein. Gísli er enn eitt dæmið um ein- stakan dreng sem lagður er að velli í átökum við þennan vá- gest. Gísli var einstakur, hlýlegur, sanngjarn, fastmótaður í skoð- unum og sérstaklega hæfur í því sem hann varði kröftum sínum í mestan hluta ævinnar; að efla nýsköpun í íslenskum iðnaði. Gísli var í stjórn vöru- þróunarátaks Iðntæknistofnun- ar Íslands á árunum 1987 til 1990 og mynduðust við það tengsl á milli hóps sem kom að því verkefni. Það skipti afar miklu að hafa hann með í þessu verkefni vegna þekkingar hans á íslensku atvinnulífi og reynslu frá Iðnlánasjóði þar sem hann starfaði um árabil. Hópurinn hefur komið saman skömmu fyrir jól nánast á hverju ári síðan. Gísli var þar ætíð hrókur alls fagnaðar, setti fram nýjar víddir í umræðuna og lyfti henni á hærra stig ef hún stefndi í einhverja logn- mollu. Gísli var mikill húmoristi og hafði smitandi hlátur og glettið bros sem aldrei sveik. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, sá alltaf spaugi- legu hliðarnar á tilverunni og sjálfum sér, stóð fast á sínu og bar virðingu fyrir öðru fólki. Við vottum fjölskyldu Gísla innilega samúð okkar og kveðj- um góðan vin með trega. Fyrir hönd vöruþróunar- hópsins, Páll Kr. Pálsson, Karl Friðriksson. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Þorsteinn Elísson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Gilsárstekk 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðvikudaginn 6. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Markar fyrir einstaka umönnun, hlýhug og velvilja. . Steen Magnús Friðriksson, Helene Westrin, Hanna Katrín Friðriksson, Ragnhildur Sverrisdóttir, Knútur Þór Friðriksson, Hanna Kristín Pétursdóttir og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓMAR ÓLAFSSON, Erluási 2, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 11. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. . Björg Aðalsteinsdóttir, Erna Snævar Ómarsdóttir, Friðrik Ág. Ólafsson, Aðalsteinn Ómarsson, Elínborg J. Ólafsdóttir, Sigurlaug M. Ómarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, ÓLAFUR ÓLAFSSON veggfóðrarameistari, lést sunnudaginn 10. júlí að hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði föstudaginn 15. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, . Valgerður B. Ólafsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar STEINUNNAR MARÍU EINARSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Ásakór 13, Kópavogi. Við þökkum sérstaklega þeim fjölmörgu sem að aðhlynningu hennar komu, s.s. heimahlynningu, Karitas, lungnateymi, starfsmönnum krabbameinslækninga og líknardeild. . Páll Einarsson, Sigrún Rósa Steinsdóttir, Sigrún Birgitte Pálsdóttir, Einar Pálsson, Kristjana Jónsdóttir, Gunnar Þór Pálsson, Chloë Malzac, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.