Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 4

Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Fimm barna móðir var á þriðjudag dæmd í 18 mánaða fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hót- unum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi. Þá hafi hún sýnt börnunum yfirgang, ruddalegt athæfi, sært þau og móðg- að. Konan var einnig dæmd til að greiða börnunum fjórar milljónir í skaðabætur. Sparkaði, sló og tók kverkataki Börnin eru fædd á árunum 2002- 2013 en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010-2015. Upphaf málsins má rekja til beiðni barnaverndarnefndar Reykjavíkur um lögreglurannsókn í apríl á síðasta ári. Var þá talið að um andlegt og líkamlegt ofbeldi væri að ræða sem virtist hafa verið ítrekað og viðvarandi í langan tíma. Kom fram að málefni barnanna hefðu ver- ið í vinnslu með hléum frá árinu 2005. „Á þeim tíma hafi borist tugir til- kynninga um ofbeldi móður í garð barnanna auk heimilisofbeldis sem börnin yrðu vitni að. Börnin hafi staðfest líkamlegt ofbeldi af hálfu ákærðu árið 2010,“ segir í dómnum. Reynt var á tímabili að vinna með móðurinni að betri uppeldisaðferð- um á meðan börnin dvöldu á Vist- heimili barna áður en þau sneru aft- ur í umsjá móðurinnar. Áfram bárust þó tilkynningar um van- rækslu, heimilisofbeldi og fleira. Segir í dómnum að komið hafi upp áhyggjur vegna hegðunar barnanna sem var hömlulaus og ofbeldisfull. Dómurinn telur sannað að konan hafi sparkað, slegið, togað í hár, slegið utan í veggi, tekið kverkataki, kastað hlutum í þrjú barnanna, kall- að þau öllum illum nöfnum ásamt því að taka yngstu börnin tvö, hrista þau eða henda þeim í rúm eða sófa þegar hún var að svæfa þau. Konan neitaði sök fyrir dómi en hún var ekki viðstödd aðalmeðferð málsins en fram kom að hún væri flutt af landi brott. Konan var í fyrra svipt forsjá barna sinna. Móðir beitti fimm börn sín langvarandi ofbeldi  Dæmd í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við höfum klárlega orðið vör við kipp í þessu í sumar, sem má vænt- anlega rekja til fjölgunar hælisleit- enda hér á landi. Þá höfum við sett af stað aukna gæslu rétt á meðan við áttum okkur á hvort hælisleitendur reyni að komast áfram vestur um haf,“ segir Ólafur W. Hand, upplýs- ingafulltrúi Eimskips, en síðan í vor hafa komið upp sjö tilvik þar sem hælisleitendur hafa verið handteknir á athafnasvæði Eimskips við Sunda- höfn vegna tilraunar til að laumast um borð í skip félagsins. Alls hafa 18 manns komið við sögu í þessum sjö málum en oft er um sömu einstaklinga að ræða. Þannig var einn handtekinn 11. júní sl. sem hafði sex sinnum áður reynt að smygla sér um borð í skip félagsins. Í langflestum tilvikum er um unga og miðaldra karl- menn að ræða. Síðasta tilraun- in var gerð 17. ágúst sl. en Ólaf- ur segir að þar til í vor hafi engin mál komið upp mánuðum saman. Í kjölfar tíðra flóttatilrauna fyr- ir rúmum sex árum herti Eimskip eftirlit til muna og setti upp tugi ör- yggismyndavéla á athafnasvæðinu, langt umfram þær kröfur sem gerð- ar eru almennt til tolla- og hafta- svæðis líkt og Sundahöfnin er. Þann 14. júní sl. reyndu fimm hæl- isleitendur að laumast um borð, lög- regla og öryggisverðir náðu að góma þrjá en tveir komust undan á hlaup- um. „Við höfum verið að sjá sömu mennina aftur og aftur. Þegar þetta kemur upp þá hringjum við strax í lögregluna, sem bregst fljótt við og sinnir þessum útköllum mjög vel. Vandamálið er að lögreglan hefur engin úrræði. Við setjum fram kæru, mennirnir eru teknir til yfirheyrslu en síðan er þeim sleppt. Lögreglunni er vorkunn að vinna við þessar að- stæður,“ segir Ólafur. Kostnaður, tafir og óþægindi Sem fyrr segir jók Eimskip eftirlit á athafnasvæði sínu og telur Ólafur óhætt að fullyrða að um sé að ræða öflugustu og fullkomnustu öryggis- myndavélar landsins. „Þetta eru hitanæmar vélar, hreyfinæmar, venjulegar myndavél- ar og skynjarar. Þessi tæki gera okkur viðvart um leið og eitthvað gerist og við teljum það nánast von- laust að komast um borð í skip hjá okkur.