Morgunblaðið - 17.08.2016, Side 18

Morgunblaðið - 17.08.2016, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skilningsleysiráðamanna íReykjavík á afleiðingum þess að loka hinni svoköll- uðu neyðarbraut á Reykjavík- urflugvelli sætir furðu. Í þessu máli hefur verið vaðið áfram þvert á rök og vilja al- mennings. Ráðist hefur verið í úttektir á öðrum kostum, en það virðist aðeins hafa verið til málamynda því að ekki hefur af neinni al- vöru verið gengið í að búa þann- ig um hnútana að annað standi til boða til að bæta upp þá skerðingu öryggis, sem lokun brautarinnar fylgir. Reyndar virðast þeir, sem stjórna borginni, staðráðnir í að loka eyrum fyrir þeim röddum, sem ítrekað hafa bent á að lokun neyðarbrautarinnar fylgi áhætta. Ein þeirra, Þorkell Á. Jó- hannesson, flugstjóri hjá Mý- flugi, sem sér um sjúkraflugið, var ómyrkur í máli í viðtali við Morgunblaðið í gær og gagn- rýnir bæði Isavia og ráðamenn í höfuðborginni. „Við horfum til næsta vetrar með hryllingi,“ segir hann. Að sögn Þorkels geta vélar Mýflugs ekki lent nema á neyð- arbrautinni í stífri suðvestanátt. „Suðvesturhorn landsins verður þá alveg lokað fyrir okkur, það er engin braut í Keflavík í þessari stefnu,“ segir hann. Þorkell hefur tekið saman gögn frá árunum 2011 til 2013. Í 40 til 50 til- fellum hafi skilyrði verið alveg á mörk- unum að hægt væri að lenda á öðrum brautum og í 11 tilfellum hafi engar aðrar brautir en neyðarbrautin komið til greina. Á hinum brautunum hafi hliðarvindur einfaldlega verið of mikill til að vélar Mý- flugs gætu lent. „Ég veit í raun ekki hvað er hægt að kalla þessa aðgerð að loka neyðarbrautinni. Það er ekki eins og þetta fólk sé að gera þetta í ógáti,“ segir Þor- kell. „Það er margbúið að vara það við. Ef þetta endar með manntjóni verður ekki hægt að kalla það manntjón af gáleysi.“ Þorkell talar af mikilli reynslu og þekkingu um þessi mál, en viljinn til að hlusta er takmarkaður. Markmiðið virð- ist vera að halda áfram atlög- unni að flugvellinum þangað til svo er komið að ekki verði snúið aftur. Meirihlutinn í borginni á í mesta basli með að sinna helstu þörfum borgarbúa og veita þeim grunnþjónustu, fjárhagur borg- arinnar er í molum, en í þessu máli er því miður engan bilbug á honum að finna, hvað sem líður öryggi og vilja almennings. Ráðamenn í Reykja- vík loka eyrum fyrir röddum þeirra sem benda á hætturnar af lokun neyðar- brautarinnar } Atlagan að flugvellinum Þá er þingiðkomið saman. Kosningadagur var tilkynntur á fundi ráðherra með for- ystukonum stjórn- arandstöðu. Þingflokkar stjórn- arliðsins sögðu að minni viðhöfn hefði snúið að þeim. Fróðlegt er að sjá hvernig talsmenn Sam- fylkingarinnar sýndu þakklæti sitt í garð ríkisstjórnarinnar. Sigríður I. Ingadóttir úr Samfylkingu, sem lengi hefur leitað að eina atkvæðinu sem vantaði, hafði þetta að segja í þingbyrjun: „Ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks sem nú er að hrökklast frá völdum vegna vantrausts þjóðarinnar á henni eftir að upp komst um eignir þriggja ráð- herra hennar í Panamaskjöl- unum í aflandseyjum fékk ríku- lega í vöggugjöf frá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún fékk í hendurnar ríkissjóð sem var að hjarna við eftir nánast gjaldþrot 18 ára valdatíðar Sjálfstæðisfokks og Framsókn- arflokks...