Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Að ósk forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, hefur verið ákveðið að leggja af þá venju að einn af handhöfum forsetavalds fylgi for- seta til og frá Keflavíkurflugvelli þegar hann fer utan í embættis- erindum. Þetta kemur fram í svari for- sætisráðherra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur um fylgd forseta Íslands til og frá Keflavík- urflugvelli. Að sögn Örnólfs Thorssonar for- setaritara mótaðist þessi siður í upphafi lýðveldisins 1944 og hefur haldist þar til nú. Í árdaga forseta- embættisins kvöddu handhafarnir Svein Björnsson, fyrsta forseta Ís- lands, við skipsfjöl er hann hélt af landi brott. Síðar, þegar forsetarnir hættu að ferðast með skipum og fóru utan með flugvélum, fylgdu handhafarnir forsetanum á flugvöll- inn og kvöddu hann með handa- bandi við landganginn. Þar með höfðu þeir tekið við forsetavaldinu. Framvegis verður við það miðað að handhafarnir taki við forseta- valdinu þegar flugvél forsetans hef- ur tekið á loft og hann er ekki leng- ur á íslenskri grundu. Verður þá hægt að fylgjast með því á vef Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hvenær þeir taka við valdinu. Í 8. grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins er fjallað um handhaf- ana svohljóðandi: „Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá for- sætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar fara með for- setavald. Forseti Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meiri hluti.“ Í fyrirspurn Brynhildar Péturs- dóttur, sem dreift var á Alþingi í fyrradag, var spurt hve oft Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi for- seta Íslands hefði verið fylgt árlega út á flugvöll árin 2012-2015. Var fylgt í 45 skipti Í svari forsætisráðherra kemur fram að árið 2012 hafi forseta verið fylgt í 13 skipti, árið 2013 í 14 skipti, árið 2014 í sex skipti og árið 2015 í 12 skipti, eða 45 skipti alls. Einnig kemur fram í svarinu að handhafar forsetavalds hafi ekki fengið greitt sérstaklega fyrir fylgd- ina út á flugvöll. Morgunblaðið/Freyja Gylfa Innsetning forseta Handhafar forsetavaldsins árna nýjum forseta heilla. Handhafarnir eru Sigurður Ingi Jóhanns- son forsætisráðherra, Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Handhafarnir taka við þegar forseti fer í loftið  Forsetafylgdin hefur tíðkast frá upphafi lýðveldisins Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þótt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað kröfu eig- enda 13 flugskýla á Reykjavíkur- flugvelli, um ógildingu á deiliskipu- lagi flugvallarins, hafa eigendurnir að skýlunum, sem nefnast Flug- garðar, hvergi gefist upp í baráttu sinni við Reykjavíkurborg. Eigend- ur skýlanna vildu að skipulagið yrði ógilt eða gildistöku þess frestað þar til komið væri upp nýrri aðstöðu og bótaréttur þeirra yrði til lykta leiddur. Borgin kaupi skýlin fullu verði Sigurður Ingi Jónsson, er hlut- hafi í flugklúbbnum Þyt, sem á tvö af skýlunum þrettán. „Baráttunni hjá okkur er hvergi nærri lokið. Það er ekki búið að henda okkur út og það er ekki búið að ganga að okkur, eigendum skýlanna. Við teljum dag- ljóst, og höfum lögfræðiálit til þess að styðjast við með vísan í dóma- fordæmi, að það hefur myndast hefðarréttur á þessum skýlum okk- ar í Fluggörðum, þó að það sé ekki leigusamningur um lóðarréttindi fyrirliggjandi. Þess vegna getur borgin ekki vísað skýliseigendum á dyr, heldur verði annað hvort að kaupa skýlin fullu verði, eða þá að sýna fram á það að almannahags- munir krefjist þess að skýlin verði tekin eignarnámi,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður