Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Það held ég að sé alveg ljóst. Ég er ekki laus við hana,“ sagði Björgvin og segist hafa jafn mikla ánægju af íþróttinni og áður en bætir því við að reyndar sé skemmtilegra að skora vel. Björgvin man tímana tvenna á Jaðarsvelli og Akureyringar urðu vitni að mörgum sigrum hans á vell- inum á árum áður. Golfklúbbur Akureyrar hefur unnið að langtíma- breytingum á vellinum undanfarinn áratug eða svo. Spurður um breyt- ingarnar segist Björgvin vera sáttur við þær. „Mér finnst þetta fínt og það lítur mjög vel út að mestu leyti. Þegar flatirnar verða orðnar góðar þá verður þetta toppvöllur. Sérstaklega er hluti af fyrri níu holunum, 5. til 9., erfiður og þar má ekkert út af bregða. Fyrstu fjórar eru ekki erf- iðar í sjálfu sér en þá taka við strembnar holur,“ sagði Björgvin í samtali við Morgunblaðið. mestu. Púttin voru með skásta móti en sá þáttur leiksins hefur verið erf- iðastur hjá mér undanfarið. Ég þrí- púttaði ekki nema á einni flöt,“ sagði Björgvin þegar Morgunblaðið tók hann tali á Jaðarsvelli áður en leikur hófst í gær. Eins og sjá má á þessum ummælum er keppnisskapið enn til staðar hjá Björgvini. 10 sinnum holu í höggi Björgvin er ekkert venjulegur kylfingur því hann er einn sá snjall- asti sem fram hefur komið á Íslandi. Er hann sexfaldur Íslandsmeist- ari og setti með því met sem Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórs- son hafa síðar jafnað. Þá hefur Björgvin farið tíu sinnum holu í höggi á ferlinum og náði drauma- högginu tvö daga í röð fyrir nokkr- um árum. Golfbakterían er skæð þegar hún tekur sér bólfestu í fólki og Björgvin kannast við það. „Hún verður áfram. Kristján Jónsson kris@mbl.is Akureyringurinn Björgvin Þor- steinsson er á meðal keppenda á Ís- landsmótinu í golfi sem nú fer fram í heimabæ hans. Björgvin slær ekki slöku við og er að keppa á sínu 53. Íslandsmóti í fullorðinsflokki í röð og er það einstakt á heimsvísu eftir því sem næst verður komist. Björgvin er enginn „farþegi“ hér á Jaðarsvelli eins og einhverjir gætu haldið þegar um er að ræða 63 ára gamlan íþróttamann. Björgvin lék nefnilega fyrsta hringinn í mótinu á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Í gær lék hann á 77 höggum og komst í gegnum niðurskurðinn. „Jú, ég er nokkuð ánægður með þessa spilamennsku en ekki alger- lega. Það voru slæmar holur inni á milli. Ég fékk skolla á léttustu holur vallarins, á 2. og 15. Ekki er gott þegar svo er en hitt var gott að Ljósmynd/GSÍ Meistarakylfingur Björgvin Þorsteinsson slær af teig í gær á Landsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. Leikur á sínu 52. Íslandsmóti í golfi  Björgvin Þorsteinsson komst í gegnum niðurskurðinn „Þetta fer alla vega vel af stað,“ segir Geir Zoëga, skipstjóri á Polar Amaroq, sem er við makrílveiðar við Grænland. „Við erum beint vestur af Snæfellsnesi, 40 sjómílur inni í grænlensku lögsögunni og fiskurinn er að fara í vesturátt,“ segir Geir. Hann segir veiðarnar hafa farið almennilega af stað á fimmtudag- inn og vonast til að geta verið á veiðum fram í miðjan september en þá er makríllinn vænstur. Skipið mun að öllum líkindum landa í Hafnarfirði á næstunni en síðast landaði það rúmlega 900 tonnum. „Við erum að frysta núna og búa til verðmæti, við fengum 350 tonn í nokkrum góðum hollum í gær [fimmtudag],“ segir Geir. Hann segir vandasamt að veiða makrílinn sem sé afar styggur fisk- ur. „Hann er alveg uppi við yfir- borðið. Við höfum ekki séð hann synda mikið undir 20 metra dýpi. Ef það er logn sést vaðan. Hann var það ofarlega í síðasta túr að tækin greindu hann ekki. Við vorum bara að draga á engu en fengum samt fínustu holl. Skipið okkar ristir 7 metra og við sjáum ekkert yfir sjö metra dýpi og stundum heldur fisk- urinn sig fyrir ofan það,“ segir Geir en hann segir muna miklu þegar hægt er að partrolla makrílinn en þá sigla tvö skip hlið við hlið með eitt troll og enga hlera og veiða makrílinn sem syndir milli skip- anna. elvar@mbl.is Góð makrílveiði á Grænlandsmiðum  Vel ber í