Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 13
Tove bjó til sjálf og er innréttað eins og Múmínhúsið í sögunum.“ Persónur með galla sem mynda góðan hóp Hulda hefur kynnt sér sögurnar og er á þeirri skoðun, líkt og fleiri, að ekki sé um barnabækur að ræða. „Ég er með þá kenningu að hver ein- asti karakter er holdgervingur ákveðins galla hjá mannkyninu. Snabbi er rosalega gráðugur, Múmínsnáðinn er mjög trúgjarn, Múmínmamma er gleymin eða jafn- vel glámskyggn, Pjakkur er hrekkja- lómur og Mía litla er alltaf reið. Karaktereinkenni þeirra eru öll rosalega neikvæð ef maður pælir í því en saman mynda þau heild- stæðan og góðan hóp sem virkar.“ Hulda segir óneitanlega vera að finna ákveðinn drunga yfir sögunum. „Kannski vegna þess að Finnar eru þekktir fyrir að vera þungir á brún og jafnvel þunglyndir, en þegar mað- ur kynnist þeim eru þeir hlýir, hjartagóðir og gestrisnir. Það er eins og Tove hafi tekið það sem henni finnst athugavert við Finna eða jafn- vel mannkynið allt en samt tekst henni að gera þá að góðum karakter- um.“ Hulda hefur kynnst fjölmörg- um öðrum múmínsöfnurum í gegn- um safnið sitt og segir að oftar en ekki verði til mjög heimspekilegar umræður um Múmínheiminn. „Fólk er með mjög flóknar aðdáendakenn- ingar um duldar merkingar og fleira. Það er mikil heimspeki þarna á bak við. Múmínaðdáendur má finna á öll- um stigum samfélagsins.“ Múmínföt fyrir fullorðna Að sögn Huldu er hún ekki mik- ill safnari í eðli sínu. „Ég hef aldrei safnað neinu áður, ég reyndi þegar ég var krakki að safna servíettum, frímerkjum og límmiðum en það ent- ist ekki. Þetta er eitthvað öðruvísi. Þetta eru hlutir sem ég get notað marga hverja dags daglega, eins og skóna mína og bollana. Ég veit að sumir bollanna eru hættir í fram- leiðslu og þeir ganga kaupum og söl- um fyrir tugi þúsunda. En þetta er bara bolli þegar allt kemur til alls, þetta er ekki svo heilagt að það megi ekki drekka úr honum.“ Spurð um uppáhaldshluti er Hulda fljót að nefna nýja sumarbollann. „En svo finnst mér ótrúlega gaman að það séu til múmínföt fyrir fullorðna, það er einn af stóru plúsunum í mínu lífi. Ég kíki mjög reglulega í Finnsku búðina og keypti skóna til að mynda þar og þeir eru mikið notaðir.“ Á múmínóskalistanum þessa stundina hjá Huldu er hraðsuðuketill og lampi. „Þetta er dýrt hobbý, maður þarf að vera svolítið þolinmóður.“ Farsælt múmínsamband Hulda reynir að deila múmín- áhuganum með fjölskyldu og vinum. „Ég er dugleg að gefa múmínvörur sjálf, jafnvel þótt fólk sé ekki að safna, mér finnst þetta frábær gjöf og er alltaf að reyna að troða öllum inn í múmínheiminn. Ég held að það sé enginn sem hafi farið í fýlu og fundist hann svikinn vegna þess að hann fékk múmínbolla.“ Dóttir Huldu er þar engin undantekning. „Ég treð henni í alla múmínlínuna frá Lindex. Hún á fullt af múm- ínfötum og dóti og er heilaþvegin frá blautu barnsbeini,“ segir hún og hlær. Segja má að múmínáhuginn hafi náð nýjum hæðum í febrúar, þegar Hulda hélt upp á 22 ára afmælið sitt. „Mig langaði svo að gefa sjálfri mér afmælisgjöf og hafði samband við Ís- lenzku húðflúrstofuna og fékk að koma þremur dögum seinna, því ég vildi vera sæt í afmælisveislunni minni.