Ingi segir að Reykjavík- urborg hafi aldrei reynt að ganga til samninga við eigendur skýlanna um að kaupa skýlin af þeim. Hann segir að verði skýlin tekin eignarnámi, að kröfu borgarinnar, verði að koma fullar bætur fyrir. Byggist á aðgangi að flugvelli „Bæturnar sem þyrftu að koma fyrir skýlin, að okkar mati, hlaupa á milljörðum króna, kæmi til eignar- náms. Þetta eru átta þúsund fer- metrar af atvinnuhúsnæði, þar sem öll starfsemin byggist á því að hafa aðgang að flugvelli. Þess vegna dug- ar það ekki að reikna bara út fer- metragjaldið á atvinnuhúsnæði í Reykjavík 101, heldur verður að taka tillit til þess, að það þarf að hafa flugvöll til þess að geta stundað þá atvinnustarfsemi sem þarna er rekin,“ sagði Sigurður Ingi. Í Fluggörðum er rekin flug- kennsla og flugklúbbar þar sem flugnemar eru með æfingar og safna flugtímum, Flugsögusafnið er í Fluggörðum og flugvirkjar eru með starfsemi á svæðinu og annast ýmsa þjónustu við flugvélarnar. „Eitt vandamálið sem er við þetta samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innan- ríkisráðherra og Jón Gnarr, fyrr- verandi borgarstjóri, skrifuðu und- ir í október 2013, án aðkomu annarra, það er að koma einka- og kennsluflugi af Reykjavíkurflug- velli. Ég hef spurt þrjá samgönguráð- herra hvað það þýðir. Þýðir það að það eigi að koma flugvélunum burtu og flugskýlum eitthvert annað, eða á að úthýsa kennslunni af Reykja- víkurflugvelli? Ef það er tilfellið þarf að byggja nýjan flugvöll, þar sem er blindflugsbúnaður og flug- turn með stjórnuðu loftrými, vegna þess að það er þjónusta sem verður að vera til staðar, til þess að hægt sé að útskrifa atvinnuflugmann,“ sagði Sigurður Ingi Jónsson að lokum. Segir flugskýlin milljarða virði  Eigendur Fluggarða hafa ekki gefist upp í baráttu sinni við Reykjavíkurborg  Telja að hefðarréttur hafi myndast fyrir rekstri flugskýlanna og komi til eignarnáms borgarinnar kosti það hana milljarða Morgunblaðið/RAX Fluggarðar Sigurður Ingi Jónsson, einn eigenda Þyts við Fluggarða, sem á tvö flugskýli í Fluggörðum, þar sem eru samtals þrettán flugskýli. „Við erum komnir í þá erfiðu stöðu að þurfa að senda jafnvel þrjá slökkviliðsbíla í brunaútkall þegar einn ætti að duga okkur, en þetta þurfum við að gera til þess að ferja starfhæfa áhöfn til reykköfunar á staðinn. Og hún getur komið frá þremur til fjórum slökkvistöðvum.“ Þetta segir Jón Pétursson, for- maður fagdeildar slökkviliðsmanna hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, og vísar til þeirrar erfiðu stöðu sem slökkviliðs- menn standa nú frammi fyrir sökum mikils niðurskurðar og manneklu. Neyðast til að brjóta reglur „Sú staðreynd er uppi að við erum allt of fáliðaðir og þessi sparnaður kemur mjög niður á öryggi starfs- manna slökkviliðsins og borgaranna í landinu,“ segir Jón og bendir á að hann viti þónokkur dæmi þess að slökkviliðsmenn hafi þurft að brjóta öryggisreglur, sem þeim ber þó að fylgja, til að geta með góðu móti sinnt störfum á vettvangi bruna. Nefnir hann í því samhengi þá starfsreglu slökkviliðs að reykkafari fari aldrei inn í brennandi hús nema með honum sé annar reykkafari. „Þeir eiga að fara inn með félaga sínum til að geta hjálpast að og passa hvor upp á annan. En það koma hins vegar upp tilfelli þar sem menn fara einir inn. Menn þurfa því oft að standa frammi fyrir þessari ákvörð- un – á ég að fara inn einn? Það er verið að setja menn í mjög ósann- gjarna stöðu,“ segir hann. khj@mbl.is Sparnaður ógnar öryggi slökkviliðs  Hafa farið einir inn í brennandi hús Morgunblaðið/Ófeigur Útkall Slökkviliðsmenn hafa áhyggjur af mjög erfiðri stöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.