Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 9. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  228. tölublað  104. árgangur  Frír ís fyrir krakka! í september Nánar ábls 15 ÞÝSKIR BANKAR UNDIR ÞRÝSTINGI MARKAÐARINS MYNDAKONSERT RAX LÆKNAVÍSINDI OG TÓNLIST ER EKKI ÓÞEKKT BLANDA RAXI SÝNIR OG SEGIR FRÁ 84 ELÍN DRÖFN Í HÖRPU 89VIÐSKIPTAMOGGINN Innan áratugar munu útflutnings- tekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörð- um króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garð- arssonar, stofn- anda Arnarlax, en hann hefur fjög- urra áratuga reynslu á vettvangi at- vinnugreinarinnar. „Ég hef trú á því að auðveldlega megi framleiða 50 þúsund tonn af fiski á ári á þessu svæði án þess að raska umhverfinu um of. Þetta gæt- um við séð gerast í kringum árið 2025. Verði það að veruleika munu útflutn- ingstekjur greinarinnar bara á sunn- anverðum Vestfjörðum nema 50 milljörðum króna,“ segir Matthías. Sömu möguleikar í Ísafjarðardjúpi Hann telur að sömu möguleikar séu til uppbyggingar á laxeldi í Ísa- fjarðardjúpi og því megi stefna að því að útflutningstekjur Vestfirðinga af laxeldi nemi 100 milljörðum á ári þeg- ar fram í sækir. Verði það að veru- leika segir hann að Vestfirðir muni verða ríkt samfélag á alla mælikvarða og vísar til reynslu Norðmanna, en víða á vesturströnd landsins hefur laxeldi hleypt nýju lífi í byggðir sem átt höfðu undir högg að sækja á síð- ustu áratugum. Í viðtali í ViðskiptaMogga í dag ræðir Matthías um tækifærin og upp- bygginguna á Bíldudal og nágrenni en rekur einnig þá mörgu snertifleti sem hann hefur átt við laxeldisgeir- ann í Noregi allt frá því að hann hélt þangað í fiskvinnslunám vorið 1978. Vestfirðir verði ríkt samfélag  Gríðarleg tækifæri í uppbyggingu laxeldis Matthías Garðarsson Ný krabbameinslyf gegn HER2-jákvæðu brjósta- krabbameini hafa reynst afar vel og þykja vera ein mesta byltingin í meðferð brjóstakrabbameins síðustu ár. Að sögn Ásgerðar Sverrisdóttur krabbameins- læknis voru horfur kvenna með HER2-jákvætt krabba- mein slæmar áður en aðgangur að lyfjunum fékkst. Nýjustu lyfin eru Trastuzumab emtansín, sem er frumudrepandi, og Pertuzumab. „Á því ári sem við höf- um verið að nota þessi lyf samtvinnuð höfum við séð dramatísk áhrif. En það er ekki enn farið að koma í ljós hvernig það mun skila sér til langs tíma, það tekur ár og áratugi að sýna fram á,“ segir Ásgerður. »20 Ný krabbameinslyf lofa góðu Ásgerður Sverrisdóttir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Starfsstöðvum fyrirtækis í bygg- ingarstarfsemi í Reykjavík og á Suð- urnesjum var lokað sl. þriðjudag í umfangsmiklum aðgerðum fulltrúa Ríkisskattstjóra og lögreglu. Ástæð- an var sú að fyrirtækið hafði ekki skilað staðgreiðslu af launum starfs- fólks og ekki staðið skil á virðisauka- skatti. Nema fjárhæðirnar á annað hundrað milljónum króna. Um er að ræða undirverktaka í byggingarstarfsemi á framkvæmda- svæðinu við Bláa lónið skv. heimild- um Morgunblaðsins. Alls var ríflega 30 starfsmönnum vísað af viðkom- andi starfsstöðvum, allt að 20 starfs- mönnum í Reykjavík og 12 starfs- mönnum suður með sjó að sögn Sigurðar Jenssonar, yfirmanns eftir- litssviðs Ríkisskattstjóra. „Þetta var ein stærsta aðgerð sem við höfum farið í á þessu sviði,“ segir Sigurður. ,,Tæki og verkfæri voru sett inn í vinnuskúra