“ Fyrir nokkrum árum tókst einum hælisleitanda að komast um borð. Uppgötvaðist það þegar skipið var úti fyrir Reykjanesi og var því snúið við til hafnar í Reykjavík. „Mikill kostnaður fellur á félagið þegar svona mál koma upp, tafir á flutningum, skriffinnska og ýmis óþægindi. Ef þetta kæmi upp í höfn- um vestanhafs fylgja því háar sektir og við þyrftum að koma hælisleit- endunum aftur til baka í flugi. Eim- skip gæti verið sett á athugunarlista af kanadískum eða bandarískum yf- irvöldum, sem gæti valdið töfum í flutningum og skipin verið stöðvuð oftar og ítarlegri leit framkvæmd en tíðkast venjulega,“ segir Ólafur. Eimskip hefur að hans sögn átt gott samstarf við kanadísk og bandarísk stjórnvöld í þessum mál- um. Fulltrúar þeirra hafa þannig komið reglulega til Íslands til að skoða aðstæður í Sundahöfn og kynna sér verklag Eimskips. Finna fyrir fjölgun hælisleitenda  Hælisleitendur gerðu sjö tilraunir í sumar til að komast um borð í skip Eimskips  Alls voru 18 hand- teknir en oft er um sömu einstaklinga að ræða  Öflugt eftirlit í Sundahöfn en lögreglu skortir úrræði Morgunblaðið/Rósa Braga Sundahöfn Athafnasvæði Eimskips freistar hælisleitenda hér á landi. Ólafur W. Hand Skúli Halldórsson sh@mbl.is Átján leikmenn meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu karla hljóta samtals rúmar fimm milljónir króna fyrir að hafa tryggt liðinu sæti í efstu deild, Pepsi-deildinni, á næstu leiktíð. Kvennalið félagsins náði einnig að vinna sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári, en leik- menn þess munu að óbreyttu engar greiðslur fá vegna þess. Þetta staðfestir Jónas Karl Þór- hallsson, formaður knattspyrnu- deildar Grindavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir stjórnar- fund hafa verið boðaðan í dag þar sem málið verði rætt, enda hafi heyrst óánægjuraddir úr röðum kvennaliðsins. Ekki sömu sjónvarpstekjur „Það fæst ekki sama tekju- streymi á móti í tilfelli kvennanna,“ segir Jónas og bendir á að um þrjá- tíu milljónir fáist fyrir leiktíð karla- liðsins í Pepsi-deildinni, umfram leiktíð í 1. deild karla, Inkasso- deildinni, vegna sjónvarpsréttinda. Sama kjarabreyting eigi sér hins vegar ekki stað á milli efstu og næstefstu deildar kvenna. „En við erum miklir baráttumenn fyrir kvennaknattspyrnu í Grindavík og við munum gera allt til að gera þær ánægðar,“ segir Jónas. „Við sjáum hvað kvennaknatt- spyrnan hefur tekið gríðarlegum framförum. Það er gjörbylting að horfa á kvennaknattspyrnuna í dag, það er stutt í að þær brjóti ísinn og nái í gegn, það held ég,“ segir Jón- as. Bendir hann á að upphæðin til karlanna sé í raun sú sama og tekin var af launum þeirra eftir að lið þeirra féll niður úr úrvalsdeildinni árið 2012. Þannig sé nú verið að rétta hlut þeirra. Konurnar fá ekki aukagreiðslur  Karlar deila með sér um 5 milljónum Morgunblaðið/Árni Sæberg Grindavík Óánægju hefur gætt inn- an kvennaliðsins vegna málsins. Einmuna veðurblíða hefur yljað landsmönnum undan- farið og ekki verið amalegt að sóla sig aðeins í veðráttu eins og verið hefur í höfuðborginni. Í gær mældist 14,8 stiga hiti í Nautabúi í Skagafirði og útlit er fyrir að september fái góða einkunn þegar litið verður til baka. Áfram verður víða bjartviðri í dag og á morgun, en bú- ast má við vætu norðan- og austanlands í dag og slyddu inn til landsins enda eru hitatölur farnar að lækka. Morgunblaðið/Golli Notalegir geislar haustsólar September gæti fengið góða einkunn í veðurbókum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.