Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 24
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræddu heilbrigðismál á morgun- verðarfundi Samtaka heilbrigðis- fyrirtækja, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins á Grand hóteli í gærmorgun en fund- urinn var haldinn í tilefni útgáfu nýrrar greiningar efnahagssviðs SA á heilbrigðiskerfinu. Áður en stjórnmálamennirnir fengu orðið greindi Tryggvi Másson, viðskiptafræðingur á efnahagssviði SA, frá helstu atriðum greiningar- innar. Sagði hann þrjár leiðir færar til þess að bæta fjármögnun heil- brigðiskerfisins; hækka skatta, auka gjaldtöku eða bæta hagræðingu og stuðla að betri meðferð fjármuna. Sagði hann að samstaða ætti að geta náðst um að leggja áherslu á þriðju leiðina enda væri Ísland þegar há- skattaland og ekki vilji til aukinnar gjaldtöku af sjúklingum. Vilja ekki frekari einkarekstur Fulltrúar allra stjórnmálaflokk- anna sem þátt tóku í pallborði lýstu vilja flokka sinna til þess að bæta heilbrigðiskerfið og lögðu áherslu á mikilvægi málaflokksins. Talsvert skiptar skoðanir voru hins vegar um það hvaða leið væri best fær í þeim efnum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði sinn flokk ekki hlynntan frek- ari einkarekstri í heilbrigðiskerfinu og á sömu nótum var Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, var þessu ósammála. Sagði hann enn- fremur að ekki væri nóg að setja endalausa peninga í heilbrigðis- kerfið heldur yrði að skilgreina hvaða árangri það fjármagn sem sett væri í kerfið ætti að skila. Þetta sýndu ítrekaðar skýrslur um mála- flokkinn. Sjúklingar ekki neytendur Hanna Katrín Friðriksson, fram- bjóðandi Viðreisnar, sagði forgangs- röðum vera lykilatriði í heilbrigðis- þjónustunni þegar kæmi að þjónustu við sjúklinga. Elsa Lára Arnar- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, lagði áherslu á mikilvægi þess að skilgreina hvaða þjónustu ætti að veita til að mynda á Land- spítalanum og hvaða þjónustu á heilsugæslustöðvum. Ásta Guðrún Helgadóttir, þing- maður Pírata, sagðist eiga erfitt með að líta á sjúklinga sem neytendur þar sem fólk veldi ekki það hlut- skipti. Sagðist hún eiga erfitt með að skilja þá skilgreiningu á sjúklingum. Sagði hún kjarna stefnu Pírata í heilbrigðismálum vera þá að for- senda heilbrigðs heilbrigðiskerfis væri heilbrigt fólk. Sigrún Gunnardóttir, frambjóð- andi Bjartrar framtíðar, sagði mik- ilvægt að gera fólki auðvelt að velja heilbrigt líferni. Varðandi heilbrigð- iskerfið lagði hún mikla áherslu á mönnun þess og að tryggt væri að starfsmenn byggju við gott starfs- umhverfi. Þörf á að skilgreina bet- ur heilbrigðisþjónustuna  Skiptar skoðanir um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Morgunblaðið/Ófeigur Heilbrigði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, var einn þeirra sem töluðu á fundinum. Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og sérfræðingur í heimilis- lækningum, segir umræðuna um skaðsemi rafsígaretta vera storm í sápukúlu, enda sé málið mjög við- kvæmt. Hann var einn þriggja frum- mælenda á morgunverðarfundi sam- takanna Náum áttum, sem eru sam- starfshópur um fræðslu- og for- varnarmál. Yfirskrift fundarins var: Rafrettur og munntóbak – nýr lífs- stíll eða óvægin markaðssetning? Guðmundur benti á nýlegar ensk- ar rannsóknir sem sýna að rafsíga- rettur séu 95% öruggari heilsu okkar en hefðbundnar sígarettur og að ekki séu efni til staðar í rafgufunni sem valdi heilsutjóni eða krabba- meinsvaldandi áhrifum. „Við erum hrædd við það sem búið er að innræta okkur í gegnum nokkra áratugi. Auðvitað eigum við að hugsa um börnin, ákveðið öryggi og lagarammann. En þetta er mjög einfalt. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé hættulegt,“ sagði Guðmundur Karl við blaðamann að loknum fundinum. Aukning um 4% Samkvæmt nýlegri könnun Rann- sókna og greininga við Háskólann í Reykjavík hafa 14% nema í 10. bekk prófað rafsígarettur einu sinni til fimm sinnum. Það er aukning um 4% frá síðustu könnun sem var gerð í fyrra. Spurður hvort þetta væri ekki slæm þróun sagðist Guðmundur alla tíð hafa haldið því fram að rafrett- urnar væru ekki fyrir þá sem ekki reykja. „Auðvitað á þetta að vera bannað undir ákveðnum aldri,“ sagði hann en tók fram að reglugerð um rett- urnar mættu ekki vera of harðar. „Margir læknar sjá þarna eitt mesta tækifæri sem hefur komið í seinni tíð til þess að snúa við þessum reykingatengdu sjúkdómum, taka þá í burtu að mestu leyti. Við megum ekki vera föst í fordómum fortíðar- innar og neita að skoða hvaða mögu- leikar finnast í þessu.“ Leiðast út í sígarettureykingar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Ís- lands, hélt einnig erindi á fundinum og voru hún og Guðmundur stundum á öndverðum meiði. „Meira en 90% þeirra sem reyna að hætta að reykja með rafsígarettum tekst það ekki,“ sagði hún og bætti við að sýnt hefði verið fram á að þeir unglingar sem notuðu rafsígarettur væru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar. Einnig nefndi hún að sjö krabba- meinsvaldandi efni, ásamt öðrum skaðlegum efnum, hefðu fundist í rafsígarettum. Skiptar skoðanir lækna á skaðsemi rafsígaretta  Einn segir rafrettur draga úr heilbrigðiskostnaði  Annar bendir á að sjö krabbameinsvaldandi efni hafi fundist í þeim Morgunblaðið/Ófeigur Umræða Lára G. Sigurðardóttir og Margrét J. Rafnsdóttir fundarstjóri. RÓM BORGARFERÐ Frá kr. 113.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. október í 4 nætur. Hotel Eurostars International Palace Bi rt m eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th .a ðv er ðg etu rb re ys tá nf yri rva ra . E N N E M M / S IA • N M N M 7 7 52 4 Skelltu þér í LISSABON Frá kr. 87.900 Netverð á mann m.v.2 í herbergi með morgunmat. 3. nóvember í 3 nætur. Turim Europa VERONA Frá kr. 93.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 20. október í 4 nætur. Hotel Mastino SEVILLA Frá kr. 74.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 11. nóvember í 3 nætur. Hotel Catalonia Santa Justa BÚDAPEST Frá kr. 89.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 20. október í 4 nætur. Hotel Novotel Centrum Allt að 15.000 kr. afsláttur ámann Allt að 15.000 kr. afsláttur ámann Allt að 15.000 kr. afsláttur ámann Allt að 15.000 kr. afsláttur ámann Allt að 15.000 kr. afsláttur ámann Frá kr. 74.900 m/morgunmat Síðustu sætin Allt að 15.000 kr. afsláttur á mann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.