“ Hulda var með tvö húðflúr fyrir og segir að það hafi verið lítið mál að bæta einu við. „Við múmínálf- arnir erum búin að eiga í ham- ingjusömu sambandi síðastliðin ár.“ Múmínsnáðinn varð fyrir valinu og er húðflúrið á handlegg Huldu. „Fólk er almennt að taka vel í þetta, ungir jafnt sem aldnir.“ Hulda reiknar með að múmínsafnið komi til með að stækka í framtíðinni og á þá bæði við hluti og húðflúr. Safnið Hulda Hvönn byrjaði að safna múmínhlutum árið 2010 og hefur fengið flesta munina að gjöf. Strigaskórnir eru mjög mikið notaðir. Sameinuð Hulda gaf sér múmín- húðflúr í 22 ára afmælisgjöf. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Múmínsöfnurum fer fjölgandi á Ís- landi og sinna þeir áhugamálinu af mismiklum ákafa. Á Facebook má finna hópinn Múmínmarkaðinn þar sem múmínhlutir ganga kaupum og sölum, ásamt því sem líflegar múmínumræður eiga sér stað. Rúmlega 3.500 manns tilheyra hópnum og það kemur kannski ekki á óvart að Múmínmarkaðurinn er í uppáhaldi hjá Huldu. „Ég hélt að ég væri með eitt myndarlegasta safn landsins en það eru margir sem eiga margfalt meira en ég. Það frið- aði aðeins samviskuna hjá mér að vita af fleiri múmínsöfnurum þarna úti.“ Stofnandi hópsins er Berglind Heiða Árnadóttir. „Ég stofnaði Múmínmarkaðinn fyrir rúmu ári. Áður hafði ég stofnað hóp fyrir okkur systurnar og mágkonu sem byrjuðu að safna bollunum löngu á undan mér og smituðu mig af bakt- eríunni upphaflega. Lýsing hópsins var stuðningshópur fyrir múmínfíkla,“ segir Berglind. Þegar henni fannst virknin ekki vera næg í hópnum ákvað hún að stofna Múmínmark- aðinn þar sem hægt væri að deila áhuganum og kaupa og selja bolla og aðrar múmínvörur. „Ég hafði keypt flesta af eldri bollunum mín- um á ebay og fannst góð hugmynd að það væri hægt að skiptast á bollum hérna heima og spara sér þannig sendingu og tolla.“ Hópurinn hefur fengið frábær viðbrögð og Berglind er ánægð með að hafa skapað vettvang fyrir fólk til að deila áhuga sínum og ástríðu sinni á þessum skemmti- lega skrítnu fígúrum sem Múm- ínálfarnir eru. „Ég hef mjög gaman af að sjá fólk í kringum mig sem áður hristi jafnvel haus- inn yfir þessari vit- leysu vera farið að safna bollum. Þeir eru ekki bara fallegir, litríkir og skemmtilegir heldur eru þeir líka vandaðir og mjög gott að drekka úr þeim.“ Múmínmarkaður fyrir múmínsafnara LÍFLEGAR MÚMÍNUMRÆÐUR Á FACEBOOK Til leigu fjölbreytt atvinnuhúsnæði að Laugavegi 170 Húsnæðið skiptist í eftirfarandi: Salur á jarðhæð sem er um 430m² og getur nýst undir verslun, veitingahús og fjölbreytta þjónustu. Skrifstofuhúsnæði á annarri hæð sem er um 220m² og inniheldur meðal annars mötuneytiseldhús. Rýmið býður upp ámikla möguleika. Á þriðju hæð er um 417m² rými með 10-13 skrifstofum og rúmgóðumiðrými. Nánari upplýsingar veitir Viðar Böðvarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 552 1400. Skrifstofu- og þjónustuhúsnæði til leigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.