og gáma sem voru síðan innsiglaðir og hið sama var gert við bifreiðar,“ segir hann. Um er að ræða árangur af daglegu vettvangseftirliti Ríkisskattstjóra til að kanna ástandið hjá fyrirtækjum. Sigurður segir veikleika í kerfinu þar sem ekkert komi í veg fyrir að þessir aðilar geti stofnað nýtt fé- lag og haldið starfsemi sinni áfram. „Það er í raun alveg galið að þurfa að horfa upp á það. Okkur vantar sem fyrst sterkari löggjöf sem tekur á svona tilvikum til að fyrirbyggja að sömu mennirnir haldi áfram svona brotastarfsemi undir nýjum for- merkjum,“ segir hann. MLokað og öll starfsemi »6 Innsiglað fyrir að standa ekki skil á sköttum  Ein stærsta aðgerð RSK og lögreglu  Yfir 30 starfsmenn voru sendir heim Lokunaraðgerðir » Sex fulltrúar Ríkisskattstjóra og þrír til fjórir lögreglumenn komu að þessum aðgerðum í Reykjavík og á Suðurnesjum. » Um er að ræða undir- verktaka í eigu Íslendinga og útlendinga. Tímamót verða í íslenskri björgunarsögu á morgun, en þá lætur Benóný Ás- grímsson þyrluflugstjóri af störfum hjá Landhelgisgæslunni. Hann hefur staðið vaktina svo að segja óslitið frá 1978, eða í 38 ár. Enginn hefur starfað lengur við björgunarflug hér á landi og jafnvel í öllum heiminum. Og án efa hefur enginn bjargað jafnmörgum mannslífum. Benóný verður 65 ára á morgun og samkvæmt reglum má hann ekki starfa lengur sem atvinnuflugmaður. Benóný á að baki 35 þúsund flugtök og lendingar á þyrlum og flugtímarnir eru orðnir um 11 þúsund. » 32 og 34 Morgunblaðið/Ófeigur 35.000 flugtök og lendingar Reyndasti þyrluflugstjórinn lætur af störfum Frá því í vor hafa hælisleitendur gert sjö tilraunir til að komast um borð í flutningaskip Eimskips sem leið eiga vestur um haf. Samanlagt hafa 18 manns verið að verki, en þar af hafa 16 verið handteknir á at- hafnasvæði Eimskips en tveir kom- ust á undan á hlaupum. Dæmi eru um að sömu hælisleitendur reyni þetta ítrekað. „Við höfum klárlega orðið vör við kipp í þessu í sumar, sem má væntanlega rekja til fjölgunar hæl- isleitenda hér á landi,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, en eins og kom fram ný- verið í Morgunblaðinu hafa um 500 einstaklingar stöðu hælisleitenda í dag. Talið er að fjöldinn fari í um 700 áður en árið kemst á enda. Síðasta tilraunin við athafnasvæði Eimskips var gerð 17. ágúst sl. en Ólafur segir að þar til í vor hafi eng- in mál komið upp mánuðum saman. Í kjölfar tíðra flóttatilrauna í árs- byrjun 2010 herti Eimskip eftirlit til muna og setti upp tugi öryggis- myndavéla í Sundahöfn. »4 Teknir við flóttatilraunir  Sjö sinnum reynt að laumast um borð hjá Eimskip í sumar Sundahöfn Athafnasvæði Eimskips. Morgunblaðið/Árni Sæberg  Flugþróunarsjóður vinnur nú úr þremur umsóknum um styrki til þróunar nýrra flugleiða til landsins og stuðnings við markaðsstarf til að gera það mögulegt. Umsóknirnar komu eftir auglýsingu í vor og eru frá tveimur flugfélögum, að sögn Jóns Karls Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, sem á sæti í stjórn sjóðsins. Flugþróunarsjóði er ætlað að stuðla að dreifingu ferðafólks um landið með beinu áætlunaflugi til Akureyrarflugvallar og Egilsstaða- flugvallar. Jón Karl segir að það sé mikil ákvörðun hjá flugfélagi að ákveða nýjan áfangastað og þurfi að skoða vel. »26 Unnið úr þremur umsóknum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.