Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari SÆLKERA SÚRDEIGSBRAUÐ bökuð eftir aldagömlum hefðum SÍÐDEGISBAKSTUR Um kl. 15 alla virka daga tökum við nýbökuð súrdeigsbrauð úr ofninum, fást einungis í Iðnbúð 2 Skoðið úrvalið á okkarbakari .is Skráning vörubifreiða íslenskra fyr- irtækja erlendis og farskipa einnig, verða meðal þess sem starfshópur fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem mun meta umfang fjármagns- tilfærslna og eignaumsýslu á af- landssvæðum mun skoða. Hagfræðingurinn James S. Henry, nefndi í viðtali við Morgun- blaðið í gær að slík skráning væri meðal þeirrar aflandsstarfsemi sem stunduð væri af íslenskum fyrirtækj- um. Stóru álfyrirtækin hefðu einnig höfuðstöðvar á lágskattasvæðum. Aflandsstarfsemin breytt Að sögn Sigurðar Jenssonar, full- trúa ríkisskattstjóra í hópnum, er á þessu stigi lítið hægt að segja um þessi stöku mál. „Þessi mál sem þú vísar í hafa ekki verið til umræðu í starfshópnum ennþá. Gegnum tíðina hafa t.d. skip verið skráð annars staðar en á Ís- landi. Það hefur verið vitað lengi. Það eru ekki margir sem eru undir í þessum efnum. Þetta eru of fáir að- ilar til að tjá sig um, við tjáum okkur ekki um málefni einstakra aðila,“ segir Sigurður. Veruleikinn er nú annar í aflands- starfsemi en áður, að sögn Sigurðar. Henry nefndi í viðtalinu að mörg fyr- irtæki á Norðurlöndum nýttu sér fé- lög í lágskattaríkjum í rekstri sínum, t.d. í Hollandi. Mun starfshópurinn m.a. beina sjónum að Evrópska efna- hagssvæðinu. „Svokölluð Tortólafélög eiga ekki lengur beina hagsmuni til Íslands. Þau félög eru utan EES og falla ekki undir tvísköttunarsamninga. Menn eru byrjaðir að búa til milliliði innan EES sem eru hagstæðir í skattalegu tilliti og undanþegin afdráttarskött- um og öðru slíku,“ segir hann. jbe@mbl.is Skoða bíla og skip skráð erlendis  Félög innan EES nýtt í auknum mæli í aflandsstarfsemi Morgunblaðið/Júlíus Vörubílar Dæmi eru um að vörubíl- ar séu skráðir erlendis til hagræðis. Ungir jafnaðarmenn stóðu fyrir ár- legri minningarathöfn í gær um fórnarlömb hryðjuverkanna í Ósló og Útey. Hátt í 40 manns lögðu leið sína að minningarlundinum í Vatns- mýri. „Við megum aldrei gleyma fórnarlömbum þessarar árásar og þurfum alltaf að vera á varðbergi gagnvart þessum öflum haturs og þjóðernishyggju sem ógna Evrópu nú,“ segir Óskar Steinn Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar. Fimm ár frá hryðjuverkunum í Ósló og Útey Morgunblaðið/Árni Sæberg Minntust fórnarlambanna Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Klárlega hefur gangan stækkað með árunum. Við fengum því miður ekki opinberar tölur í fyrra en við myndum gjarnan vilja fá þær núna. En við sem vorum í göngunni í fyrra áttum ekki orð yfir hvað miklu fleiri voru að mæta. Að ég tali ekki um hvað umræðan um málefnið hefur aukist í samfélaginu sem er aðalatriðið,“ segir Lilja Kristjánsdóttir einn skipuleggjandi Druslugöngunnar sem verður geng- in í dag kl. 14. Að göngu lokinni tekur við dag- skrá á Austurvelli sem hefst á inn- blásnum ræðum frá baráttufólki og síðan tónlistardagskrá. Þetta hófst í Kanada Málefnið sem Lilja minnist á gengur út á að skila skömminni. Uppátækið á rætur að rekja til Toronto í Kanada, þar sem lög- regluþjónn að nafni Michael San- guinetti mælti með því að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur til að fyrirbyggja kynferð- islegt ofbeldi árið 2011. Ummælin vöktu hörð viðbrögð víða um heim, þar sem árlega eru haldnar druslu- göngur til að mótmæla viðhorfum af þessu tagi. „Það er svo mikil þörf á að opna á alla umræðu um þetta,“ segir Lilja. „Ég hef tekið eftir því í mínu nærumhverfi að það opnaðist á um- ræður um þetta málefni og fólk er að deila reynslu sinni meira. Druslugangan gefur fólki stað og vettvang til að tala um þetta. Finna fyrir styrknum frá öðrum. Það sem hefur gerst á síðustu árum varð- andi umræðuna er ótrúlegt. Bjútí tips-byltingin sem var í fyrra þar sem konur komu fram á lokaðri kvenna Fésbókarsíðu og sögðu frá reynslu sinni, hún var ótrúleg. Það opnaðist einhver flóð- gátt. Þá sáum við hversu margir þetta eru sem eru fórnarlömb og hversu stórt vandamál þetta er. Og í raun erum við ekki búin að sjá fyrir endann á þessu, þetta er stærra vandamál en við höldum,“ segir hún. Umræðan verður að vera allt árið um kring, ekki bara núna – Það hefur orðið heljarinnar bylting í þessum málum? „Það var rosalega margt sem gerðist síðasta sumar. Við viljum að umræðan sé allt ár- ið þótt druslugangan sé áminning einu sinni á ári að þá verður um- ræðan vera allt árið í kring.“ – Hvenær byrjaðir þú að taka þátt í druslugöngunni? „Ég fór fyrst árið 2013 og ég sem þolandi fann fyrir svakalegri sam- stöðu með því að vera þarna. Ég fann kjark til að tala um þetta og fann að ég var svo sannarlega ekki ein. Það er það sem gangan gerir fyr- ir þolendur og aðstandendur að tala um þetta og sýna hvert öðru styrk.“ Drusluganga úti um allt land – Nú hefur umræðan augljóslega aukist, en hvað með árangurinn? „Það er erfitt að segja hvort þetta sé að lagast eða versna. En það er í það minnsta að batna hvernig viðbrögð samfélagsins eru við þessum málum. Maður getur lit- ið til þessara viðbragða við Vest- mannaeyjamálinu, það er kannski ekki druslugöngunni að þakka, en það er umræðunni að þakka.“ – Er druslugangan aðeins í Reykjavík? „Nei, alls ekki. Það verður drusluganga í Stykkishólmi, á Ak- ureyri, í Vestmannaeyjum, í Borg- arfirði eystra á Bræðslunni og víð- ar. Allir mega halda sína druslugöngu,“ segir Lilja. Að finna kjark til að tala um kynferðisofbeldi  Druslugangan verður farin í dag klukkan 14  Gangan fer ekki aðeins fram í Reykjavík heldur víða um land Morgunblaðið/Þórður Arnar Drusluganga Þátttakan á síðasta ári var góð en gangan endaði þá á Aust- urvelli. Miðað við veðurspár gæti rignt í dag og regnhlífar því tilvaldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.