“ Ef ekki væri alkunna að menn hafi ekki enn komist til Mars mætti ætla að þingmaðurinn kæmi beint þaðan, enda yrðu margir illa haldnir af þotuþreytu eftir slíkt flug. Enginn hefur sagt þessum þreytulega þing- manni að Jóhanna Sigurðardóttir tók við af rík- isstjórn þar sem Jóhanna sat sjálf né frá gjaldkera Samfylk- ingar, eina nafngreinda stjórn- málamanninum, sem skv. pan- amagögnum reyndi að komast hjá íslenskum skattgreiðslum. Kjósendur hafa aldrei leikið stjórnarforystuflokk jafn grimmilega og Jóhönnuflokk- inn, sem hékk hálft kjörtímabil eftir að hafa misst meirihluta sinn upp í Kattholt. Þakkir Helga Hjörvar til rík- isstjórnar fyrir að gefa 20% af- slátt af kjörtímabilinu voru slá- andi: „Það er ánægjulegt að vera kominn hér til fundar á ný og gott að það er búið að ákveða kjördag. Það er sérstakt fagn- aðarefni að 38 þingmanna stjórnarmeirihluti skuli sjálfur hafa ákveðið að stytta sitt eigið kjörtímabil um heilt þing og segir meira en mörg orð um stöðu ríkisstjórnarinnar að það er niðurstaða stjórnarmeiri- hlutans sjálfs að ríkisstjórnin sé ekki á vetur setjandi.“ Saltinu var stráð í sár ríkisstjórnar á fyrsta þingfundi} Þrungnir af þakklæti Í ljósi þess að þú ert örugglega eldri en tvævetur, kæri lesandi, þá eru örugglega orðinn býsna vanur því að það sé verið að ljúga að þér, eða í það minnsta ekki segja allan sann- leikann. Að þessu sinni ætla ég þó ekki að tala um stjórnmálamenn, sem hafa atvinnu af því að fara frjálslega með, heldur vil ég beina sjónum að netinu, upplýsingahraðbrautinni svonefndu, þar sem fjöldi manna hefur at- vinnu af því að segja ósatt og enn fleiri gera það sér til gamans. Nánast um leið og við byrjum að vafra um netið í fyrsta sinn eru apparöt og algrím tek- in að kortleggja þarfir okkar og áhugamál og passa svo upp á að við fáum sem mest af því efni sem eigandi þeirra telur víst að við vilj- um sjá – eða honum finnst helst henta að við sjáum. Ýmsir óprúttnir hafa séð hagnaðarvon í þessu og gott dæmi er hvernig vélráðir egna gildru fyrir miðaldra íhaldssama karla, með lygifréttum um mannilla músl- íma, illvilja innflytjendur og harðsýlda homma (það síð- arnefnda þó aðallega vestan hafs). Viðkomandi fréttir eru rækilega kryddaðar og kokkaðar til að fá sem flesta til að smella á fyrirsagnir og deila þeim svo áfram, en vefsetrið sem framleiðir selur svo auglýsingar út á heimsóknirnar – sannkallaðir smelludólgar. Ekki er bara að fégjarnir nýti sér áhuga fólks á þenn- an hátt – það gefur augaleið að þetta getur verið harla góð leið til að stýra almenningsáliti, eða svo telja rúss- nesk stjórnvöld í það minnsta. Austur í Rússíá, nánar til tekið í Sankti Pétursborg, hefur her manna það hlutverk að bera lof á rússnesk stjórnvöld og allt sem rússneskt er og framleiða lygifréttir um Vesturlönd. Einnig rekur rússneska ríkið sjónvarpsstöð- ina og vefmiðilinn RT, sem nær víst til 700 milljón manna í hundrað löndum, og frétta- stofuna og útvarpsstöðina Sputnik. (Sputnik er arftaki Novosti sem var lýst sem hinni „svokölluðu fréttastofnun“, „sem sér um að dreifa áróðri Kremlverja um allar jarðir“.) Það var vel rakið á Daily Beast um daginn hvernig friðsamleg mótmæli við bandaríska herstöð í Tyrklandi urðu að frétt um umsát- ur og átök við stöðina með tilheyrandi spennu og óvissu, enda eru geymd í henni kjarnorkuvopn. Fyrsta „fréttin“ kom sem tíst frá flugumanni rússneskra stjórnvalda, sem frægur er fyrir slík tíst, og síðan tóku aðrir slíkir við, frétta- miðlar (RT og Sputnik nema hvað) og rugludallar vest- an hafs, ekki síst þegar búið var að blanda smá músl- imafælni inn í allt saman. Forvitnilegast í samantektinni var hve margir af þeim sem tístu sem Rússlandsvinir fyrir nokkrum árum eru nú orðnir mið- aldra enskumælandi hægrimenn (og náttúrlega allir stuðningsmenn Donalds Trump). Niðurstaðan af þessu öllu saman er að það er eins gott að hafa varann á og trúa engu og engum. Nema mér, náttúrlega. