Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 14
Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Mörgum finnst sú til-hugsun býsna þekkilegað vera umvafin Múm-ínálfunum, þessum
krúttlegu fígúrum, sem fyrst komu
fram á sjónarsviðið árið 1945 í bók
eftir finnsk-sænska rithöfundinn og
myndlistarkonuna Tove Jansson.
Þótt ekki fari splunkunýjum sögum
af Múmínálfunum, en síðasta sagan
kom út 1970, njóta þeir ennþá gríð-
arlegra vinsælda og virðast nú vera
að hasla sér völl í tískubransanum.
Að minnsta kosti prýddu Múmín-
pabbi, Múmínmamma og nánast all-
ur þeirra ættbogi, sem og vinir og
nágrannar í Múmíndal, flíkur sem
finnska tískumerkið AALTO tefldi
fram í vor- og sumarlínunni 2017 á
tískusýningu í París í vikunni.
Múmínálfarnir eru vitaskuld ekki
óvanir sviðsljósinu því þeir hafa
komið fram í kvikmyndum og sjón-
varpi. Heill skemmtigarður er helg-
aður þeim í Finnlandi og þar í landi
er líka safn sem hefur að geyma
upprunalegar teikningar og hand-
unnar leikbrúður skapara þeirra.
Og margt fleira sem tengist Múmín-
álfunum og sögu þeirra.
Sjálfir eru Múmínálfarnir ekki
beinlínis fyrirsætulega vaxnir, en
þeir eru hvítir að lit, nokkuð bústnir
og minna svolítið á flóðhesta í útliti.
Þeir fara samt alveg ljómandi vel á
flíkunum frá AALTO hvort sem
þeir prýða skóbúnað, buxna-
dragtir eða kjóla. Það er eitt-
hvað hlýlegt við að vera umvaf-
in Múmínálfunum. Þess má þó
geta að hugmyndin er ekki al-
veg ný af nálinni því í Finnsku
búðinni í Kringlunni hefur um
nokkurt skeið fengist fatnaður
bæði á börn og fullorðna með
myndum af Múmínálfunum.
Sígildari verða flíkurnar naum-
ast.
Vor- og sumartískan 2017 frá finnska merkinu AALTO í París
Múmínálfarnir hasla
sér völl í tískuheiminum
AFP
Á Íslandi Múmínpeysa frá Ivana
Helsinki fæst í Finnsku búðinni.
Góður skólabragur kemur í veg fyrir
samskiptavandamál og minnkar líkur
á áhættuhegðun á samfélagsmiðlum.
Að bæta skólabrag er yfirskrift ráð-
stefnu Erindis, samtaka um sam-
skipti og skólamál, sem haldin verður
kl. 14 - 16.45 á morgun, föstudag 30.
september, í Salnum í Kópavogi.
Ráðgjafar samtakanna kynna þjón-
ustu sína við grunnskóla í einelt-
ismálum og öðrum samskiptavanda.
Kynnt verður átaksverkefni í sam-
skiptum og umbótum á skólabrag í
unglingadeild Kársnesskóla sem
hrint var í framkvæmd á vormisseri
2015 í samstarfi við ráðgjafa Erindis.
Verkefnið var tilnefnt til verðlauna í
Kópavogsbæ á árinu fyrir framlag til
uppeldis og menntunar.
Aðalerindi ráðstefnunnar flytja Sø-
ren Kjær Jensen og dr. Helle Rabøl
Hansen. Þau segja frá þróun úrræða í
Danmörku gegn einelti og áhættu-
hegðun á samskiptamiðlum og átaki í
bættri líðan skólabarna. Søren Kjær
Jensen er upphafsmaður miðstöðvar-
innar Center for Rumelighed og Helle
Rabøl Hansen hefur skrifað fjölda
bóka um einelti og samskiptavanda
barna og unglinga.
Ráðstefnan er ókeypis og allir vel-
komnir.
Ráðstefna Erindis, samtaka um samskipti og skólamál
Góður skólabragur í brennidepli
Morgunblaðið/Eggert
Vellíðan Skólabragurinn hefur mikla
þýðingu fyrir vellíðan barna.
Þorkell Sigur-
laugsson, fram-
kvæmdastjóri,
hefur í áranna rás
ferðast mikið í
leik og starfi. Milli
kl. 16 og 17 í dag,
föstudaginn 29.
september, verður
hann í Þekking-
armiðstöð Sjálfs-
bjargar, Hátúni 12,
þar sem hann mun segja frá reynslu
sinni af að ferðast í hjólastól og
fræða áhugasama um allt það sem
hjólastólanotandi þarf að hafa í huga
þegar ferðalög eru skipulögð.
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar
safnar og miðlar hagnýtum upplýs-
ingum sem gagnast fötluðu fólki.
Reynslusögur
Á ferð og flugi
í hjólastól
Þorkell
Sigurlaugsson