Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Við flytjum snilligáfu BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það hefur verið heilmikil markaðs- vinna á þessum svæðum undanfarin ár. Það er grundvöllurinn. Svæðin hafa aðdráttaraflið, ekki flugvöllur- inn,“ segir Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, um möguleika á auknu millilanda- flugi til Akureyrar og Egilsstaða. Innanlandsflug hefur aukist á þessu ári, í fyrsta skipti frá hruni. Þannig fóru 123 þúsund farþegar um Akureyrarflugvöll fyrstu átta mán- uði ársins, sem eru 5,8% fleiri en á sama tímabili í fyrra. 65 þúsund far- þegar, fóru um Egilsstaðaflugvöll sem er 4% fjölgun. Á Reykjavíkur- flugvelli fjölgaði farþegum um 6,4%. Langmesta fjölgunin var þó um Húsavíkurflugvöll. Um hann hafa farið 14 þúsund farþegar það sem af er ári og það er 90% fjölgun. Skýrist það væntanlega mest af stórfram- kvæmdum í atvinnumálum. Vilja sjá meira af landinu Jón Karl sér fyrir sér verulega aukna notkun flugvallanna á Akur- eyri og Egilsstöðum á næstu árum, vegna fjölgunar erlendra ferða- manna. Hann segir að eftir því sem ferðafólki fjölgi aukist áhuginn á áfangastöðum sem séu fjær kjarn- anum. Þegar fólk sé að koma í annað eða þriðja skipti til landsins hafi það meiri áhuga á að kanna staði sem ekki gafst tími til í fyrstu ferðinni. Þá aukist þörfin fyrir flug beint inn á þessa staði. Markaðsstofur og flugklasar hafa unnið að því að fá beint millilanda- flug til Akureyrar og Egilsstaða. Það hefur litlum árangri skilað enn sem komið er. Flugfélög og ferðaskrif- stofur hafa ekki fengið nægar bók- anir til þess að koma á umtalsverðu flugi. Þær tölur sem nefndar eru um fjölgun á flugvöllunum fyrir norðan og austan grundvallast því á innan- landsfluginu. Erlendir ferðamenn hafa staðið undir fjölguninni í því og eru orðnir um 30% farþega. Þróa nýjar leiðir Stjórnvöld hafa stofnað sjóð til að stuðla að uppbyggingu nýrra flug- leiða til landsins og dreifa þannig ferðafólki um landið. Eru Akur- eyrarflugvöllur og Egilsstaðaflug- völlur nefndir sérstaklega í því sam- bandi. Flugþróunarsjóðurinn fær 170 milljóna króna fjárveitingu á þessu ári og er ætlunin að hann hafi 300 milljónir til ráðstöfunar á hverju ári eftir það, næstu árin. Sjóðurinn veitir styrki til þróunar nýrra flugleiða, sem miðast við ákveðna upphæð á hvern farþega sem lendir á Akureyri eða Egils- stöðum. Hann veitir einnig markaðs- styrki til að taka þátt í kynningar- starfi flugfélaganna á flugleiðunum. Þrjár umsóknir bárust eftir aug- lýsingu í vor og er enn verið að vinna úr þeim, að sögn Jóns Karls, sem á sæti í stjórn Flugþróunarsjóðsins. Tvö flugfélög standa að baki um- sóknunum. Jón Karl segir að það sé mikil ákvörðun hjá flugfélagi að ákveða nýjan áfangastað og þurfi að skoða vel. Verið sé að vinna þessi mál í samvinnu við umsækjendur. „Þetta er langhlaup. Mikilvægt er að halda markaðsstarfinu áfram til þess að flugfélögin geti valið að koma,“ segir Jón Karl. Aðstaðan dugar vel Hann segir að flugvellirnir geti tekið við þó nokkurri umferð án þess að fjárfesta þurfi í aðstöðu. Hann segir að aukin umferð skipti veru- legu máli til að styrkja flugvellina til lengri tíma. Isavia hefur miðað við að fjöldi farþega sem fara um Akur- eyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll geti þrefaldast á næstu 10 til 15 árum. Nú fara um 150 þúsund far- þegar um Akureyrarflugvöll á ári og 90-100 þúsund um Egilsstaði. Sam- kvæmt viðmiði Isavia gæti fjöldinn farið í 300 til 500 þúsund farþega um hvorn völl. Markaðsstarf er grundvöllurinn  Flugþróunarsjóður vinnur með tveimur flugfélögum sem sóttu um styrk til tveggja nýrra flugleiða  Isavia miðar við þreföldun farþega um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum á næstu 10-15 árum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Næg aðstaða er á Akureyrarflugvelli til að taka við millilandaflugi og auknu innanlandsflugi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.