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Varist vélráða STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is L andsvirkjun gerir alvar- legar athugasemdir við mat verkefnisstjórnar rammaáætlunar á vind- myllugarðinum Búr- fellslundi. Í athugasemd við drög að tillögum verkefnisstjórnar bendir fyrirtækið á að faghópur 2 telji að vindmyllurnar hafi veruleg neikvæð áhrif á nánast allar tegundir ferða- þjónustu á mjög stóru svæði, allt frá miðbiki Þjórsárdals að Skagafjarð- ardölum og alla Sprengisandsleið. Sum svæðin liggi óravegu frá stöð- um sem myllurnar sjást frá. Í drögum að tillögum verkefn- isstjórnar um verndar- og orkunýt- ingaráætlun er Búrfellslundur sett- ur í biðflokk. Rökin eru það mat faghóps 2 sem taldi að vindmyll- urnar myndu hafa mikil áhrif á ferðasvæði. Svo mikill munur sé á mati tveggja aðalfaghópanna að óhjákvæmilegt sé, með tilliti til al- mannahagsmuna, að bíða með ákvörðun um ráðstöfun svæðisins. Vilja vindmyllur fjarri byggð Fram kemur að faghópur 2 sem mat áhrif virkjanakosta á ferða- mennsku og aðra nýtingu en virkj- anir taldi þennan kost hafa meiri áhrif á ferðamennsku og útivist en nokkur annar virkjanakostur. Bent er á að allir ferðamenn sem eru á leið um Sprengisandsleið og Fjalla- bak muni sjá vindmyllurnar og þær muni því hafa áhrif á mörg ferða- svæði sem tengjast Sprengisands- leið, svo og á mörg verðmæt ferða- svæði á sunnanverðu hálendinu, svo sem Landmannalaugar, Heklu, Veiðivötn og Eldgjá. Aftur á móti taldi faghópur 1 sem mat áhrif á náttúruna að Búr- fellslundur sem er á röskuðu svæði hefði lágt verndargildi. Í því efni má benda á að vindmyllugarðurinn á að vera á Hafinu, norðan Búrfells. Svæðið er gróðurlítil slétta og er stærstur hluti hennar á milli virkj- ana. Um svæðið liggja tvær öfl- ugustu raflínur landsins og fjöldi misstórra orkumannvirkja. Álit faghópa sem ætlað var að meta efnahagsleg og samfélagsleg áhrif virkjanakostanna lágu ekki fyrir við gerð tillagnanna. Þó kom fram í greinargerð frá faghópi 3 að í skoðanakönnun sem hann fékk Fé- lagsvísindastofnun til að gera lýstu 63% þátttakenda sig hlynnt vind- myllum á hálendi, fjarri byggð, en 18% sögðust andvíg. Mun færri vildu sjá vindmyllur á láglendi, nærri byggð. Þegar spurt var beint um vindmyllugarð nálægt Búrfells- virkjun lýstu 64% þátttakenda sig hlynnt þeirri hugmynd en aðeins 11% andvíg. Fari í nýtingarflokk Landsvirkjun reiknar það út að samkvæmt mati faghóps 2 hafi Búr- fellslundur áhrif á 11% landsins. Fyrirtækið telur að áhrifasvæði Blöndulundar og sá fjöldi ferða- svæða sem faghópur 2 telur innan þess sé ekki í samræmi við það hversu mikið svæðið er nú þegar nýtt til orkuvinnslu né þá innviði sem því fylgja. Auk þess bendi rann- sóknir á viðhorfum ferðamanna til þess að áhrif Búrfellslundar verði mun minni en niðurstöður faghóps 2 gefa til kynna. „Landsvirkjun dregur í efa að skilgreining faghóps 2 á áhrifasvæði Búrfellslundar standist skoðun og fer fram á að áhrif hans á ferðaþjón- ustu séu metin með faglegum hætti. Það er mat Landsvirkjunar að end- urskoðað mat á þessum þætti eitt og sér nægi til þess að setja verkefnið í orkunýtingarflokk,“ segir í umsögn fyrirtækisins. Deila um áhrif Búr- fellslundar á ferðafólk Morgunblaðið/Árni Sæberg Vindmyllur Tilraunamyllurnar á Hafinu eru á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Myllurnar í Búrfellslundi verða tvöfalt hærri, að minnsta kosti 150 metrar. Verkefnastjórn þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætl- unar bárust alls 69 umsagnir frá 44 aðilum við drög að skýrslu og tillögum. Tólf vikna umsagnar- og athugasemda- ferli lauk í byrjun mánaðarins. Allar athugasemdir hafa verið birtar á vef verkefnisstjórnar, ramma.is. Verkefnisstjórn og faghópar nýta nú tímann fram að skil- um lokatillögu til ráðherra til að fara yfir innsendar um- sagnir og taka afstöðu til þeirra atriða sem þar koma fram. Öllum atriðum sem fram koma í umsögnunum munu verða gerð skil í endanlegri útgáfu af lokaskýrslu 3. áfanga, að því er fram kemur á vefnum. Verkefnisstjórn mun skila endanlegri tillögu sinni um flokkun virkjunarkosta til umhverfisráðherra í síðasta lagi 1. september næstkom- andi. 69 umsagnir bárust UNNIÐ AÐ TILLÖGU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.