Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 205. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Árásarmennirnir ganga lausir 2. Jón Gnarr ekki á skipuriti 3. Skrýtið að láta Rooney dekka mig 4. 30-40 drengir umkringdu stúlkurnar  Funi kemur fram á síðustu Sumar- tónleikum í Akureyrarkirkju í ár en tónleikarnir fara fram á morgun, sunnudaginn 24. júlí, kl. 17. Funi er tvíeyki, skipað Báru Gríms- dóttur og Chris Foster. Þau flytja þjóð- lög frá Íslandi og Englandi. Þau hafa unnið saman síðan 2001, blásið nýju lífi í þessa gömlu tónlist, en einnig bætt á efnisskrána nýjum lögum sem samin eru í gamla stílnum við gömul kvæði. Þau hafa sérstaklega áhuga á rímna- og kvæðalagahefðinni, en þau flytja einnig annars konar veraldleg lög og sálma. Hér áður fyrr voru þessi lög einungis sungin en Funi syngur og leikur þau á gítar, langspil og kantele. Á tónleikunum mun Funi flytja lög sem ekki hafa áður verið á efnis- skránni, þar á meðal lög af vænt- anlegri sólóplötu Chris með enskum þjóðlögum, en einnig lög af plötunum Flúr, Funi og Outsiders. Síðustu sumartónleikar Akureyrarkirkju  Á áttundu tón- leikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag, laugardaginn 23. júlí, kemur fram söngkonan Mar- grét Eir. Með henni leika þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Jón Rafns- son á kontrabassa og Jóhann Hjör- leifsson á trommur. Þau munu flytja djassútgáfur af þekktum lögum úr söngleikjum eftir George Gershwin, Cole Porter, Irving Berlin og aðra meistara formsins. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Margrét Eir á Jómfrúnni í dag FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt, skýjað og víða dálítil væta og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 18 stig. Á sunnudag og mánudag Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir í öllum lands- hlutum. Hiti víða 10 til 16 stig að deginum. Á þriðjudag Norðan og norðvestan 5-10 m/s og víða vætusamt, en úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast syðst. Strákarnir í U-20 ára landsliðinu í körfubolta eru komnir í undanúrslit B-deildar Evrópumótsins sem fer fram í Grikklandi. Íslenska liðið sigr- aði Georgíu með miklum yfirburðum í gærkvöldi, 94:54, og mætir ósigr- uðum heimamönnum í undan- úrslitum sem leikin eru í dag. Þrjú efstu lið mótsins vinna sér sæti í A- deildinni. »1 Mæta Grikkjum í undanúrslitum í dag Íslandsmeistarar Breiða- bliks tryggðu sér sæti í bikarúrslitum í knatt- spyrnu kvenna í gærkvöldi. Blikar sigruðu þá ríkjandi bikarmeistara Stjörn- unnar, 3:2, í Garðabænum. Breiðablik mætir ÍBV eða Þór/KA í bikarúrslitum 12. ágúst en þau mætast í seinni viðureign und- anúrslita á Ak- ureyri í dag. »3 Breiðablik skák- aði Stjörnunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson eru í efstu sætunum í meist- araflokkum kvenna og karla eftir tvo daga af fjórum á Íslandsmótinu í höggleik á Akureyri. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Val- dísi Þóru Jóns- dóttur en Axel er höggi á undan þremur kylf- ingum. Útlit er fyrir spennandi keppni sem lýk- ur á morgun. »1 Spenna bæði í karla- og kvennaflokki Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Hér er hlýtt, það er 41 gráða,“ segir Jónas Grani Garðarsson sem er mörgum knattspyrnuáhuga- manninum kunnur, en hann lék lengstum með FH en einnig með Fram þar sem hann varð marka- hæsti leikmaður Íslandsmótsins árið 2006. Jónas Grani venti nýlega kvæði sínu í kross og fluttist til Katar. Þar sinnir hann starfi sem sjúkra- þjálfari á sjúkrahúsinu Asperta. Jónas Grani frétti af starfinu í gegnum Einar Einarsson, sem einnig er sjúkraþjálfari í landinu og fyrrverandi knattspyrnumaður. Ekki gekk þrautalaust að komast til landsins. Það ferli hófst í nóv- ember árið 2014 en Jónas Grani hóf störf í febrúar sl. Hann dvelur þar einn um sinn en kona hans Eygló Traustadóttir sjúkraþjálfari og tvö barna hans munu flytja til Katar innan skamms. Eygló mun einnig starfa í Katar. „Það er svolítið af peningum hérna … Ég er heilbrigðisstarfs- maður og það er svo að það skipt- ir ekki máli hvar þú ert staddur, sjaldnast eru góð laun í boði. Hér eru hins vegar fín launakjör og stóri munurinn er sá að ég mun fá launað frí í fyrsta skipti á ævinni, 43, ára gamall,“ segir Jónas Grani sem lengstum hefur verið verk- taki. Meðhöndlar ekki konur Eins og gefur að skilja er um að ræða mjög ólíkan menningarheim og okkar. „Þetta er strangtrúað múslímaland og ég má ekki með- höndla konur, konur mega hins vegar meðhöndla karla,“ segir Jónas Grani. Sjúklingar hans eru nær eingöngu íþróttamenn. „Reyndar er það svo að ef hátt- settur katarskur maður vill kom- ast að þá fær hann tíma,“ segir Jónas Grani. Að sögn hans njóta heimamenn forréttinda í landinu en einungis um 10% landsmanna eru Katarar, en um 2-2,5 milljónir manna búa í landinu, aðrir eru innfluttir og sinna hvers konar þjónustustörfum. „Þetta er algjör suðupottur, mestmegnis Asíubúar, Srí Lanka-búar, Indverjar og frá fleiri stöðum þar sem laun eru lág. Þeir vinna þjónustustörf. Það vinna engir Katarar í búð,“ segir Jónas Grani. „Þetta er í raun þannig að ef fimm manns standa í röð og Katari kemur aðvífandi, þá fer hann bara fram fyrir röðina og kemst að því hann talar arabísku. Maður segir náttúrlega ekkert við því,“ segir Jónas Grani og hlær. Launahvatar leiða til Katar  Sjúkraþjálf- arinn Jónas Grani söðlaði um Uppbygging Jónas Grani Garðarsson flutti nýlega til Katar þar sem gríðarleg uppbygging á sér stað. Í bakgrunni má sjá eitt af þeim iðnaðarsvæðum sem eru í landinu. Um 1980 voru svo til engir innviðir í landinu. Jónas Grani þurfti að taka öku- prófið aftur. Helgast það af því að hvergi voru til gögn um landið Ís- land. „Þeir fóru í tölvuna og flettu, svo fóru þeir í einhvern lista og Ís- land var ekki þar. Þetta var svona „computer says no“ dæmi,“ segir Jónas Grani. Erfiðlega gekk að fá að taka prófið. „Grunnreglan er sú að þú nærð aldrei að klára neitt í einni ferð. Það að fá að taka bíl- próf er mikið ferli. Ég mætti klukk- an sex að morgni til að fara í röð ásamt haug af fólki og fékk númer og pappíra sem sögðu að ég gæti tekið próf eftir mánuð. Ég maldaði í móinn og sagðist ekki hafa tíma. Þá var einhver kona sem sagði mér að tala við kafteininn. Ég fór þang- að og sagðist verða að taka prófið. Hann skrifaði eitthvað á blað og ég fékk tíma tveimur dögum síðar. Þannig virkar þetta,“ segir Jónas og hlær. Ísland hvergi til í gögnum ÞURFTI AÐ TAKA ÖKUPRÓFIÐ AFTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.