veiði hjá Polar Amaroq Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Mokveiði Makríllinn er unninn og frystur um borð í Polar Amaroq. Sænsku lögregl- unni barst síðast- liðinn mánudag tilkynning um mann sem lá í blóði sínu á skógi vöxnu svæði í Akalla, úthverfi í norðvesturhluta Stokkhólms. Var maðurinn fluttur með þyrlu á spítala en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úr- skurðaður látinn. Maðurinn sem lést var fæddur hér á landi árið 1981 og fluttist til Svíþjóðar ungur að aldri ásamt fjöl- skyldu sinni og var sænskur ríkis- borgari. DV greindi frá í gær. Morðið átti sér stað á tjaldsvæði útigangsfólks og var maðurinn ný- kominn á svæðið þegar ókunnugur maður veittist að honum og veitti honum 14 stungusár með hnífi auk þess að lemja hann með járnröri. Sænska lögreglan leitar enn morð- ingjans en mörg vitni voru að árás- inni. elvar@mbl.is. Íslenskur maður myrtur í úthverfi Stokkhólms Morð Lögreglan rannsakar málið. Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Hljómsveitirnar Agent Fresco, Dikta, Emmsjé Gauti, GKR, Retro Stefson, Sturla Atlas og Úlfur Úlfur munu koma fram á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum í ár. Sú niðurstaða fékkst eftir fund tónlistarmannanna Unnsteins Manúels Stefánssonar og Emmsjé Gauta, Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, og aðila úr þjóðhátíðarnefnd í gær. Í tilkynningu sem aðilarnir sendu frá sér er þess krafist að lögreglu- umdæmin samræmi upplýsingagjöf varðandi kynferðisbrot með það að leiðarljósi að skila skömminni til þeirra sem eiga að bera hana, ger- enda. Jafnframt segir að á fundinum hafi farið fram hreinskilin umræða með það að markmiði að setja niður deilur og snúa bökum saman. Ákveð- ið var að grípa til bæði táknrænna og raunverulegra aðgerða til að stemma stigu við nauðgunum á útihátíðum. Krafa um samræmt verklag „Við getum ekki tekið lögregluna í gíslingu og stýrt því hvernig hún vinnur. Háværasta krafa okkar er að lögreglustjórar í landinu samræmi verklag sitt varðandi upplýsinga- skyldu. Það er í raun og veru okkar áskorun á innanríkisráðherra,“ sagði Unnsteinn í samtali við mbl.is í gær. Hann segir listamennina hafa fundið fyrir miklum vilja frá Vestmanna- eyjabæ og þjóðhátíðarnefnd til að gera betur í þessum málaflokki. „Nú verður hrint af stað átaki gegn kyn- ferðisofbeldi. Í því felst að stofna starfshóp til næstu fimm ára sem markar stefnu í þessum málum og þar hefur verið óskað eftir fulltrúa frá Stígamótum,“ sagði Unnsteinn. Skömmu áður en tilkynningin var send út hafði tónlistarmaðurinn Friðrik Dór lýst því yfir að hann myndi ekki slást í hóp þeirra tónlist- armanna sem hygðust hætta við að koma fram á hátíðinni en þess í stað mun Friðrik styrkja forvarnarhóp- inn Bleika fílinn um 200.000 krónur. Stígamót munu skoða málið Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, fagnar opinni umræðu um kynferðisofbeldi og að þjóðhátíð- arnefnd geri sér grein fyrir að hún þurfi að endurheimta traust fólks. Spurð hvort Stígamót muni taka sæti í þeim starfshópi sem rætt var um á fundinum í dag segist hún munu skoða það ef slíkt boð berst. Neyðarmóttakan mun ekki eiga frekari aðkomu að Þjóðhátíð Í tilkynningu sem Landspítalinn sendi frá sér í gær kom fram að neyðarmóttaka spítalans muni ekki eiga frekari aðkomu að Þjóðhátíð en hingað til hefur verið. Landspítalinn mun eftir sem áður veita ópersónu- legar upplýsingar um mál sem til neyðarmóttökunnar rata, sé eftir þeim leitað. Í tilkynningunni segir að samráð hafi verið haft við heilbrigð- isstarfsfólk á hverjum stað, sem og löggæsluaðila, svo unnt sé að tryggja brotaþola skjóta þjónustu og varð- veislu sakargagna. „Ekki hefur borið skugga á þetta samstarf.“ Sættir í Vestmannaeyjum  Hljómsveitirnar sjö munu koma fram á Þjóðhátíð  Funduðu með bæjarstjóra og þjóðhátíðarnefnd í gær  Starfshópur um kynferðisofbeldi verður settur á fót Morgunblaðið/GSH Þjóðhátíð Allt stefnir í að tónlist- armennirnir mæti í Herjólfsdalinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.