Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 16
Í höfn Lilja er tvíbytna, átta metra breið og siglir á um 25-30 sjómílna hraða sem er óvenjulega hratt miðað við ferðaþjónustuskip. Ferðaþjónustufyrirtækið Special Tours í Reykjavík hefur tekið í notk- un skipið Lilju sem er tvíbytna og hefur gengið í gegnum miklar breyt- ingar til að farþegar njóti ferð- arinnar sem best. Skipið er keypt frá Noregi og kom til landsins í sum- arbyrjun. Það tekur um 200 manns og gengur á 25-30 sjómílna hraða, rúmlega 50 kílómetra hraða en flest önnur hvalaskoðunarskip ná 10-15 sjómílna hraða. „Það eru til skip hér á Íslandi sem taka um 200 farþega en hraðinn er það sem er óvenju- legt,“ segir Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Special Tours. Lilja er átta metra breið sem gerir skipið mjög stöðugt. „Við förum óhræddir í þessa fjárfestingu því það er mikill vöxtur í ferðamennsku á Íslandi og einnig hjá okkur sem dreifist yfir allar ferðir, hvort sem það eru hvalaskoðunar-, lundaskoð- unar- eða norðurljósaferðir. Á rúmum 15 mínútum náum við að komast í algert myrkur þar sem himnarnir dansa með ljósin frá borginni í bakrunni. Lilja er hugsuð í þær ferðir því við breyttum bátnum þannig að sem flestir væru á besta stað.“ Breytingarnar voru einnig gerðar innanstokks þar sem eru nú fimm salerni og tveir salir, efra og neðra dekk sem rúmar um 190 farþega. „Hér á landi hefur ekki verið hægt að bjóða fólki upp á svona mörg sæti innandyra sem kemur sér vel á köld- um vetrarnóttum,“ segir Hilmar. benedikt@mbl.is Hraðskreiður ferðaþjónustubátur Morgunblaðið/RAX  Skipið Lilja siglir hratt um höfin 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FH-ÞRÓTTUR R. Í KAPLAKRIKA 24. JÚLÍ KL. 19:15 Fyrstu 50 áskrifendurnir fá tvo miða á leikinn. Mættu á völlinn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu við innganginn til að fá miða. MOGGAKLÚBBURINN BÝÐUR ÁVÖLLINN! FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Reykja- víkur sem samþykkt var í borg- arráði 28. apríl síðastliðinn. Í breytingunni felst að íbúðum á Kirkjusandi er fjölgað úr 150 í 300. Jafnframt er magn atvinnu- húsnæðis minnkað úr 65.000 m² í 50.000 m². Heildarbygging- armagn á svæðinu breytist ekki. Af þessum 300 íbúðum hyggst Reykjavíkurborg ráðstafa 150 íbúðum en hluti af þeim verða leiguíbúðir. Skipulagssvæðið spannar nú tvær lóðir, Kirkjusand 2 og Borg- artún 41, en með breyttu deili- skipulagi verða til níu lóðir á svæðinu. Í erindi umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjavíkurborgar kemur m.a. fram að meginmark- mið breytingarinnar á að- alskipulagi fyrir Kirkjusand sé að skapa svigrúm fyrir fjölgun íbúða á svæðinu. Með breytingunni sé verið að tryggja framgang hús- næðisstefnu aðalskipulagsins og bregðast við núverandi ástandi á húsnæðis- og leigumarkaði höf- uðborgarsvæðisins. Fjölgun íbúða á svæðinu, í bland við uppbygg- ingu atvinnuhúsnæðis, samrýmist einnig vel markmiðum aðalskipu- lagsins um aukna blöndun byggð- ar innan einstakra svæða og bygg- ingarreita. Byggt á miðlægum svæðum Einnig er vitnað í húsnæð- isstefnu aðalskipulags Reykjavík- ur. Þar segir að stefnt skuli að því að allt að 25% íbúða verði miðuð við þarfir þeirra sem ekki vilja leggja eða geta ekki lagt mikið fé í eigið húsnæði. Uppbygging slíks húsnæðis verði einkum á miðlæg- um svæðum sem auðvelt er að þjóna með almenningssam- göngum. Kirkjusandur sé einmitt miðlægt svæði. Teikning/ASK arkitektar Kirkjusandur Útlitsteikning af hluta byggðarinnar sem mun rísa á svæðinu. Breyting á Kirkju- sandi samþykkt  Íbúðum verður fjölgað úr 150 í 300 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við munum koma með sjúklinga, lækna og hjúkrunarfólk til Íslands. Aðrir starfsmenn verða ráðnir hér,“ sagði Henri Middledorp, fram- kvæmdastjóri Burbanks Holding BV. Félagið er aðaleigandi MCPB ehf. sem hyggst reisa 30.000 m2 sjúkrahús og hótel í Mosfellsbæ. Þar eiga að verða til minnst 1.000 ný framtíðarstörf. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirritaði í fyrra- dag samning við MCPB ehf. um út- hlutun 6,3 hektara (63.000 fermetra) lóðar við Sólvelli við Hafravatnsveg í Mosfellsbæ. Félagið á forkaupsrétt að næstu lóð sem er svipað stór þannig að alls gæti MCPB fengið rúmlega 12 hektara land. Fleiri staðir voru í myndinni Nágrannasveitarfélögin Kópavog- ur og Garðabær komu einnig til greina þegar aðstandendur verkefn- isins leituðu að lóð fyrir sjúkrahúsið og hótelið. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði að Glaðheimaland- ið hefði staðið aðstandendum sjúkra- húsverkefnisins til boða. Þeir hefðu komist að því að landrýmið í Glað- heimum væri ekki nóg. Auk þess hefðu skipulagsmál lóðarinnar í Mosfellsbæ verið komin lengra á veg og því yrði skemmri aðdragandi þar að væntanlegum framkvæmdum. Ármann sagði að mikil ásókn væri í atvinnulóðir í Kópavogi. „Við vorum að úthluta atvinnulóðum uppi í Vatnsenda um daginn. Það sóttu fleiri um en gátu fengið,“ sagði Ár- mann. Hundrað tækifæra lóð Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði að bæjarfélagið hefði fengið sent erindi varðandi málið. Bæjarráð vísaði því til bæj- arstjóra að láta meta lóð í Vetrar- mýri við Reykjanesbraut sem rætt var um og hefja viðræður við að- standendur verkefnisins. Gunnar sagði að þær viðræður hefðu aldrei hafist. Hann vissi til þess að aðstand- endur sjúkrahúsverkefnisins hefðu einnig kannað með lóð í Urriðaholti. „Nú er komin niðurstaða í málið,“ sagði Gunnar. Hann sagði að lóðin væri enn til staðar, t.d. ef menn vildu reisa hátæknisjúkrahús fyrir þjóðina og byggja það á hæðina. „Ég sé hundrað önnur tækifæri í þessari lóð,“ sagði Gunnar. Ætla að koma með lækna og sjúklinga  MCPB ehf. leitaði að spítalalóð í Garðabæ og Kópavogi Morgunblaðið/GE Mosfellsbær Spítalalóðin er á Sólvöllum við Hafravatnsveg austarlega í bænum. Þar er hugmyndin að reisa 30.000 m2 hús fyrir spítala og hótel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.