Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 12
Eitt best geymda leyndarmálið á markaðnum Weleda Skin Food er í miklu uppáhaldi hjá þekktum tískufyrirsætum og förðunarfræðingum um allan heim. Skin Food er 100% lífrænt árangursríkt alhliða krem sem nærir þurra og viðkvæma húð og kemur jafnvægi á húðina. Skin Food kom fyrst á markað fyrir meira en 80 árum síðan og hefur uppskriftin verið óbreytt síðan. Kremið er unnið úr lífrænt ræktuðum Stjúpum, Baldursbrá, Morgunfrú og Rósmarín, gott krem fyrir alla fj ölskylduna – Í samhljómi við mann og náttúru. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/WeledaIceland Morgunblaðið/Árni Sæberg Múmínálfar Sumarbollinn 2016 er nýjasti gripur Múmínsafns Huldu Hvannar og er hann í miklu uppáhaldi. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Hulda gerðist múmín-safnari fyrir um það bilsex árum, eftir sínafyrstu heimsókn til Finn- lands, heimalands Múmínálfanna. „Ég fór tvisvar til Finnlands árið 2010. Þetta er eitt fallegasta land sem ég hef komið til, fullt af trjám og litlum vötnum,“ segir Hulda, sem varð fljótlega vör við múmínálfana í sinni fyrstu heimsókn. „Finnar eru mjög stoltir af sinni múmínarfleifð. Ég á vin sem býr þar og hann fór með mig á alþjóðlega Múmínsafnið. Þar kviknaði ástin sem hefur ekki slökknað síðan,“ segir Hulda, og á þá við ást sína á Múmínálfunum. Sex árum, fimm Finnlands- ferðum og tveimur heimsóknum síð- ar á alþjóðlega Múmínsafnið í Tampere hefur Hulda komið sér upp myndarlegu safni með ýmsum múmínvörum. „Þetta byrjaði með bollunum eins og hjá svo mörgum. Elsti bollinn er um 15 ára gamall, mamma keypti hann í Helsinki á sín- um tíma.“ Hulda fjárfesti í fyrstu bollunum sínum í fyrstu Finnlands- ferðinni. „Fyrst að ég átti bollana langaði mig svolítið í diskana og þeg- ar ég átti diskana langaði mig í skál- arnar. Síðan vatt þetta upp á sig og allt í einu átti ég sex bolla, diska, skálar og eldfast mót. Og fyrst að ég átti eldhúsdótið gat ég alveg farið að safna einhverju öðru. Ég tók enga meðvitaða ákvörðun um að safna múmínhlutum, allt í einu átti ég þetta allt saman.“ Besti staður á jarðríki Flesta munina hefur Hulda fengið að gjöf. „Þegar fólk frétti af því að ég væri að safna þá var eins og því létti því þá er auðvelt að finna gjafir handa manni. Ég hef ótrúlega gaman af því hvað fólk er búið að vera duglegt að hjálpa mér að bæta í safnið mitt, sem er orðið ágætlega myndarlegt vil ég meina.“ Múmínálfarnir hafa fyrir löngu fest sig í sessi Íslendinga og líkt og flestir vita eru persónurnar sköp- unarverk finnska rithöfundarins Tove Jansson og komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um það bil 70 árum síðan í barnabókum. Á alþjóðlega Múmínsafninu í Finnlandi má finna ýmsan fróðleik um Tove og Múmín- álfana, sem Hulda hefur kynnt sér vel. „Múmínsafnið er besti staður á jarðríki. Það má því miður ekki taka myndir þar inni og ég get því miður ekki sýnt fram á að ég hafi komið þangað, en fólk verður bara að taka mig trúanlega. Þar er að finna ótrú- lega margar upprunalegar teikn- ingar frá Tove, ásamt líkani, nánast í fullri stærð, af Múmínhúsinu sem Í hamingjusömu sambandi með Múmínálfunum Alþjóðlega Múmínsafnið í Finnlandi er besti staður á jarðríki, að minnsta kosti að mati Huldu Hvannar Kristinsdóttur, sem er líklega óhætt að titla sem einn öflugasta múmínsafnara landsins. Í safninu hennar má ekki bara finna bolla, skálar og strigaskó, heldur lét hún einnig húðflúra sjálfan Múmínsnáðann á sig. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Sannkölluð karnivalstemning verður á barnahátíðinni Kátt á Klambra sem haldin verður á sunnudag. Hátíðin er ætluð börnum á öllum aldri og fjöl- skyldum þeirra. Fullt af dansi, tónlist, kungfú- pöndum, andlitsmálningu, húllafjöri og fjölda annarra viðburða verður að finna á hátíðinni sem fer fram á Klambratúni, vinstra megin við Kjar- valsstaði frá bílastæði. Dagskráin hefst klukkan 14 og lýk- ur klukkan 17. Á svæðinu má finna ýmsar listasmiðjur, barnajóga með Lóu Ingvarsdóttur og hipphopp- danssýningu frá Dans Brynju Péturs. Þá mun Frikki Dór taka lagið og Mar- grét Erla Maack mun sjá um barna- diskó. Á svæðinu verður einnig að finna bás þar sem hægt verður að fá and- litsmálningu, tattúbás, ljósmynda- bás, tombólumarkað og kósítjald þar sem barnanudd verður kynnt og margt fleira. Veitingar verða til sölu á svæðinu og á kaffihúsinu Kjarvalsstöðum verður hægt að fá sér köku og kakó á sérstöku tilboði í tilefni dagsins. Til- valið er að nýta Klambratúnið í við- burðaríka lautarferð með fjölskyld- unni í fallegu umhverfi. Karnivalstemning á Klambratúni Karnival Margt verður um að vera á Klambratúni á sunnudag fyrir börnin. Dans, diskó, jóga og húllafjör Sýning Péturs Thomsen, TÍÐ / HVÖRF, stendur nú yfir í Listasafni Árnesinga. Á sunnudag klukkan 15 mun Pétur ganga um sýninguna og ræða við gesti um verk sín. Við gerð þeirra notar hann stafræna ljós- myndavél og sýnir á ljóðrænan hátt hvernig tíminn hefur sett mark sitt á lífið í kringum hann og breytingar í náttúrunni dag frá degi. Þannig er titill sýningarinnar tilvísun í ým- islegt svo sem í tíma, tímabil, veð- urfar, það sem hverfur eða týnist, breytingar eða tímamót svo eitt- hvað sé nefnt. Verk Péturs fjalla um meðal ann- ars um það hvernig maðurinn, með- vitað eða ómeðvitað, hefur áhrif á náttúruna. Flestar ljósmyndirnar hefur Pétur tekið með flassi á miðnætti síðast- liðinn vetur og eru þær nú sýndar í fyrsta sinn. Útkoman er ótrúleg dýpt sem dregur áhorfandann inn í myndina. Myndefnin eru fengin úr nágrenninu og ljósmynd af Þóru- staðanámu í Ingólfsfjalli hefur vakið verðskuldaða athygli. Í safninu stendur nú einnig yfir sýning Rúríar, TÍMA - TAL. Sýning hennar og Péturs eiga það sameig- inlegt að fjalla m.a. um tímann. Sýn- ingarnar standa báðar yfir í Lista- safni Árnesinga í Austurmörk í Hveragerði til 1. ágúst. Samtal á sunnudegi Pétur Thomsen spjallar um list og tímann Landnám Frá sýningu Péturs Thomsen í Listasafni Árnesinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.