Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.07.2016, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2016 Guðrún Tryggvadóttir myndlistar- kona opnar sýningu sína Dalablóð í Ólafsdal í dag klukkan 14:00. Á sýn- ingunni „Dalablóð“ fjallar Guðrún um formæður sínar í beinan kven- legg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og hinar sem fluttust suð- ur. Samtals ellefu kynslóðir. Mark- mið Guðrúnar er að tengjast for- mæðrum sínum, endurskapa þær með því að mála þær og gefa þeim þannig möguleika á að hittast án þess að tíminn geti skilið þær að. Leyfa þeim að horfast í augu og skoða hvað þær eiga sameiginlegt og hvað jarðneskt líf snýst raun- verulega um. „Á undanförnum mánuðum og árum hef ég unnið að verkum sem fjalla um fjórðu víddina, tímann, birtingarmynd hans, tölfræðilegar staðreyndir í endurnýjun kynslóð- anna og þau mynstur sem þær framkalla,“ segir Guðrún í tilkynn- ingu sem hún sendi frá sér fyrir sýninguna. Þá segist hún hafa þurft að leita leiða til að sjá tímann á nýj- an hátt, tengja hann sjálfri sér og þar með öllu mannkyni. Um leið er hún að rannsaka innbyrðis tengsl kynslóðanna, þynningu erfðameng- isins og minningar sem við berum í okkur frá einni kynslóð til annarrar og hugsanleg áhrif þeirra á okkar líf. Afrakstur þessa tímaflakks verð- ur að sjá í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal. Samtal ellefu kynslóða í Ólafsdal Myndlist Listakonan Guðrún Tryggvadóttir heiðrar formæður sínar. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Hvað ef þú gætir búið til nýtt sam- félag á lítilli eyju úti í hafi? Hverju myndir þú halda, hverju myndir þú henda, hvaða nýju lífshættir litu dagsins ljós? Þetta eru spurningar sem far- andsendiráð Rockall spyr gesti og gangandi í Vesturbugt við Mýrar- götu í miðbæ Reykjavíkur en þar hefur fimmtán manna hópur komið sér upp aðstöðu þar sem alls kyns samfélagslegum málum er velt upp og fólk beðið að íhuga hvernig samfélag það myndi vilja búa í ef það gæti byggt það upp frá grunni. Sendiráðið er hið fyrsta sinnar tegundar og vísar heiti þess til smáeyjunnar Rockall í Norður- Atlantshafi milli Íslands og Bret- lands en hún er með öllu óíbúðar- hæf enda klettur. „Í sendiráðinu erum við að skoða ýmsar fram- tíðar-samfélagspælingar. Við vit- um ekki hvernig maður á að stofna nýtt samfélag og erum að reyna að biðla til fólks að veita okkur innsýn og þekkingu um það hvernig hægt væri að stofna nýtt samfélag – og um leið reynum við að hafa góð áhrif á samfélagið í kringum okk- ur,“ segir Árni Gunnar Eyþórsson, sendiherra Rockall, en sendiráðið sé í raun blanda af listrænum og pólitískum gjörningi. Það séu þó engar fyrirfram mótaðar hug- myndir um hvernig nýtt samfélag eigi að líta út – allir séu velkomnir með sína sýn. Halda tónleika og fyrirlestra Sendiráðið stendur einnig fyrir fjölda viðburða á meðan það er við störf á Íslandi en hópurinn kom fyrst saman í Vesturbugtinni þann 1. júlí eftir að Reykjavíkurborg út- hlutaði þeim staðnum út sumarið. Hópurinn sinnir verkefninu í sjálf- boðavinnu og hafa þeir fáu styrkir sem borist hafa farið í efniskostnað á svæðinu. „Við erum öll í annarri vinnu, erum rosalega ólík og algjör hrærigrautur,“ bætir Árni við en því séu ekki alltaf allir sammála um allt. „Þegar við fórum með þetta verkefni af stað vissi ég til dæmis ekki hvort þetta yrði ein- ræði eða lýðræði,“ segir hann létt- ur í bragði. Viðburðir farandsendiráðsins hafa verið vel sóttir hingað til en boðið hefur verið upp á tónleika, fyrirlestra, kvikmyndaáhorf, bóka- lestur og sköpun í vinnustofu á svæðinu. Í gærkvöldi voru tónleikar á svæðinu, milli Kaffislippsins og Bryggjunnar, þar sem hljómsveitin Ceasetone kom fram, en áætlað er að tónleikar verði á föstudags- kvöldum í sumar. Þann 28. júlí er einnig boðið upp á málstofu þar sem Aleš Breznik fjallar um nýtt samfélag og hvernig má læra nýjar leiðir til að skilja og sjá heiminn í kringum sig ásamt þeim fjölda möguleika sem umlykja hvern og einn. Þá hafa kvikmyndasýningar verið afar vinsælar en í liðinni viku fjallaði Ásgeir Brynjar Torfason, lektor hjá Háskóla Íslands, um myndina The Inside Job en því næst var horft á myndina. Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar um komandi viðburði sendiráðsins á Facebook-síðu þess,/RockallEmbassy. Heimasíða verkefnisins er www.rockall.is. „Hrifin af þessu og forvitin“ „Áhuginn hefur verið frábær og fólk er mjög áhugasamt um þetta litla samfélag og er uppfullt af spurningum því þetta er abstrakt hugmynd og torskilin í byrjun,“ segir Árni en um leið og fólk leyfi sér að vera forvitið um verkefnið opnist á skemmtilegar pælingar. „Það er styrkjandi samband á milli okkar og nágrannanna – þeim finnst gott að það sé eitthvað að gerast sem er bæði hrátt og fal- legt,“ segir Árni, spurður út í við- brögð nágrannanna við komu þeirra á svæðið. „Þau eru hrifin af þessu og mjög forvitin.“ Aðspurður segir Árni ekkert sérstakt endatakmark vera með verkefninu enda sé um að ræða lif- andi samfélag út sumarið. „Þetta er lifandi og í þróun og ekkert tak- mark á því hvernig þetta á að líta út.“ Hópurinn stefnir á að færa út kvíarnar og kynna sendiráðið fyrir Evrópubúum „Við viljum sjá hvað fólk getur gefið okkur úr mismun- andi samfélögum.“ Lifandi samfélagsþróun í Vesturbugt  Farandsendiráð Rockall skoðar hvernig byggja má nýtt samfélag frá grunni  Engar fastmótaðar hugmyndir og allir velkomnir  Fjölbreyttir viðburðir  Mikill áhugi hjá gestum og nágrönnum Velkominn Sendiráðið hvetur gesti og gangandi til þess að koma og ræða saman hugmyndir um nýtt samfélag, mögulegar breytingar og fleira. Við höfnina Farandsendiráðið hefur komið sér fyrir í Vesturbugt í sumar. Ljósmynd/Johanna Seelemann Fjör Mikið er um viðburði hjá sendiráðinu en boðið er bæði upp á tónleika, fyrirlestra, kvikmyndasýningar, sköpun og lestur á bókasafninu á staðnum. ER MYNDAVÉLIN ÍÞYNGJANDI? Lausnir frá Peak Design auðvelda að ferðast með myndavélina hvert sem er. EVERYDAY MESSENGER TÖSKUR FRÁ PEAK DESIGN Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.